Pepe fékk tveggja leikja bann | Ramos slapp með skrekkinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2012 13:15 Ramos var allt annað en sáttur við brottvísun sína gegn Villareal. Nordic Photos / Getty Images Spænska knattspyrnusambandið hafði í nógu að snúast í gær þegar agabrot leikmanna og forsvarsmanna Real Madrid í jafnteflinu gegn Villareal í vikunni voru til umræðu. Madridingar misstu stjórn á skapi sínu eftir að Villareal jafnaði metin í 1-1 þegar skammt var til leiksloka. Alls fengu þrír leikmenn reisupassann auk Jose Mourinho, knattspyrnustjóra liðsins. Fyrr í leiknum var þrekþjálfarinn Rui Faria sendur upp í stúku fyrir mótmæli. Portúgalska varnartröllið Pepe fékk tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli sín um dómara leiksins. Hann verður því fjarri góðu gamni í viðureign Real Madrid gegn Real Sociedad í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pepe verður á í messunni. Fyrr í vetur traðkaði hann á hönd Lionel Messi svo eitt dæmi af alltof mörgum sé tekið. Mesut Özil fékk eins leiks bann en hann var sendur í sturtu eftir ljótt orðbragð í garð dómarans. Özil mótmælti brottvísun kollega síns Sergio Ramos harðlega, alltof harðlega að mati dómara leiksins. Ramos, sem fékk sitt annað gula spjald fyrir brot skömmu eftir jöfnunarmark Villareal, slapp hins vegar með skrekkinn. Spænska sambandið afturkallaði fyrra gula spjald hans í leiknum og verður hann því með í kvöld ólíkt Özil. Þá verða Mourinho og Faria, einnig uppi í stúku í kvöld. Mourinho fékk eins leiks bann fyrir sína brottvísun gegn Villareal. Faria fékk hins vegar tveggja leikja bann. Madridingar voru allt annað en sáttir með dómgæsluna í leiknum og blésu af vikulegan blaðamannafund sem fara átti fram í gær. Liðið hefur sex stiga forskot á toppi deildarinnar en eiga meðal annars eftir að sækja Barcelona heim á Nou Camp. Leikur Real Madrid og Real Sociedad hefst klukkan 19 í kvöld. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og einnig verður fylgst með gangi mála hér á Vísi. Spænski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik. 21. mars 2012 15:49 Mourinho blótaði framan í spænsku þjóðina Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er í vandræðum eftir leik Real Madrid í gærkvöldi en lærisveinar hans gerðu þá 1-1 jafntefli við Villarreal og töpuðu þá dýrmætum stigum í titilbaráttunni við Barcelona. Mourinho var einn af þremur Real-mönnum sem fengu að líta rauða spjaldið en það er þó ekki rauða spjaldið sem fór mest fyrir brjóstið á spænsku þjóðinni. 22. mars 2012 16:00 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum Sjá meira
Spænska knattspyrnusambandið hafði í nógu að snúast í gær þegar agabrot leikmanna og forsvarsmanna Real Madrid í jafnteflinu gegn Villareal í vikunni voru til umræðu. Madridingar misstu stjórn á skapi sínu eftir að Villareal jafnaði metin í 1-1 þegar skammt var til leiksloka. Alls fengu þrír leikmenn reisupassann auk Jose Mourinho, knattspyrnustjóra liðsins. Fyrr í leiknum var þrekþjálfarinn Rui Faria sendur upp í stúku fyrir mótmæli. Portúgalska varnartröllið Pepe fékk tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli sín um dómara leiksins. Hann verður því fjarri góðu gamni í viðureign Real Madrid gegn Real Sociedad í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pepe verður á í messunni. Fyrr í vetur traðkaði hann á hönd Lionel Messi svo eitt dæmi af alltof mörgum sé tekið. Mesut Özil fékk eins leiks bann en hann var sendur í sturtu eftir ljótt orðbragð í garð dómarans. Özil mótmælti brottvísun kollega síns Sergio Ramos harðlega, alltof harðlega að mati dómara leiksins. Ramos, sem fékk sitt annað gula spjald fyrir brot skömmu eftir jöfnunarmark Villareal, slapp hins vegar með skrekkinn. Spænska sambandið afturkallaði fyrra gula spjald hans í leiknum og verður hann því með í kvöld ólíkt Özil. Þá verða Mourinho og Faria, einnig uppi í stúku í kvöld. Mourinho fékk eins leiks bann fyrir sína brottvísun gegn Villareal. Faria fékk hins vegar tveggja leikja bann. Madridingar voru allt annað en sáttir með dómgæsluna í leiknum og blésu af vikulegan blaðamannafund sem fara átti fram í gær. Liðið hefur sex stiga forskot á toppi deildarinnar en eiga meðal annars eftir að sækja Barcelona heim á Nou Camp. Leikur Real Madrid og Real Sociedad hefst klukkan 19 í kvöld. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og einnig verður fylgst með gangi mála hér á Vísi.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik. 21. mars 2012 15:49 Mourinho blótaði framan í spænsku þjóðina Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er í vandræðum eftir leik Real Madrid í gærkvöldi en lærisveinar hans gerðu þá 1-1 jafntefli við Villarreal og töpuðu þá dýrmætum stigum í titilbaráttunni við Barcelona. Mourinho var einn af þremur Real-mönnum sem fengu að líta rauða spjaldið en það er þó ekki rauða spjaldið sem fór mest fyrir brjóstið á spænsku þjóðinni. 22. mars 2012 16:00 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum Sjá meira
Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik. 21. mars 2012 15:49
Mourinho blótaði framan í spænsku þjóðina Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er í vandræðum eftir leik Real Madrid í gærkvöldi en lærisveinar hans gerðu þá 1-1 jafntefli við Villarreal og töpuðu þá dýrmætum stigum í titilbaráttunni við Barcelona. Mourinho var einn af þremur Real-mönnum sem fengu að líta rauða spjaldið en það er þó ekki rauða spjaldið sem fór mest fyrir brjóstið á spænsku þjóðinni. 22. mars 2012 16:00
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn