Fótbolti

Útlitið ekki alltof gott hjá Emil og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Hallfreðsson
Emil Hallfreðsson Mynd/Nordic Photos/Getty
Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona töpuðu í kvöld 0-2 á útivelli á móti AS Varese í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspils um eitt laust sæti í ítölsku A-deildinni. Seinni leikurinn fer fram á laugardaginn.

Emil lék allan leikinn og komst nálægt því að skora fjórum mínútum fyirr leikslok. AS Varese skoraði mörkin sín á 3. og 77. mínútu leiksins en bæði mörkin komu úr föstum leikatriðum.

AS Varese endaði í 5. sæti en Hellas Verona var í því fjórða. Það þýðir að tveggja marka sigur Verona á heimavelli í seinni leiknum nægir liðinu til að komast áfram. Reglan er þannig að verði liðin jöfn eftir tvo leiki þá kemst það lið áfram sem endaði ofar í deildarkeppninni.

Hellas Verona vann 3-0 sigur á AS Varese í heimaleik sínum í deildinni en sá leikur fór fram 19. maí síðastliðinn. Varese vann fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum og eina tapið á lokakaflanum var því á móti Verona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×