Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-73 | Ótrúleg endurkoma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2012 21:05 Leikmenn og stuðningsmenn Njarðvíkur fagna í leikslok. Mynd/ÓskarÓ Njarðvíkingar hafa tekið forystuna í úrslitaeinvíginu í Iceland Express-deild kvenna eftir nauman sigur á Haukum í háspennuleik í Ljónagryfjunni í kvöld. Lele Hardy kom Njarðvík yfir, 74-73, þegar þrettán sekúndur voru eftir en Margrét Rósa Hálfdánardóttir brenndi af þriggja stiga skoti þegar sjö sekúndur voru eftir. Njarðvíkingar náðu frákastinu og komust á vítalínuna þegar ein sekúnda var eftir. Þar nýtti Ólöf Helga Pálsdóttir annað skotið sitt og reyndist það lokastig leiksins. Jence Ann Rhoads reyndi skot frá eigin vallarhelmingi á lokasekúndunni en það geigaði. Haukar byrjuðu þó miklu betur í leiknum og voru með fjórtán stiga forystu þegar lokaleikhlutinn hófst, 60-46. Haukar áttu svör við öllum aðgerðum Njarðvíkinga og fátt sem benti til þess að það myndi breytast í fjórða leikhluta. Shanae Baker-Brice hafði ekki átt sinn besta dag í liði Njarðvíkur fram að fjórða leikhlutanum og nýtt aðeins fjögur af fjórtán skotum sínum í leiknum. En hún, ásamt Lele Hardy, voru gríðarlega öflugar þegar mest á reyndi og skiluðu á endanum flottum tölum í fjórða leikhlutanum - Hardy var með tólf stig og átta fráköst og Baker-Brice með tíu stig og sex fráköst. Njarðvíkingar hófu fjórða leikhlutann á 13-2 spretti og minnkuðu þar með muninn í þrjú stig. Liðin skiptust svo á að leiða út leikinn en svo fór að heimamenn reyndust sterkari á lokasprettinum sem fyrr segir. Salbjörg Sævarsdóttir reyndist einnig dýrmæt í liði Njarðvíkur þegar mest á reyndi en hún skoraði öll sín þrettán stig í seinni hálfleik í kvöld. Kanarnir í Haukum spiluðu einnig mjög vel í leiknum. Rhoads átti þó greinilega lítið eftir á tankinum í fjórða leikhluta en þá skoraði hún aðeins tvö stig. Njarðvík tapaði úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn fyrir Keflavík í fyrra, 3-0, eftir að hafa tapað fyrsta leiknum naumlega. Njarðvíkingar hafa þó nú náð forystunni en Haukar geta jafnað metin í rimmunni á heimavelli sínum í Hafnarfirði þegar liðin mætast aftur klukkan 16.00 á laugardaginn. Þrjá sigra þarf til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.Bjarni: Fleiri plúsar en mínusar Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, sagði að það hefði verið erfitt að sætta sig við tapið í Njarðvík í kvöld. Hann gat þó verið ánægður með margt í frammistöðu sinna manna. „Þetta spilaðist að mörgu leyti vel fyrir okkur þó svo að fjórði leikhluti hafi farið illa," sagði hann. „Þetta var ekki alslæmt. Frákastabaráttan varð okkur að falli en þær komu sér inn í leikinn með því að vera grimmari í fráköstunum. Fyrir vikið fengu þær 20 fleiri skot en við í leiknum og þannig er erfitt að vinna leiki, sérstaklega í úrslitakeppninni." „En heilt yfir voru fleiri plúsar en mínusar. Við þurfum að kippa fráköstunum í lag og þá verðum við í góðum málum. Niðurstaðan er samt hundsvekkjandi því við spiluðum vel í dag. Varnarleikurinn var flottur eins og hann hefur verið í allri úrslitakeppninni." Haukar hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum en Íris Sverrisdóttir og Guðrún Ósk Ámundadóttir slitu báðar krossband í hné fyrir nokkrum dögum. „Þetta hefur orðið til þess að leikmenn hafa þjappað sér betur saman og þær áttu skilið að vinna þennan leik í dag. En að því er ekki spurt í þessari íþrótt. Ég er samt mjög stoltur af mínum leikmönnum."Sverrir Þór: Margt sem hægt er að laga „Það tók okkur 30 mínútur að vakna almennilega til lífsins. Við vorum mjög döpur þar til í fjórða leikhluta," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir nauman sigur sinna manna á Haukum í kvöld. „En við hrukkum svo loksins í gang og sem betur fer dugaði það. En maður vill ekki stóla á svona lagað til að vinna leiki. Maður vill helst vera með strax frá fyrstu mínútu," bætti hann við. Hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir endurkomuna í seinni hálfleik. „Salbjörg átti stórleik og skoraði öll sín þrettán stig í seinni hálfleik. Ingibjörg og liðið allt spilaði svo frábæra vörn í hálfleiknum sem hafði mjög mikið að segja. Lele hafði verið að skora jafnt og þétt en Shanae hafði oft spilað betur. En hún hrökk svo í gang líka." „En við vitum að við vorum ekki að spila vel. Við sýndum karakter og náðum að snúa leiknum okkur í hug. En við þurfum nú að renna yfir allan leikinn í huganum því það er margt sem hægt er að laga fyrir næsta leik."Njarðvík-Haukar 75-73 (15-19, 12-20, 19-21, 29-13)Njarðvík: Lele Hardy 33/18 fráköst, Shanae Baker-Brice 18/11 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 13/6 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 5/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 4, Ína María Einarsdóttir 2, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 0/4 fráköst.Haukar: Tierny Jenkins 30/17 fráköst, Jence Ann Rhoads 22/8 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4, Sara Pálmadóttir 2/3 varin skot. Dominos-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Njarðvíkingar hafa tekið forystuna í úrslitaeinvíginu í Iceland Express-deild kvenna eftir nauman sigur á Haukum í háspennuleik í Ljónagryfjunni í kvöld. Lele Hardy kom Njarðvík yfir, 74-73, þegar þrettán sekúndur voru eftir en Margrét Rósa Hálfdánardóttir brenndi af þriggja stiga skoti þegar sjö sekúndur voru eftir. Njarðvíkingar náðu frákastinu og komust á vítalínuna þegar ein sekúnda var eftir. Þar nýtti Ólöf Helga Pálsdóttir annað skotið sitt og reyndist það lokastig leiksins. Jence Ann Rhoads reyndi skot frá eigin vallarhelmingi á lokasekúndunni en það geigaði. Haukar byrjuðu þó miklu betur í leiknum og voru með fjórtán stiga forystu þegar lokaleikhlutinn hófst, 60-46. Haukar áttu svör við öllum aðgerðum Njarðvíkinga og fátt sem benti til þess að það myndi breytast í fjórða leikhluta. Shanae Baker-Brice hafði ekki átt sinn besta dag í liði Njarðvíkur fram að fjórða leikhlutanum og nýtt aðeins fjögur af fjórtán skotum sínum í leiknum. En hún, ásamt Lele Hardy, voru gríðarlega öflugar þegar mest á reyndi og skiluðu á endanum flottum tölum í fjórða leikhlutanum - Hardy var með tólf stig og átta fráköst og Baker-Brice með tíu stig og sex fráköst. Njarðvíkingar hófu fjórða leikhlutann á 13-2 spretti og minnkuðu þar með muninn í þrjú stig. Liðin skiptust svo á að leiða út leikinn en svo fór að heimamenn reyndust sterkari á lokasprettinum sem fyrr segir. Salbjörg Sævarsdóttir reyndist einnig dýrmæt í liði Njarðvíkur þegar mest á reyndi en hún skoraði öll sín þrettán stig í seinni hálfleik í kvöld. Kanarnir í Haukum spiluðu einnig mjög vel í leiknum. Rhoads átti þó greinilega lítið eftir á tankinum í fjórða leikhluta en þá skoraði hún aðeins tvö stig. Njarðvík tapaði úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn fyrir Keflavík í fyrra, 3-0, eftir að hafa tapað fyrsta leiknum naumlega. Njarðvíkingar hafa þó nú náð forystunni en Haukar geta jafnað metin í rimmunni á heimavelli sínum í Hafnarfirði þegar liðin mætast aftur klukkan 16.00 á laugardaginn. Þrjá sigra þarf til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.Bjarni: Fleiri plúsar en mínusar Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, sagði að það hefði verið erfitt að sætta sig við tapið í Njarðvík í kvöld. Hann gat þó verið ánægður með margt í frammistöðu sinna manna. „Þetta spilaðist að mörgu leyti vel fyrir okkur þó svo að fjórði leikhluti hafi farið illa," sagði hann. „Þetta var ekki alslæmt. Frákastabaráttan varð okkur að falli en þær komu sér inn í leikinn með því að vera grimmari í fráköstunum. Fyrir vikið fengu þær 20 fleiri skot en við í leiknum og þannig er erfitt að vinna leiki, sérstaklega í úrslitakeppninni." „En heilt yfir voru fleiri plúsar en mínusar. Við þurfum að kippa fráköstunum í lag og þá verðum við í góðum málum. Niðurstaðan er samt hundsvekkjandi því við spiluðum vel í dag. Varnarleikurinn var flottur eins og hann hefur verið í allri úrslitakeppninni." Haukar hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum en Íris Sverrisdóttir og Guðrún Ósk Ámundadóttir slitu báðar krossband í hné fyrir nokkrum dögum. „Þetta hefur orðið til þess að leikmenn hafa þjappað sér betur saman og þær áttu skilið að vinna þennan leik í dag. En að því er ekki spurt í þessari íþrótt. Ég er samt mjög stoltur af mínum leikmönnum."Sverrir Þór: Margt sem hægt er að laga „Það tók okkur 30 mínútur að vakna almennilega til lífsins. Við vorum mjög döpur þar til í fjórða leikhluta," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir nauman sigur sinna manna á Haukum í kvöld. „En við hrukkum svo loksins í gang og sem betur fer dugaði það. En maður vill ekki stóla á svona lagað til að vinna leiki. Maður vill helst vera með strax frá fyrstu mínútu," bætti hann við. Hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir endurkomuna í seinni hálfleik. „Salbjörg átti stórleik og skoraði öll sín þrettán stig í seinni hálfleik. Ingibjörg og liðið allt spilaði svo frábæra vörn í hálfleiknum sem hafði mjög mikið að segja. Lele hafði verið að skora jafnt og þétt en Shanae hafði oft spilað betur. En hún hrökk svo í gang líka." „En við vitum að við vorum ekki að spila vel. Við sýndum karakter og náðum að snúa leiknum okkur í hug. En við þurfum nú að renna yfir allan leikinn í huganum því það er margt sem hægt er að laga fyrir næsta leik."Njarðvík-Haukar 75-73 (15-19, 12-20, 19-21, 29-13)Njarðvík: Lele Hardy 33/18 fráköst, Shanae Baker-Brice 18/11 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 13/6 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 5/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 4, Ína María Einarsdóttir 2, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 0/4 fráköst.Haukar: Tierny Jenkins 30/17 fráköst, Jence Ann Rhoads 22/8 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4, Sara Pálmadóttir 2/3 varin skot.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira