Bandarískir fjölmiðlar greina frá því í dag að yfirmenn NFL-deildarinnar séu að íhuga það alvarlega að leggja stjörnuleik deildarinnar, Pro Bowl, af á næsta ári.
Líkt og í fleiri íþróttum er stjörnuleikur NFL-deildarinnar hálfgerður brandari. Farið var með þann brandara alla leið á þessu ári þegar sérstakar tölvur voru settar á hliðarlínuna svo leikmenn gætu notað Twitter meðan á leiknum stóð.
Síðustu ár hefur leikurinn farið fram viku fyrir Super Bowl sem gerir það að verkum að leikmenn Super Bowl-liðanna geta ekki tekið þátt.
Leikurinn er hættur að skapa almennilegar tekjur og er dýr þar sem spilað er á Hawaii. Hann fær þó enn gott sjónvarpsáhorf þó svo áhorfið hafi fallið um 8,1 prósent á síðasta ári. Leikurinn var samt vinsælasta íþróttaefnið þá helgina.
Stjörnuleikur NFL-deildarinnar hugsanlega lagður af

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti

Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn
