Arnór Sighvats: Glufurnar voru farnar að vinda upp á sig Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 13. mars 2012 12:07 Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. Aðstoðarseðlabankastjóri segir breytingar á gjaldeyrishöftum auka stöðugleika og styðja við gengi krónunnar. Stoppa þurfti upp í göt á gjaldeyrishöftunum þar sem útgreiðslur í gegnum glufuna voru farnar að vinda upp á sig. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir breytingar sem gerðar voru á gjaldeyrishöftunum í nótt aðallega snerta erlenda eigendur skuldabréfa og slitastjórnir föllnu bankanna. Lokað er nú á greiðslur af höfuðstól skuldabréfa í erlendri mynt en það er leið sem margir óþolinmóðir erlendir fjárfestar hafa notað til að losa sig hraðar út úr landinu með sitt fjármagn. „Auðvitað er þetta vandamál sem er búið að vera til staðar í nokkurn tíma. Það hefur hins vegar verið að vinda hratt upp á sig að undanförnu, þetta var viðráðanlegur vandi en hann hefur magnast stig af stigi. Það eru að koma fram nýir flokkar sem hafa sömu eiginleika og þessi bréf sem erlendir aðilar hafa verið að kaupa upp í því skyni að taka út höfuðstólinn," segir Arnór. Hann segir að það séu engin takmörk fyrir því hversu mikið flæði hefði getað farið í gegnum þessa glufu með nýjum skuldabréfaflokkum en seðlabankinn vill frekar beina óþolinmóðu fjármagni í uppboðsferli bankans sem er hluti af áætlun um losun gjaldeyrishafta. „Við viljum styðja við krónuna en um leið losa um þessar stöður sem að koma í veg fyrir að við getum losað um höftin án þess að það valdi óstöðugleika. Með því að beina viðskiptunum í þessa farvegi sem við erum búin að opna með þessum útboðum, þá erum við einmitt að stuðla að því að þetta gerist með þeim hætti sem eru í samræmi við stöðugleika." Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Aðstoðarseðlabankastjóri segir breytingar á gjaldeyrishöftum auka stöðugleika og styðja við gengi krónunnar. Stoppa þurfti upp í göt á gjaldeyrishöftunum þar sem útgreiðslur í gegnum glufuna voru farnar að vinda upp á sig. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir breytingar sem gerðar voru á gjaldeyrishöftunum í nótt aðallega snerta erlenda eigendur skuldabréfa og slitastjórnir föllnu bankanna. Lokað er nú á greiðslur af höfuðstól skuldabréfa í erlendri mynt en það er leið sem margir óþolinmóðir erlendir fjárfestar hafa notað til að losa sig hraðar út úr landinu með sitt fjármagn. „Auðvitað er þetta vandamál sem er búið að vera til staðar í nokkurn tíma. Það hefur hins vegar verið að vinda hratt upp á sig að undanförnu, þetta var viðráðanlegur vandi en hann hefur magnast stig af stigi. Það eru að koma fram nýir flokkar sem hafa sömu eiginleika og þessi bréf sem erlendir aðilar hafa verið að kaupa upp í því skyni að taka út höfuðstólinn," segir Arnór. Hann segir að það séu engin takmörk fyrir því hversu mikið flæði hefði getað farið í gegnum þessa glufu með nýjum skuldabréfaflokkum en seðlabankinn vill frekar beina óþolinmóðu fjármagni í uppboðsferli bankans sem er hluti af áætlun um losun gjaldeyrishafta. „Við viljum styðja við krónuna en um leið losa um þessar stöður sem að koma í veg fyrir að við getum losað um höftin án þess að það valdi óstöðugleika. Með því að beina viðskiptunum í þessa farvegi sem við erum búin að opna með þessum útboðum, þá erum við einmitt að stuðla að því að þetta gerist með þeim hætti sem eru í samræmi við stöðugleika."
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira