Írar flýja skuldir með hjálp breskra dómstóla BBI skrifar 29. maí 2012 18:33 Breskur lögfræðingur gefur sig út fyrir að aðstoða yfirskuldsetta Íra við að losna úr fjötrum skuldbindinga sinna. Í breska blaðinu Guardian var í gær fjallað um lögfræðinginn Steve Thatcher, sem hefur að eigin sögn hjálpað um 55 Írum að afskrifa með hjálp breskra dómstóla ríflega 240 milljarða króna. Aðferðin felst í því að skuldarinn afhendir lykla af öllum eignum og flytur tímabundið frá Írlandi til Bretlands. Þar fer hann fyrir dómstóla og fær sig lýstan gjaldþrota. Þá þarf hann að dvelja tæpt ár í Bretlandi en eftir það getur hann flutt aftur til Írlands laus við sínar skuldir og tekið aftur upp sitt fyrra líf. Ástæðan sem gerir eftirsóknarvert að nota breska kerfið er sú að þrotamaður í Bretlandi getur ekki átt neinar eignir eða fjárhagslegar skuldbindingar í 1 ár, en samsvarandi tími er 12 ár á Írlandi. Með þennan mun í huga stofnaði lögfræðingurinn Steve Thatcher fyrirtækið www.irishbankruptcyuk.com. Margar írskar fjölskyldur lentu illa í því eftir hrunið árið 2008. Þeir sem höfðu nýlega fjárfest í eignum horfðu gjarna upp á óviðráðanlegar skuldir. Í Guardian var rætt við nafnlaust par sem hafði notfært sér möguleika Steve Tatcher og fengið skuldir sínar afskrifaðar. Þegar þau voru innt eftir svörum við því hvort úrræði þeirra gætu ekki fellt írska banka svöruðu þau að bönkunum hefði þegar verið bjargað af skattgreiðendum, Alþjóðagjaldeyrissjóðinum og Evrópusambandinu. „Þetta er okkar leið til að endurreisa líf okkar." Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Breskur lögfræðingur gefur sig út fyrir að aðstoða yfirskuldsetta Íra við að losna úr fjötrum skuldbindinga sinna. Í breska blaðinu Guardian var í gær fjallað um lögfræðinginn Steve Thatcher, sem hefur að eigin sögn hjálpað um 55 Írum að afskrifa með hjálp breskra dómstóla ríflega 240 milljarða króna. Aðferðin felst í því að skuldarinn afhendir lykla af öllum eignum og flytur tímabundið frá Írlandi til Bretlands. Þar fer hann fyrir dómstóla og fær sig lýstan gjaldþrota. Þá þarf hann að dvelja tæpt ár í Bretlandi en eftir það getur hann flutt aftur til Írlands laus við sínar skuldir og tekið aftur upp sitt fyrra líf. Ástæðan sem gerir eftirsóknarvert að nota breska kerfið er sú að þrotamaður í Bretlandi getur ekki átt neinar eignir eða fjárhagslegar skuldbindingar í 1 ár, en samsvarandi tími er 12 ár á Írlandi. Með þennan mun í huga stofnaði lögfræðingurinn Steve Thatcher fyrirtækið www.irishbankruptcyuk.com. Margar írskar fjölskyldur lentu illa í því eftir hrunið árið 2008. Þeir sem höfðu nýlega fjárfest í eignum horfðu gjarna upp á óviðráðanlegar skuldir. Í Guardian var rætt við nafnlaust par sem hafði notfært sér möguleika Steve Tatcher og fengið skuldir sínar afskrifaðar. Þegar þau voru innt eftir svörum við því hvort úrræði þeirra gætu ekki fellt írska banka svöruðu þau að bönkunum hefði þegar verið bjargað af skattgreiðendum, Alþjóðagjaldeyrissjóðinum og Evrópusambandinu. „Þetta er okkar leið til að endurreisa líf okkar."
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira