Góð afkoma hjá Valitor - helmingur tekna frá útlöndum 23. mars 2012 15:45 Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor. Afkoma Valitor á árinu 2011 var jákvæð um 1.224 milljónir króna eftir skatta samanborið við 1.044 milljónir á árinu 2010. Í tilkynningu segir að arðsemi eigin fjár hafi verið 18% á árinu og eiginfjárhlutfall samkvæmt Basel II um 32% í árslok. Rekstrartekjur félagsins námu 9.480 milljónum króna og lækkuðu um rúmlega einn milljarð eða um 10% frá fyrra ári. Rekstrargjöld voru á sama tíma 7.831 milljón króna og lækkuðu um 900 milljónir milli ára. Rekstrarhagnaður ársins 2011 nam því 1.649 milljónum en var um 1.812 milljónir árið 2010.Helmingur tekna frá útlöndum „Valitor hefur undanfarin ár byggt upp viðskipti erlendis með því að sjá kaupmönnum fyrir færsluhirðingu í netviðskiptum. Umsvifin hafa vaxið hratt og nema tekjur af þessari starfsemi orðið um helmingi af heildartekjum félagsins. Á árinu 2011 hóf Valitor útgáfu á forgreiddum („prepaid") kortum á fyrirtækjamarkaði í Bretlandi í samstarfi við þarlenda aðila og lofar sú starfsemi góðu," segir einnig. Ný stjórn Valitor var kjörin á aðalfundi félagsins í gær. Í aðalstjórn voru kjörin Björk Þórarinsdóttir, stjórnarformaður, Anna Rún Ingvarsdóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, Arnar Ragnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor segir að þar á bæ séu menn mjög sáttir við niðurstöðutölur síðasta árs. „Reksturinn gekk samkvæmt áætlunum og fjárhagsstaðan er traust. Það sem helst einkenndi rekstrarárið 2011 var kraftmikil vöruþróun og nýsköpun ásamt frekari styrkingu á innviðum félagsins. Aðhalds var gætt í almennum rekstri en þróunarkostnaður félagsins hefur farið vaxandi samfara kröftugu vöruþróunarstarfi sem hefur m.a. kallað á fjölgun stöðugilda. Áfram var sótt fram á mörkuðum erlendis og það er trú okkar að vöruþróun ásamt eflingu markaðsstarfs ytra myndi sterkan grunn að framtíðartekjumyndun félagsins. Um helmingur af þjónustutekjum Valitor kemur nú þegar af viðskiptum við erlenda viðskiptamenn." Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Afkoma Valitor á árinu 2011 var jákvæð um 1.224 milljónir króna eftir skatta samanborið við 1.044 milljónir á árinu 2010. Í tilkynningu segir að arðsemi eigin fjár hafi verið 18% á árinu og eiginfjárhlutfall samkvæmt Basel II um 32% í árslok. Rekstrartekjur félagsins námu 9.480 milljónum króna og lækkuðu um rúmlega einn milljarð eða um 10% frá fyrra ári. Rekstrargjöld voru á sama tíma 7.831 milljón króna og lækkuðu um 900 milljónir milli ára. Rekstrarhagnaður ársins 2011 nam því 1.649 milljónum en var um 1.812 milljónir árið 2010.Helmingur tekna frá útlöndum „Valitor hefur undanfarin ár byggt upp viðskipti erlendis með því að sjá kaupmönnum fyrir færsluhirðingu í netviðskiptum. Umsvifin hafa vaxið hratt og nema tekjur af þessari starfsemi orðið um helmingi af heildartekjum félagsins. Á árinu 2011 hóf Valitor útgáfu á forgreiddum („prepaid") kortum á fyrirtækjamarkaði í Bretlandi í samstarfi við þarlenda aðila og lofar sú starfsemi góðu," segir einnig. Ný stjórn Valitor var kjörin á aðalfundi félagsins í gær. Í aðalstjórn voru kjörin Björk Þórarinsdóttir, stjórnarformaður, Anna Rún Ingvarsdóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, Arnar Ragnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor segir að þar á bæ séu menn mjög sáttir við niðurstöðutölur síðasta árs. „Reksturinn gekk samkvæmt áætlunum og fjárhagsstaðan er traust. Það sem helst einkenndi rekstrarárið 2011 var kraftmikil vöruþróun og nýsköpun ásamt frekari styrkingu á innviðum félagsins. Aðhalds var gætt í almennum rekstri en þróunarkostnaður félagsins hefur farið vaxandi samfara kröftugu vöruþróunarstarfi sem hefur m.a. kallað á fjölgun stöðugilda. Áfram var sótt fram á mörkuðum erlendis og það er trú okkar að vöruþróun ásamt eflingu markaðsstarfs ytra myndi sterkan grunn að framtíðartekjumyndun félagsins. Um helmingur af þjónustutekjum Valitor kemur nú þegar af viðskiptum við erlenda viðskiptamenn."
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira