Fyrrverandi bankastjóri telur sig eiga inni yfir 100 milljónir Magnús Halldórsson skrifar 26. mars 2012 20:00 Ragnar Önundarson var eitt sinn bankastjóri Íslandsbanka. Ragnar Önundarson telur sig eiga inni yfir 100 milljónir króna hjá Eftirlaunasjóði starfsmanna Glitnis, en skuldbindingar sjóðsins voru færðar til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda eftir hrun bankans. Málið er að öllum líkindum á leið fyrir dómstóla. Með bréfi 27. janúar 2009 tilkynnti Fjármálaeftirlitið um að Eftirlaunasjóður starfsmanna Glitnis uppfyllti ekki skilyrði laga til að hafa starfsleyfi sem lífeyrissjóður. Annars vegar var það vegna þess að fjöldi greiðenda í sjóðinn var ekki nægilegur og hins vegar þar sem bakábyrgð Glitnis á sjóðnum féll niður við fall bankans. Af þessum ástæðum fól FME stjórn sjóðsins að koma honum í skjól, og var hann í framhaldi færður til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. Sjóðfélagar fengu bréf 27. september 2010 þar sem þeim var tilkynnt um að sameiningin við söfnunarsjóðinn væri um garð gengin, en tekið var fram sérstaklega að vegna framkominnar kröfu eins sjóðfélaga um aukin lífeyrisréttindi, og til að mæta ófyrirséðum leiðréttingum, þótti rétt að leggja 150 milljónir til hliðar í varasjóð. Eignir sjóðsins voru um 600 milljónum umfram skuldbindingar miðað við stöðuna í lok árs 2009. Þessi krafa er frá Ragnari Önundarsyni, fyrrum bankastjóra Íslandsbanka og ráðgjafa. Ragnar vildi ekki koma fram í viðtali vegna þessa, en staðfesti að hann teldi sig eiga frekari réttindi hjá Eftirlaunasjóðnum. Það byggir hann á ráðgjöf frá tryggingastærðfræðingum og endurskoðanda, en þessi krafa hefur ekki verið samþykkt og hefur henni m.a. verið vísað frá gerðardómi á fyrri stigum. Tekið er sérstaklega fram í bréfinu til sjóðfélaga að ef yrði afgangur í varasjóðnum, eftir uppgjör vegna útistandandi mála verður honum útdeilt á séreignareikning sjóðfélaga Eftirlaunasjóðsins. Áunnin réttindi sjóðfélaga skerðast hins vegar ekki, jafnvel þó málin fari svo að lokum að Ragnar fái sitt fram. Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ragnar Önundarson telur sig eiga inni yfir 100 milljónir króna hjá Eftirlaunasjóði starfsmanna Glitnis, en skuldbindingar sjóðsins voru færðar til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda eftir hrun bankans. Málið er að öllum líkindum á leið fyrir dómstóla. Með bréfi 27. janúar 2009 tilkynnti Fjármálaeftirlitið um að Eftirlaunasjóður starfsmanna Glitnis uppfyllti ekki skilyrði laga til að hafa starfsleyfi sem lífeyrissjóður. Annars vegar var það vegna þess að fjöldi greiðenda í sjóðinn var ekki nægilegur og hins vegar þar sem bakábyrgð Glitnis á sjóðnum féll niður við fall bankans. Af þessum ástæðum fól FME stjórn sjóðsins að koma honum í skjól, og var hann í framhaldi færður til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. Sjóðfélagar fengu bréf 27. september 2010 þar sem þeim var tilkynnt um að sameiningin við söfnunarsjóðinn væri um garð gengin, en tekið var fram sérstaklega að vegna framkominnar kröfu eins sjóðfélaga um aukin lífeyrisréttindi, og til að mæta ófyrirséðum leiðréttingum, þótti rétt að leggja 150 milljónir til hliðar í varasjóð. Eignir sjóðsins voru um 600 milljónum umfram skuldbindingar miðað við stöðuna í lok árs 2009. Þessi krafa er frá Ragnari Önundarsyni, fyrrum bankastjóra Íslandsbanka og ráðgjafa. Ragnar vildi ekki koma fram í viðtali vegna þessa, en staðfesti að hann teldi sig eiga frekari réttindi hjá Eftirlaunasjóðnum. Það byggir hann á ráðgjöf frá tryggingastærðfræðingum og endurskoðanda, en þessi krafa hefur ekki verið samþykkt og hefur henni m.a. verið vísað frá gerðardómi á fyrri stigum. Tekið er sérstaklega fram í bréfinu til sjóðfélaga að ef yrði afgangur í varasjóðnum, eftir uppgjör vegna útistandandi mála verður honum útdeilt á séreignareikning sjóðfélaga Eftirlaunasjóðsins. Áunnin réttindi sjóðfélaga skerðast hins vegar ekki, jafnvel þó málin fari svo að lokum að Ragnar fái sitt fram.
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira