Sport

Ásdís fimmta á Demantamótinu í New York

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. Mynd/Stefán
Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, keppti í dag á Demantamótinu í New York í Bandaríkjunum. Ásdís kastaði spjótinu lengst 58,72 metra sem er hennar lengsta kast í ár. Ásdís hafði áður kastað lengst 58,47 metra á þessu ári en það var á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Riga í síðustu viku.

Ásdís náði með þessu kasti sínu 5.sæti á þessu sterka móti. Sigurvegarinn var Sunette Viljoen frá Suður-Afríku en hún kastaði lengst 69,35 metra sem er bæði nýtt Afríkumet og nýtt mótsmet.

Barbora Spotakova frá Tékklandi varð í öðru sæti en hún kastaði spjótinu lengst 68,73 metra og í þriðja sæti var síðan Kara Patterson frá Bandaríkjunum með kast upp á 60,33 metra.

Ásdís náði þremur gildum köstum og var lengsta kastið hennar fyrsta gilda kastið. Hún gerði ógilt í fyrstu umferð en kastraði svo 58,72 metra í öðru kasti og 57,31 metra í þriðja kasti. Ásdís kastaði síðan 54,57 metra í lokakasti sínu eftir að hafa gert tvisvar ógilt í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×