Viðskipti innlent

Hæstiréttur hafnar kröfu Samherja um að gögnum verði skilað

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigenda Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigenda Samherja.
Hæstiréttur hefur hafnað kröfu Samherja um að gögnum sem haldlögð voru í húsleit Seðlabanka Íslands hjá fyrirtækinu verði skilað og að húsleitin sjálf verði úrskurðuð ógild.

Seðlabanki Íslands framkvæmdi húsleit á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík þann 27. mars sl. og var hald lagt á ýmis gögn. Tilefni húsleitarinnar var grunur um brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti, einkum þegar kom að verðlagningu á fiski sem seldur var til dótturfélags Samherja í Þýskalandi.

Samherji kærði málið til héraðsdóms og krafðist þess að gögnunum yrði skilað og húsleitin dæmd ógild.

Sjá má dóm Hæstaréttar í málinu hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×