Heildarhagnaður Icelandic Group 10,3 milljarðar króna 26. mars 2012 16:51 Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group. Heildarhagnaður Icelandic Group á árinu 2011 nam rúmum 61,9 milljónum evra eða sem nemur um 10,3 milljörðum króna á núverandi gengi. Í tilkynningu frá félaginu segir að heildartekjur af áframhaldandi starfsemi hafi numið tæpum 525 milljónum evra eða 87,6 milljörðum króna. „Eigið fé félagsins var 178 milljónir evra, eða 29,7 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið um áramót var 48%. Sjóðsstaða félagsins er sterk en fyrirtækið á 109,3 milljónir evra í reiðufé og 38,5 milljónir evra á bundum innstæðum, alls 147,8 milljónir evra eða 24,7 milljarða króna. Heildarhagnaður félagsins skýrist fyrst og fremst af sölu eigna." Þá segir að á árinu 2011 hafi verksmiðjur Icelandic Group í Frakklandi og Þýskalandi verið seldar auk verksmiðjustarfsemi félagsins í Bandaríkjunum og tengdrar framleiðslustarfsemi í Kína. „Eftir eignasölu rekur félagið viðamikla verksmiðjustarfsemi í Bretlandi sem að mestu framleiðir fyrir neytendamarkað, framleiðslu- og þjónustustarfsemi á Íslandi auk sölu- og markaðsskrifstofa í Bretlandi, Noregi, Spáni og Japan. EBITDA framlegðin var 2,2 milljarðar króna á árinu samanborið við 2,6 milljarða af sambærilegri starfsemi árið áður. Alls starfa um 1.600 starfsmenn hjá fyrirtækinu eftir breytingar. Icelandic Group er í eigu Framtakssjóðs Íslands." Ársreikningur fyrir árið 2011 sýnir afkomu af áframhaldandi starfsemi félagsins auk afkomu af rekstri seldra eininga fram að söludegi. Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group segir ljóst að staða fyrirtækisins hafi gjörbreyst á árinu. „Sala á hluta af starfsemi félagsins tókst mjög vel og fjárhagsstaða félagsins er nú afar sterk en félagið var mjögskuldsett fyrir þessar sölur. Einnig hefur mikil vinna verið lögð í að efla þann rekstur sem tilheyrir áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins og auka rekstrarhagnað. Icelandic Group hefur sterka stöðu á mörkuðum, á þekkt og öflug vörumerki og mikil þekking er innan fyrirtækisins á allri virðiskeðju sjávarútvegs. Það eru því allar forsendur til að vera bjartsýn á framtíð félagsins." Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group segir að eftir viðamiklar breytingar á seinasta ári sé fjárhagsstaða fyrirtækisins sterk. „Í stað þeirrar áherslu sem verið hefur á vöxt leggjum við nú áherslu á arðsemi í starfsemi félagsins. Verkefnið framundan er að auka framlegðina af rekstrinum enn frekar. Það eru spennandi en jafnframt krefjandi tímar í sjávarútvegi, við framleiðslu og markaðssetningu á sjávarafurðum. Icelandic Group gegnir þar mikilvægu hlutverki." Á aðalfundi félagsins sem haldinn var mánudaginn 26. mars var kosin ný stjórn félagsins. Stjórnina skipa: Herdís Dröfn Fjeldsted formaður Árni Geir Pálsson Ingunn B. Vilhjálmsdóttir Jón Þorgeir Einarsson Magnús Bjarnason Til vara: Egill Tryggvason Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Heildarhagnaður Icelandic Group á árinu 2011 nam rúmum 61,9 milljónum evra eða sem nemur um 10,3 milljörðum króna á núverandi gengi. Í tilkynningu frá félaginu segir að heildartekjur af áframhaldandi starfsemi hafi numið tæpum 525 milljónum evra eða 87,6 milljörðum króna. „Eigið fé félagsins var 178 milljónir evra, eða 29,7 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið um áramót var 48%. Sjóðsstaða félagsins er sterk en fyrirtækið á 109,3 milljónir evra í reiðufé og 38,5 milljónir evra á bundum innstæðum, alls 147,8 milljónir evra eða 24,7 milljarða króna. Heildarhagnaður félagsins skýrist fyrst og fremst af sölu eigna." Þá segir að á árinu 2011 hafi verksmiðjur Icelandic Group í Frakklandi og Þýskalandi verið seldar auk verksmiðjustarfsemi félagsins í Bandaríkjunum og tengdrar framleiðslustarfsemi í Kína. „Eftir eignasölu rekur félagið viðamikla verksmiðjustarfsemi í Bretlandi sem að mestu framleiðir fyrir neytendamarkað, framleiðslu- og þjónustustarfsemi á Íslandi auk sölu- og markaðsskrifstofa í Bretlandi, Noregi, Spáni og Japan. EBITDA framlegðin var 2,2 milljarðar króna á árinu samanborið við 2,6 milljarða af sambærilegri starfsemi árið áður. Alls starfa um 1.600 starfsmenn hjá fyrirtækinu eftir breytingar. Icelandic Group er í eigu Framtakssjóðs Íslands." Ársreikningur fyrir árið 2011 sýnir afkomu af áframhaldandi starfsemi félagsins auk afkomu af rekstri seldra eininga fram að söludegi. Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group segir ljóst að staða fyrirtækisins hafi gjörbreyst á árinu. „Sala á hluta af starfsemi félagsins tókst mjög vel og fjárhagsstaða félagsins er nú afar sterk en félagið var mjögskuldsett fyrir þessar sölur. Einnig hefur mikil vinna verið lögð í að efla þann rekstur sem tilheyrir áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins og auka rekstrarhagnað. Icelandic Group hefur sterka stöðu á mörkuðum, á þekkt og öflug vörumerki og mikil þekking er innan fyrirtækisins á allri virðiskeðju sjávarútvegs. Það eru því allar forsendur til að vera bjartsýn á framtíð félagsins." Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group segir að eftir viðamiklar breytingar á seinasta ári sé fjárhagsstaða fyrirtækisins sterk. „Í stað þeirrar áherslu sem verið hefur á vöxt leggjum við nú áherslu á arðsemi í starfsemi félagsins. Verkefnið framundan er að auka framlegðina af rekstrinum enn frekar. Það eru spennandi en jafnframt krefjandi tímar í sjávarútvegi, við framleiðslu og markaðssetningu á sjávarafurðum. Icelandic Group gegnir þar mikilvægu hlutverki." Á aðalfundi félagsins sem haldinn var mánudaginn 26. mars var kosin ný stjórn félagsins. Stjórnina skipa: Herdís Dröfn Fjeldsted formaður Árni Geir Pálsson Ingunn B. Vilhjálmsdóttir Jón Þorgeir Einarsson Magnús Bjarnason Til vara: Egill Tryggvason
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira