Einar Daði Lárusson úr ÍR náði þriðja sæti á alþjóðlegu tugþrautarmóti á Ítalíu sem lauk nú síðdegis. Hann hlaut alls 7590 stig sem er hans besti árangur í keppni hingað til.
Einar Daði var í sjötta sæti eftir fyrri daginn en náði að bæta sig enn frekar í dag og klífa upp í þriðja sætið. Árangurinn í dag er sá besti sem hann hefur náð á ferlinum.
Dmitriy Karpov frá Kasakstan bar sigur úr býtum með 8172 stig. Ashley Bryant frá Bretlandi varð annar með 7689 stig.
Árangur Einars Daða í einstökum greinum:
100 m hlaup: 11,24 sek (838 stig)
Langstökk: 7,16 m (852)
Kúluvarp: 13,50 m (698)
Hástökk: 1,98 m (785)
400 m hlaup: 49,55 sek (835)
110 m grindahlaup: 14,83 sek (870)
Kringlukast: 38,09 m (626)
Stangarstökk: 4,65 m (804)
Spjótkast: 51,29 m (608)
1500 m hlaup: 4:36,34 (704)
Sport