Talsmaður Nubo: Ekkert breyst hér á landi 5. apríl 2012 16:16 Halldór Jóhannsson, talsmaður Huang Nubo hér á landi. „Við höfum ekki upplýsingar um að eitthvað hafi breyst," segir Halldór Jónsson, landslagsarkitekt og talsmaður kínverska fjárfestarins Huang Nubo hér á landi. Kínverska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að Nubo hefði náð samkomulagi um risafjárfestingu í suðvesturhluta Kína þar sem stendur til að reisa heilsuþorp líkt því og Nubo vildi reisa á Grímsstöðum á Fjöllum. Um er að ræða risafjárfestingu samkvæmt heimasíðunni, því þar er sagt að Nubo ætli að fjárfesta fyrir 8 milljarða dollara í þorpinu Pu´er í Yunni héraði í Kína. Hann leitar einnig fleiri fjárfesta til þess að koma að verkefninu. Í byrjun febrúar var greint frá því á fréttastofu Stöðvar 2 að Sveitarfélagið Norðurþing íhugaði að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum með láni frá Huang Nubo og leigja honum hana síðan. Aðspurður segir Halldór þessa umræddu fjárfestingu ekki hafa áhrif á þær áætlanir eftir því sem hann best viti. Eins og fram hefur komið liggur fyrir umsókn um fjárfestingasamning frá sveitarfélaginu inni á borði iðnaðarráðuneytis. Umsókn Huang Nubo er dagsett 18. janúar og er um langtímaleigu á hluta Grímsstaða og að íslenskt fyrirtæki í hans eigu fái að reisa og reka þar 100 herbergja lúxushótel. Ennfremur að fá á Reykjavíkursvæði að reisa og reka 300 herbergja 5 stjörnu hótel. „Það er nokkuð ljóst að fyrirtækið hans hefur fengið gríðarlega góða kynningu hér og landi auk þess sem það er öflugt og gott. Svo er þessi markaður á mikilli siglingu," segir Halldór vongóður um að Nubo fái að fjárfesta hér á landi. Og þó Ögmundur Jónasson hafi ekki leyft Nubo að fjárfesta á Grímsstöðum á Fjöllum þá er ljóst að aðrir eru afar jákvæðir í garð Kínverjans. Þannig var honum boðið til Danmörku að skoða fjárfestingatækifæri. Þegar Halldór er spurður hvernig sú ferð hafi farið svarar hann því til að Nubo vilji fyrst fá svör um fjárfestingar hér á landi. Halldór segist ekki vita hvenær von sé á svari, en vonast til þess að það komi á næstu vikum. Tengdar fréttir Huang Nubo reisir heilsuþorp í Kína í stað Íslands Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur gert samkomulag við yfirvöld í suðvesturhluta Kína um uppbyggingu heilsuþorps í anda þess sem hann hugðist reisa á Grímsstöðum á Fjöllum en var neitað af innanríkisráðherra á sínum tíma. 5. apríl 2012 15:06 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
„Við höfum ekki upplýsingar um að eitthvað hafi breyst," segir Halldór Jónsson, landslagsarkitekt og talsmaður kínverska fjárfestarins Huang Nubo hér á landi. Kínverska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að Nubo hefði náð samkomulagi um risafjárfestingu í suðvesturhluta Kína þar sem stendur til að reisa heilsuþorp líkt því og Nubo vildi reisa á Grímsstöðum á Fjöllum. Um er að ræða risafjárfestingu samkvæmt heimasíðunni, því þar er sagt að Nubo ætli að fjárfesta fyrir 8 milljarða dollara í þorpinu Pu´er í Yunni héraði í Kína. Hann leitar einnig fleiri fjárfesta til þess að koma að verkefninu. Í byrjun febrúar var greint frá því á fréttastofu Stöðvar 2 að Sveitarfélagið Norðurþing íhugaði að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum með láni frá Huang Nubo og leigja honum hana síðan. Aðspurður segir Halldór þessa umræddu fjárfestingu ekki hafa áhrif á þær áætlanir eftir því sem hann best viti. Eins og fram hefur komið liggur fyrir umsókn um fjárfestingasamning frá sveitarfélaginu inni á borði iðnaðarráðuneytis. Umsókn Huang Nubo er dagsett 18. janúar og er um langtímaleigu á hluta Grímsstaða og að íslenskt fyrirtæki í hans eigu fái að reisa og reka þar 100 herbergja lúxushótel. Ennfremur að fá á Reykjavíkursvæði að reisa og reka 300 herbergja 5 stjörnu hótel. „Það er nokkuð ljóst að fyrirtækið hans hefur fengið gríðarlega góða kynningu hér og landi auk þess sem það er öflugt og gott. Svo er þessi markaður á mikilli siglingu," segir Halldór vongóður um að Nubo fái að fjárfesta hér á landi. Og þó Ögmundur Jónasson hafi ekki leyft Nubo að fjárfesta á Grímsstöðum á Fjöllum þá er ljóst að aðrir eru afar jákvæðir í garð Kínverjans. Þannig var honum boðið til Danmörku að skoða fjárfestingatækifæri. Þegar Halldór er spurður hvernig sú ferð hafi farið svarar hann því til að Nubo vilji fyrst fá svör um fjárfestingar hér á landi. Halldór segist ekki vita hvenær von sé á svari, en vonast til þess að það komi á næstu vikum.
Tengdar fréttir Huang Nubo reisir heilsuþorp í Kína í stað Íslands Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur gert samkomulag við yfirvöld í suðvesturhluta Kína um uppbyggingu heilsuþorps í anda þess sem hann hugðist reisa á Grímsstöðum á Fjöllum en var neitað af innanríkisráðherra á sínum tíma. 5. apríl 2012 15:06 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Huang Nubo reisir heilsuþorp í Kína í stað Íslands Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur gert samkomulag við yfirvöld í suðvesturhluta Kína um uppbyggingu heilsuþorps í anda þess sem hann hugðist reisa á Grímsstöðum á Fjöllum en var neitað af innanríkisráðherra á sínum tíma. 5. apríl 2012 15:06