Lögmaður Samherja mun láta reyna á lögmæti húsleita JMG skrifar 28. mars 2012 19:24 Lögmaður Samherja ætlar að láta reyna á lögmæti húsleita í fyrirtækinu í gær fyrir dómstólum. Hann segir húsleitarheimildir hafa verið óskýrar og ná fyrir fyrirtæki sem tengjast Samherja að engu leyti. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi umfangsmiklar húsleitir á skrifstofum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Húsleitirnar komu forstöðumönnum Samherja á óvart og segir lögmaður fyrirtækisins að starfsmenn hafi lesið um þær á netinu áður en fulltrúar seðlabankans komu á staðinn. „Það sem er alvarlegra er að þegar byrjað var á aðgerðinni þá voru seðlabankamenn með úrskurð hér sem var mjög víður og það var í raun ekki hægt að vinna eftir honum og við gagnrýndum það og sögðum það er ekki hægt að afhenda ykkur öll þessi gögn þetta er ekki nógu vel skilgreint og þá var bara óskað eftir því að fá nýjan úrskurð frá héraðsdómi og það tók innan við þrjá tíma, tvo til þrjá tíma. Þá voru þeir komnir með nýjan úrskurð mun fyllri og þéttari og búnir að bæta sjö fyrirtækjum inn á listann sem átti að haldleggja hjá og ég sagði það er ekki möguleiki að héraðsdómur geti hafa rannsakað þett amál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að þá hafi verið óskað eftir nýjum úrskurði og það hafi einungis tekið tvo til þrjá tíma að fá hann frá héraðsdómi og var síðari úrskurðurinn mun þéttari en auk þess búið að bæta við sjö fyrirtækjum til viðbótar. „Og ég sagði: Það er ekki möguleiki að héraðsdómur hafi getað rannsakað þetta mál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að um sé að ræða fyrirtæki sem Samherji átti ekkert í, sem virtust hafa af tilviljun komið inn á listann. „Sum átti Samherji í en það sem að upp úr stendur er það að hér er verið að fara í mjög alvarlega aðgerð gegn mjög stóru fyrirtæki og það verður að vanda í öllum tilvikum til svona undirbúnings og það virðist, ég leyfi mér að efast að það sé hægt að rannasaka þetta með þessum hætti enda kom það á daginn að sum af þessum fyrirtækjum eru í engum tengslum við Samherja einu sinni," segir Helgi. Þá segir hann að eðlilegra hefði verið að óska eftir afriti af öllum sölugögnum til að varna því raski og tjóni sem þessi aðgerð er búin að valda fyrirtækinu. Hann segir það einnig vekja athygli að heimildin nái til rannsóknar á broti gegn gjaldeyrislögum en hins vegar séu engin takmörk á því hvaða gögn eru haldlögð í málinu. Sum gögn sem haldlögð voru í gær tengist þannig á engan hátt sölustarfsemi og hann skilji ekki hvers vegna þau voru tekin til rannsóknar. Helgi segir að þessi atriði verði öll borin undir dómstóla. „Og ég vona að þetta sé ekki sá veruleiki sem við búum við hér," segir Helgi. Fréttastofa reyndi að fá frekari upplýsingar um húsleitina hjá Seðlabankanum í dag. Því var hins vegar neitað og fengust þau svör að rannsókn málsins væri nú hafin og bankinn muni ekki tjá sig frekar opinberlega um málið að svo stöddu. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Lögmaður Samherja ætlar að láta reyna á lögmæti húsleita í fyrirtækinu í gær fyrir dómstólum. Hann segir húsleitarheimildir hafa verið óskýrar og ná fyrir fyrirtæki sem tengjast Samherja að engu leyti. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi umfangsmiklar húsleitir á skrifstofum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Húsleitirnar komu forstöðumönnum Samherja á óvart og segir lögmaður fyrirtækisins að starfsmenn hafi lesið um þær á netinu áður en fulltrúar seðlabankans komu á staðinn. „Það sem er alvarlegra er að þegar byrjað var á aðgerðinni þá voru seðlabankamenn með úrskurð hér sem var mjög víður og það var í raun ekki hægt að vinna eftir honum og við gagnrýndum það og sögðum það er ekki hægt að afhenda ykkur öll þessi gögn þetta er ekki nógu vel skilgreint og þá var bara óskað eftir því að fá nýjan úrskurð frá héraðsdómi og það tók innan við þrjá tíma, tvo til þrjá tíma. Þá voru þeir komnir með nýjan úrskurð mun fyllri og þéttari og búnir að bæta sjö fyrirtækjum inn á listann sem átti að haldleggja hjá og ég sagði það er ekki möguleiki að héraðsdómur geti hafa rannsakað þett amál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að þá hafi verið óskað eftir nýjum úrskurði og það hafi einungis tekið tvo til þrjá tíma að fá hann frá héraðsdómi og var síðari úrskurðurinn mun þéttari en auk þess búið að bæta við sjö fyrirtækjum til viðbótar. „Og ég sagði: Það er ekki möguleiki að héraðsdómur hafi getað rannsakað þetta mál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að um sé að ræða fyrirtæki sem Samherji átti ekkert í, sem virtust hafa af tilviljun komið inn á listann. „Sum átti Samherji í en það sem að upp úr stendur er það að hér er verið að fara í mjög alvarlega aðgerð gegn mjög stóru fyrirtæki og það verður að vanda í öllum tilvikum til svona undirbúnings og það virðist, ég leyfi mér að efast að það sé hægt að rannasaka þetta með þessum hætti enda kom það á daginn að sum af þessum fyrirtækjum eru í engum tengslum við Samherja einu sinni," segir Helgi. Þá segir hann að eðlilegra hefði verið að óska eftir afriti af öllum sölugögnum til að varna því raski og tjóni sem þessi aðgerð er búin að valda fyrirtækinu. Hann segir það einnig vekja athygli að heimildin nái til rannsóknar á broti gegn gjaldeyrislögum en hins vegar séu engin takmörk á því hvaða gögn eru haldlögð í málinu. Sum gögn sem haldlögð voru í gær tengist þannig á engan hátt sölustarfsemi og hann skilji ekki hvers vegna þau voru tekin til rannsóknar. Helgi segir að þessi atriði verði öll borin undir dómstóla. „Og ég vona að þetta sé ekki sá veruleiki sem við búum við hér," segir Helgi. Fréttastofa reyndi að fá frekari upplýsingar um húsleitina hjá Seðlabankanum í dag. Því var hins vegar neitað og fengust þau svör að rannsókn málsins væri nú hafin og bankinn muni ekki tjá sig frekar opinberlega um málið að svo stöddu.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira