Manning ætlar sér strax stóra hluti hjá Broncos 20. mars 2012 23:30 Manning með forseta og varaforseta Denver Broncos. Denver Broncos kynnti leikstjórnandann Peyton Manning formlega til leiks í kvöld. Manning, sem verður 36 ára á árinu, skrifaði undir fimm ára samning við félagið og mun fá litlar 96 milljónir dollara á samningstímanum. "Ég er mjög spenntur fyrir því að hefja næsta kafla í mínu lífi. Þetta félag ætlar sér að vinna. Ekki eftir tvö eða þrjú ár heldur strax. Við munum reyna við titilinn strax á næsta tímabili," sagði Manning á blaðamannafundinum í kvöld. Manning fór víða og skoðaði aðstæður hjá nokkrum liðum áður en hann tók ákvörðun. Læknar liðanna fengu einnig að skoða hann enda hefur Manning farið í þrjár hálsaðgerðir á einu ári. Hann kastaði síðan fyrir liðin og sagðist hafa verið fullkomlega heiðarlegur með hvað hann gæti og hvað hann gæti ekki. "Mér leið strax vel hér hjá Denver. Þetta er rétti staðurinn fyrir mig. Það mun taka tíma að venjast hlutunum og ég þarf að vinna í mínum málum. Þarf að komast í form og verða góður af meiðslunum. Sú vinna hefst strax." John Elway, varaforseti Broncos, sagði ekki ljóst hvort leikstjórnandinn efnilegi, Tim Tebow, færi frá félaginu þar sem Manning er kominn. "Við erum að skoða það mál og höfum ekki rætt við nein lið um að skipta á honum. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna," sagði Elway en hvernig tók Tebow tíðindunum af því að Manning væri að koma? "Tim er ótrúlegur drengur. Ef ég mætti velja mann til þess að giftast dóttur minni þá væri það hann. Tm tók tíðindunum ótrúlega vel. Sagði að þetta væri jú Manning og hann skildi því vel hvað við værum að gera. Hann er ótrúlegur drengur sem sér alltaf það jákvæða í lífinu." Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá blaðamannafundi Manning í kvöld. NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira
Denver Broncos kynnti leikstjórnandann Peyton Manning formlega til leiks í kvöld. Manning, sem verður 36 ára á árinu, skrifaði undir fimm ára samning við félagið og mun fá litlar 96 milljónir dollara á samningstímanum. "Ég er mjög spenntur fyrir því að hefja næsta kafla í mínu lífi. Þetta félag ætlar sér að vinna. Ekki eftir tvö eða þrjú ár heldur strax. Við munum reyna við titilinn strax á næsta tímabili," sagði Manning á blaðamannafundinum í kvöld. Manning fór víða og skoðaði aðstæður hjá nokkrum liðum áður en hann tók ákvörðun. Læknar liðanna fengu einnig að skoða hann enda hefur Manning farið í þrjár hálsaðgerðir á einu ári. Hann kastaði síðan fyrir liðin og sagðist hafa verið fullkomlega heiðarlegur með hvað hann gæti og hvað hann gæti ekki. "Mér leið strax vel hér hjá Denver. Þetta er rétti staðurinn fyrir mig. Það mun taka tíma að venjast hlutunum og ég þarf að vinna í mínum málum. Þarf að komast í form og verða góður af meiðslunum. Sú vinna hefst strax." John Elway, varaforseti Broncos, sagði ekki ljóst hvort leikstjórnandinn efnilegi, Tim Tebow, færi frá félaginu þar sem Manning er kominn. "Við erum að skoða það mál og höfum ekki rætt við nein lið um að skipta á honum. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna," sagði Elway en hvernig tók Tebow tíðindunum af því að Manning væri að koma? "Tim er ótrúlegur drengur. Ef ég mætti velja mann til þess að giftast dóttur minni þá væri það hann. Tm tók tíðindunum ótrúlega vel. Sagði að þetta væri jú Manning og hann skildi því vel hvað við værum að gera. Hann er ótrúlegur drengur sem sér alltaf það jákvæða í lífinu." Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá blaðamannafundi Manning í kvöld.
NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira