Frægir yfirgefa Twitter eftir illviljuð skilaboð 26. mars 2012 12:36 Þekktir einstaklingar eru nú í miklu mæli að yfirgefa samskiptasíðuna Twitter eftir að hafa fengið illviljuð skilaboð á síðunni. Þessi mikla aukning hefur vakið athygli enda eru vinsældir síðunnar að mörgu leyti byggðar á stórstjörnum sem notast við hana. Þá voru þau Barack Obama og Oprah Winfrey á meðal fyrstu frægu notenda Twitter. Í síðustu viku tilkynnti breski leikarinn Matt Lucas að hann myndi yfirgefa síðuna eftir að notandi sendi honum niðrandi skilaboð um fyrrverandi unnusta hans, Kevin McGee, sem svipti sig lífi árið 2009. Lucas er þekktastur fyrir sjónvarpsþáttinn Little Britain. Þá hefur bandaríski leikarinn Ashton Kutcher neyðst til að yfirgefa síðuna eftir að hann flæktist inn í hneykslismál bandaríska þjálfarans Joe Paterno. Kutcher fékk fjölmörg skilaboð á Twitter eftir að hann lýsti yfir stuðningi við Paterno. Samskiptasíðan var stofnuð af Jack Dorsey, Biz Stone og Evan Williams árið 2006. Síðan þá hafa vinsældir síðunnar aukist gríðarlega og eru í dag rúmlega 500 milljón notendur skráðir á síðuna. Um milljarður skilaboða eru send í hverri viku. Síðan ritskoðar ekki skilaboðin en notendur geta þó tilkynnt um niðrandi eða óviðeigandi skilaboð. Síðan hefur margoft verið gagnrýnd fyrir að fylgjast ekki með skilaboðum notenda sinna. Hér fyrir ofan má sjá brot úr sjónvarpsþættinum Jimmy Kimmel Live! en þar komu nokkrar stórstjörnur saman og lásu upp niðrandi skilaboð sem þeim hefur borist á Twitter. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þekktir einstaklingar eru nú í miklu mæli að yfirgefa samskiptasíðuna Twitter eftir að hafa fengið illviljuð skilaboð á síðunni. Þessi mikla aukning hefur vakið athygli enda eru vinsældir síðunnar að mörgu leyti byggðar á stórstjörnum sem notast við hana. Þá voru þau Barack Obama og Oprah Winfrey á meðal fyrstu frægu notenda Twitter. Í síðustu viku tilkynnti breski leikarinn Matt Lucas að hann myndi yfirgefa síðuna eftir að notandi sendi honum niðrandi skilaboð um fyrrverandi unnusta hans, Kevin McGee, sem svipti sig lífi árið 2009. Lucas er þekktastur fyrir sjónvarpsþáttinn Little Britain. Þá hefur bandaríski leikarinn Ashton Kutcher neyðst til að yfirgefa síðuna eftir að hann flæktist inn í hneykslismál bandaríska þjálfarans Joe Paterno. Kutcher fékk fjölmörg skilaboð á Twitter eftir að hann lýsti yfir stuðningi við Paterno. Samskiptasíðan var stofnuð af Jack Dorsey, Biz Stone og Evan Williams árið 2006. Síðan þá hafa vinsældir síðunnar aukist gríðarlega og eru í dag rúmlega 500 milljón notendur skráðir á síðuna. Um milljarður skilaboða eru send í hverri viku. Síðan ritskoðar ekki skilaboðin en notendur geta þó tilkynnt um niðrandi eða óviðeigandi skilaboð. Síðan hefur margoft verið gagnrýnd fyrir að fylgjast ekki með skilaboðum notenda sinna. Hér fyrir ofan má sjá brot úr sjónvarpsþættinum Jimmy Kimmel Live! en þar komu nokkrar stórstjörnur saman og lásu upp niðrandi skilaboð sem þeim hefur borist á Twitter.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent