Mourinho vill fá Zlatan Ibrahimovic til Real Madrid 1. maí 2012 13:00 Jose Mourinho og Zlatan Ibrahimovic þekkjast vel en sænski framherjinn lék undir stjórn Mourinho hjá Inter. Getty Images / Nordic Photos José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, er strax farinn að huga að næsta tímabili en liðið getur tryggt sér meistaratitilinn á Spáni á morgun, miðvikudag. Samkvæmt frétt El Confidencial er Mourhino sagður hafa mikinn áhuga á að fá sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic í lið sitt fyrir næstu leiktíð. Ibrahimovic er samningsbundinn AC Milan en hann lék áður með Barcelona á Spáni. Mourinho á að hafa rætt við Ibrahimovic fyrir um fimm vikum síðan. Í sænska dagblaðinu Aftonbladet er vitnað í samtal þeirra: Skilaboðin voru einföld frá Mourinho. „Ef þú hefur áhuga á að koma til Real Madrid þá skal ég gera allt sem ég get til þess að það gangi upp." Heimildamaður El Confidencial segir að portúgalski þjálfarinn leggi gríðarlega áherslu á að fá Ibrahimovic í liðið. Real Madrid tapaði í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn FC Bayern München frá Þýskalandi en liðið stefnir hraðbyri á að landa spænska meistaratitlinum. Zlatan var inntur eftir þessum fréttum á sunnudag. „Ég hef ekkert hugsað um þetta og ég les yfirleitt ekki það sem er skrifað um mig. Mér líður vel í Mílanó og ég hef lært það að maður á að vera þar sem manni líður vel – þrátt fyrir að það sé freistandi að takast á við nýjar áskoranir," sagði Zlatan við fréttamenn á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum spænska íþróttadagblaðsins Marca hefur Mourinho nú þegar skrifað undir langtíma samning við Real Madrid. Og í þeim samningi er kveðið á um að hann fái meiri völd þegar kemur að leikmannakaupum og sölum hjá félaginu. Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, er strax farinn að huga að næsta tímabili en liðið getur tryggt sér meistaratitilinn á Spáni á morgun, miðvikudag. Samkvæmt frétt El Confidencial er Mourhino sagður hafa mikinn áhuga á að fá sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic í lið sitt fyrir næstu leiktíð. Ibrahimovic er samningsbundinn AC Milan en hann lék áður með Barcelona á Spáni. Mourinho á að hafa rætt við Ibrahimovic fyrir um fimm vikum síðan. Í sænska dagblaðinu Aftonbladet er vitnað í samtal þeirra: Skilaboðin voru einföld frá Mourinho. „Ef þú hefur áhuga á að koma til Real Madrid þá skal ég gera allt sem ég get til þess að það gangi upp." Heimildamaður El Confidencial segir að portúgalski þjálfarinn leggi gríðarlega áherslu á að fá Ibrahimovic í liðið. Real Madrid tapaði í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn FC Bayern München frá Þýskalandi en liðið stefnir hraðbyri á að landa spænska meistaratitlinum. Zlatan var inntur eftir þessum fréttum á sunnudag. „Ég hef ekkert hugsað um þetta og ég les yfirleitt ekki það sem er skrifað um mig. Mér líður vel í Mílanó og ég hef lært það að maður á að vera þar sem manni líður vel – þrátt fyrir að það sé freistandi að takast á við nýjar áskoranir," sagði Zlatan við fréttamenn á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum spænska íþróttadagblaðsins Marca hefur Mourinho nú þegar skrifað undir langtíma samning við Real Madrid. Og í þeim samningi er kveðið á um að hann fái meiri völd þegar kemur að leikmannakaupum og sölum hjá félaginu.
Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira