Fólk beið í röðum eftir nýjum iPad 16. mars 2012 20:00 Það var útihátíðarstemning á Regent street í dag. mynd/AFP Þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar fór í almenna sölu í dag. Fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan verslanir Apple - sumir höfðu beðið dögunum saman. Tim Cook, forstjóri Apple, kynnti nýju iPad spjaldtölvuna í síðustu viku. Á meðal þeirra nýjunga sem finna má í nýju spjaldtölvunni er öflugri myndavél og endurbættur örgjörvi. En það er skjár iPad spjaldtölvunnar sem heillar flesta en hann er margfalt öflugri en skjár iPad 2. Gríðarleg spenna var fyrir nýju spjaldtölvunni og er talið að Apple hafi selt rúmlega milljón eintök í dag. Mikil stemning var fyrir utan verslun Apple á Regent stræti í Lundúnum í dag. Nokkrir höfðu beðið þar í nokkra daga. Einn af þeim reyndi að selja stöðu sína í biðröðinni á uppboðsvefnum eBay. „Ég fór í röðina fyrir slysni. Ég er ekki aðdáandi Apple og hef engin not fyrir iPad 3," sagði maðurinn. Frá því að nýja spjaldtölvan var kynnt til sögunnar hafa margir reynt að losa sig við úrelt eintök. Þannig eru rúmlega 16.000 iPad 2 spjaldtölvur til sölu á eBay. Apple hefur selt rúmlega 55 milljón iPad spjaldtölvur frá því að tækið var kynnt fyrir tveimur árum. Sérfræðingar segja að Apple eigi líklega eftir að selja 65 milljón eintök á þessu ári. Samkeppnisaðilar Apple hafa átt í miklum erfiðleikum síðustu misseri. Hlutdeild Apple á spjaldtölvumarkaðinum er afgerandi. Miklar vonir eru þó bundnar Windows 8 stýrikerfið en það er sérhannað fyrir spjaldtölvur. Tækni Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar fór í almenna sölu í dag. Fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan verslanir Apple - sumir höfðu beðið dögunum saman. Tim Cook, forstjóri Apple, kynnti nýju iPad spjaldtölvuna í síðustu viku. Á meðal þeirra nýjunga sem finna má í nýju spjaldtölvunni er öflugri myndavél og endurbættur örgjörvi. En það er skjár iPad spjaldtölvunnar sem heillar flesta en hann er margfalt öflugri en skjár iPad 2. Gríðarleg spenna var fyrir nýju spjaldtölvunni og er talið að Apple hafi selt rúmlega milljón eintök í dag. Mikil stemning var fyrir utan verslun Apple á Regent stræti í Lundúnum í dag. Nokkrir höfðu beðið þar í nokkra daga. Einn af þeim reyndi að selja stöðu sína í biðröðinni á uppboðsvefnum eBay. „Ég fór í röðina fyrir slysni. Ég er ekki aðdáandi Apple og hef engin not fyrir iPad 3," sagði maðurinn. Frá því að nýja spjaldtölvan var kynnt til sögunnar hafa margir reynt að losa sig við úrelt eintök. Þannig eru rúmlega 16.000 iPad 2 spjaldtölvur til sölu á eBay. Apple hefur selt rúmlega 55 milljón iPad spjaldtölvur frá því að tækið var kynnt fyrir tveimur árum. Sérfræðingar segja að Apple eigi líklega eftir að selja 65 milljón eintök á þessu ári. Samkeppnisaðilar Apple hafa átt í miklum erfiðleikum síðustu misseri. Hlutdeild Apple á spjaldtölvumarkaðinum er afgerandi. Miklar vonir eru þó bundnar Windows 8 stýrikerfið en það er sérhannað fyrir spjaldtölvur.
Tækni Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira