Apple og Greenpeace í hár saman 17. apríl 2012 22:00 Tæknirisinn Apple fær falleinkunn í nýlegri skýrslu Greenpeace um orkunotkun stórfyrirtækja. mynd/AP Tæknirisinn Apple fær falleinkunn í nýlegri skýrslu Greenpeace um orkunotkun stórfyrirtækja. Þetta er annað árið í röð sem náttúruverndarsamtökin saka Apple um að nota umhverfisspillandi aðferðir við rekstur netþjónabúa sinna. Í skýrslunni kemur fram að Apple noti enn kolefniseldsneyti í miklu mæli. Þá hafi notkun fyrirtækisins á þessari óvistvænu orku aukist mikið á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er sögð vera ný netþjónabú Apple í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum sem meðal annars sjá um rekstur iCloud og Siri þjónustuforritsins. „Stór tæknifyrirtæki eins og Facebook og Google hafa nú tekið forystu í þessum efnum," sagði Dave Pomerantz, talsmaður Greenpeace. „Á sama tíma dregur Apple úr áherslum sínum á vistæna orkunýtingu." „Það er einfaldlega skammarlegt að fyrirtæki sem stærir sig af því að hugsa út fyrir kassann sé nú að misstíga sig í þessum málum," sagði Pomerantz.Netþjónabú Apple í Norður-Karólínu er eitt það stærsta í heimi.Apple hefur svarað ásökunum Greenpeace fullum hálsi. Fyrirtækið segir að rannsóknarmenn Greenpeace vanmeti vistvæna eiginleika netþjónabúsins í Norður-Karólínu. Talsmenn Greenpeace gefa þó lítið fyrir staðhæfingar Apple. Í svari náttúruverndarsamtakanna kemur fram að netþjónabúið notið allt að 100 megavött af orku og að aðeins 10% komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Apple segir að netþjónabúið noti í raun 20 megavött af orku og að umhverfisvænir orkugjafar sjái því fyrir 60% af heildar orkunýtingu þessu. Náttúruverndarsamtökin segja að staðhæfingar Apple séu uppspuni. Greenpeace hefur áður gagnrýnt tæknirisann fyrir að að nota heilsuspillandi efni í vörum sínum - þar á meðal eldtefjandi efni. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæknirisinn Apple fær falleinkunn í nýlegri skýrslu Greenpeace um orkunotkun stórfyrirtækja. Þetta er annað árið í röð sem náttúruverndarsamtökin saka Apple um að nota umhverfisspillandi aðferðir við rekstur netþjónabúa sinna. Í skýrslunni kemur fram að Apple noti enn kolefniseldsneyti í miklu mæli. Þá hafi notkun fyrirtækisins á þessari óvistvænu orku aukist mikið á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er sögð vera ný netþjónabú Apple í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum sem meðal annars sjá um rekstur iCloud og Siri þjónustuforritsins. „Stór tæknifyrirtæki eins og Facebook og Google hafa nú tekið forystu í þessum efnum," sagði Dave Pomerantz, talsmaður Greenpeace. „Á sama tíma dregur Apple úr áherslum sínum á vistæna orkunýtingu." „Það er einfaldlega skammarlegt að fyrirtæki sem stærir sig af því að hugsa út fyrir kassann sé nú að misstíga sig í þessum málum," sagði Pomerantz.Netþjónabú Apple í Norður-Karólínu er eitt það stærsta í heimi.Apple hefur svarað ásökunum Greenpeace fullum hálsi. Fyrirtækið segir að rannsóknarmenn Greenpeace vanmeti vistvæna eiginleika netþjónabúsins í Norður-Karólínu. Talsmenn Greenpeace gefa þó lítið fyrir staðhæfingar Apple. Í svari náttúruverndarsamtakanna kemur fram að netþjónabúið notið allt að 100 megavött af orku og að aðeins 10% komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Apple segir að netþjónabúið noti í raun 20 megavött af orku og að umhverfisvænir orkugjafar sjái því fyrir 60% af heildar orkunýtingu þessu. Náttúruverndarsamtökin segja að staðhæfingar Apple séu uppspuni. Greenpeace hefur áður gagnrýnt tæknirisann fyrir að að nota heilsuspillandi efni í vörum sínum - þar á meðal eldtefjandi efni.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira