Rauð spjöld og markaveisla í sigri Rangers á Celtic Stefán Hirst Friðriksson skrifar 25. mars 2012 14:18 Nígeríumaðurinn, Sone Aluko fagnar marki sínu í dag. nordic photos/ getty images Rangers vann í dag 3-2 sigur á erkifjendum sínum Celtic í skosku deildinni á Ibrox, heimavelli Rangers. Leikurinn var eins og oft áður virkilega fjörugur, hart barist og fengu þrjú rauð spjöld að líta dagsins ljós. Rígur liðanna er gríðarlegur og var leikurinn sérstaklega þýðingarmikill í ljósi þess að Celtic hefðu getað tryggt sér titillinn með sigri í leiknum. Rangers fékk óskabyrjun strax á elleftu mínútu þegar Sone Aluko kom sínum mönnum yfir. Ekki vænkaðist hagur Celtic þegar varnarmaðurinn Du Ri Cha fékk að líta rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleikinn. Victor Wanyama, leikmaður Celtic fékk að líta rauða spjaldið á 57. mínútu og voru því Celtic orðnir níu á móti ellefu leikmönnum Rangers. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir Celtic og nýttu Rangers sér liðsmuninn og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Fyrst var það Andrew Little á 72. mínútu og bætti svo Lee Wallace við marki fimm mínútum síðar. Lokamínúturnar voru fjörlegar og fékk Carlos Bocanegra, leikmaður Rangers að líta rauða spjaldið fyrir brot innan vítateigs á 89 mínútu. Scott Brown, fyrirliði Celtic skoraði úr vítaspyrnunni. Celtic tókst að minnka muninn í eitt mark aðeins mínútu síðar en þar var að verki Thomas Rogne. Lengra komust Celtic menn ekki og 3-2 sigur Rangers því staðreynd. Nokkuð ljóst er að Celtic mun hampa titlinum í lok tímabils enda munurinn á liðunum heil átján stig þegar sjö umferðir eru eftir. Sigurinn var þó gríðarlega kærkominn fyrir lið Rangers enda liðið búið að vera í mikilli upplausn að undanförnu vegna fjárhagsvandræða. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Rangers vann í dag 3-2 sigur á erkifjendum sínum Celtic í skosku deildinni á Ibrox, heimavelli Rangers. Leikurinn var eins og oft áður virkilega fjörugur, hart barist og fengu þrjú rauð spjöld að líta dagsins ljós. Rígur liðanna er gríðarlegur og var leikurinn sérstaklega þýðingarmikill í ljósi þess að Celtic hefðu getað tryggt sér titillinn með sigri í leiknum. Rangers fékk óskabyrjun strax á elleftu mínútu þegar Sone Aluko kom sínum mönnum yfir. Ekki vænkaðist hagur Celtic þegar varnarmaðurinn Du Ri Cha fékk að líta rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleikinn. Victor Wanyama, leikmaður Celtic fékk að líta rauða spjaldið á 57. mínútu og voru því Celtic orðnir níu á móti ellefu leikmönnum Rangers. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir Celtic og nýttu Rangers sér liðsmuninn og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Fyrst var það Andrew Little á 72. mínútu og bætti svo Lee Wallace við marki fimm mínútum síðar. Lokamínúturnar voru fjörlegar og fékk Carlos Bocanegra, leikmaður Rangers að líta rauða spjaldið fyrir brot innan vítateigs á 89 mínútu. Scott Brown, fyrirliði Celtic skoraði úr vítaspyrnunni. Celtic tókst að minnka muninn í eitt mark aðeins mínútu síðar en þar var að verki Thomas Rogne. Lengra komust Celtic menn ekki og 3-2 sigur Rangers því staðreynd. Nokkuð ljóst er að Celtic mun hampa titlinum í lok tímabils enda munurinn á liðunum heil átján stig þegar sjö umferðir eru eftir. Sigurinn var þó gríðarlega kærkominn fyrir lið Rangers enda liðið búið að vera í mikilli upplausn að undanförnu vegna fjárhagsvandræða.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira