Lífið

Gulla arkítekt hannar sviðsmynd RFF

Gulla Jónsdóttir arkítekt í L.A. hannar sviðsmynd Reykjavik Fashion Festival
Gulla Jónsdóttir arkítekt í L.A. hannar sviðsmynd Reykjavik Fashion Festival
Reykjavik Fashion Festival, RFF, verður haldin hátíðleg næstu helgi. Þar munu ellefu íslenskir hönnuðir sýna næstkomandi haust- og vetrarlínur sínar í Hörpu. Fjöldi manns kemur að framkvæmd slíkrar hátíðar og er listamennina marga að finna jafnt á sýningarpöllunum, sem og á bak við tjöldin.

Mikið er lagt í sviðsmynd þessa árs, en hún er hönnuð af hinum færa og verðlaunaða arkítekt Gullu Jónsdóttur, sem getið hefur sér gott orð fyrir hönnun sína á hótelum, veitingastöðum, næturklúbbum og heilsulindum víðsvegar um heiminn. Sviðsmyndin er einskonar skúlptúr risastórra fleka sem gerðir eru úr íslenskri ull frá Ístex.

Gulla er staðsett í Los Angeles, en kemur hingað til lands sérstaklega fyrir hátiðina. Sviðsmyndina vinnur hún í samstarfi við Sæbjörgu Guðjónsdóttur innanhússhönnuð, en Sirrý Sæmundsdóttir iðnhönnuður verkstýrir átta manns sem nú vinna dag hvern úr þeim tæplega tveimur kílómetrum af Bulky lopa sem fara í verkið.

Sjá meira RFF.is.
RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×