Við viljum nýjan forseta! Elín Káradóttir og Hrafnkell Lárusson skrifar 9. júní 2012 18:45 Þann 30. júní nk. kjósa landsmenn sér forseta til næstu fjögurra ára. Forsetakosningar snúast um það hvaða frambjóðanda kjósendur telja vænlegastan, út frá áherslum og persónueinkennum, til að sinna skyldum forsetaembættisins svo sómi sé af. Forsetakosningar verða hins vegar að vera hafnar yfir pólitíska flokkadrætti og eiga því ekki að snúast um ágreiningsmál á hinu pólitíska sviði, mál sem vissulega eru umræðunnar virði en eru ekki á forræði forsetaembættisins. Til að undirstrika þetta má geta þess að við sem skrifum þessa grein höfum mjög ólíkar skoðanir á stjórnmálum, en það truflar okkur ekki við að standa saman að þessari grein. Eftir hrunið haustið 2008, og þá margvíslegu erfiðleika sem af því leiddi, hafa landsmenn, jafnt Alþingi, ríkisstjórn, sveitarfélög og einstaklingar, leitað leiða til að byggja upp gott þjóðfélag á Íslandi. Landsmenn eru ekki á eitt sáttir um hvert skuli stefna og hvaða leiðir skuli fara að markmiðum, en það er eðlilegt og heilbrigt að skoðanir séu skiptar. Það sem er lakara er að umræðuhefðin í samfélaginu hefur harðnað á undanförnum árum. Hún einkennist um of af óbilgirni, óþolinmæði og skorti á umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum. Þetta á ekki aðeins við um opinbera umræðu í hefðbundnum fjölmiðlum heldur ekki síður um samskipti fólks og umræðu bæði í raunheimum og netheimum. Forseti Íslands getur með framgöngu sinni og fordæmi leikið stórt hlutverk við að bæta samskiptahætti þjóðarinnar, aukið virðingu landsmanna fyrir hver öðrum og eflt þannig samstöðu meðal þjóðarinnar. Því er sérstaklega rík þörf fyrir það nú, þegar við erum að hverfa frá arfleifð og hugsunarhætti áranna fyrir 2008, að fá í embætti forseta Íslands manneskju sem vill beita forsetaembættinu til að jafna deilur og leiða saman aðila, með hagsmuni þjóðarinnar í huga. Þóra Arnórsdóttir, einn frambjóðenda til forseta Íslands, hefur lagt áherslu á mikilvægi sáttar og samstöðu meðal landsmanna. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir á ýmsum málum sé mikilvægt að horfa fremur til þess sem sameinar frekar en að við stillum okkur sífellt upp í átakalínur. Persónueinkenni forseta hafa ótvíræð áhrif út í samfélagið. Við teljum að það væri okkur til heilla að fá í forsetaembættið manneskju sem ekki aðeins er vel menntuð og með fjölbreytta starfsreynslu heldur geislar líka af jákvæðni, krafti og bjartsýni. Þessir eiginleikar eru áberandi í fari Þóru Arnórsdóttur, þeir eru gott veganesti inn í framtíðina – upphaf að nýju Íslandi. Til að lýðræði þrífist og dafni er nauðsynlegt að regluleg endurnýjun eigi sér stað í hópi þeirra sem eru í forsvari fyrir þjóðina. Þann skilning hafði Kristján Eldjárn þegar hann steig úr forsetastóli árið 1980. Það er við hæfi að gera orð Kristjáns í áramótaávarpi hans árið 1980 að lokaorðum þessarar greinar, en þá sagði hann: „Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þann 30. júní nk. kjósa landsmenn sér forseta til næstu fjögurra ára. Forsetakosningar snúast um það hvaða frambjóðanda kjósendur telja vænlegastan, út frá áherslum og persónueinkennum, til að sinna skyldum forsetaembættisins svo sómi sé af. Forsetakosningar verða hins vegar að vera hafnar yfir pólitíska flokkadrætti og eiga því ekki að snúast um ágreiningsmál á hinu pólitíska sviði, mál sem vissulega eru umræðunnar virði en eru ekki á forræði forsetaembættisins. Til að undirstrika þetta má geta þess að við sem skrifum þessa grein höfum mjög ólíkar skoðanir á stjórnmálum, en það truflar okkur ekki við að standa saman að þessari grein. Eftir hrunið haustið 2008, og þá margvíslegu erfiðleika sem af því leiddi, hafa landsmenn, jafnt Alþingi, ríkisstjórn, sveitarfélög og einstaklingar, leitað leiða til að byggja upp gott þjóðfélag á Íslandi. Landsmenn eru ekki á eitt sáttir um hvert skuli stefna og hvaða leiðir skuli fara að markmiðum, en það er eðlilegt og heilbrigt að skoðanir séu skiptar. Það sem er lakara er að umræðuhefðin í samfélaginu hefur harðnað á undanförnum árum. Hún einkennist um of af óbilgirni, óþolinmæði og skorti á umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum. Þetta á ekki aðeins við um opinbera umræðu í hefðbundnum fjölmiðlum heldur ekki síður um samskipti fólks og umræðu bæði í raunheimum og netheimum. Forseti Íslands getur með framgöngu sinni og fordæmi leikið stórt hlutverk við að bæta samskiptahætti þjóðarinnar, aukið virðingu landsmanna fyrir hver öðrum og eflt þannig samstöðu meðal þjóðarinnar. Því er sérstaklega rík þörf fyrir það nú, þegar við erum að hverfa frá arfleifð og hugsunarhætti áranna fyrir 2008, að fá í embætti forseta Íslands manneskju sem vill beita forsetaembættinu til að jafna deilur og leiða saman aðila, með hagsmuni þjóðarinnar í huga. Þóra Arnórsdóttir, einn frambjóðenda til forseta Íslands, hefur lagt áherslu á mikilvægi sáttar og samstöðu meðal landsmanna. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir á ýmsum málum sé mikilvægt að horfa fremur til þess sem sameinar frekar en að við stillum okkur sífellt upp í átakalínur. Persónueinkenni forseta hafa ótvíræð áhrif út í samfélagið. Við teljum að það væri okkur til heilla að fá í forsetaembættið manneskju sem ekki aðeins er vel menntuð og með fjölbreytta starfsreynslu heldur geislar líka af jákvæðni, krafti og bjartsýni. Þessir eiginleikar eru áberandi í fari Þóru Arnórsdóttur, þeir eru gott veganesti inn í framtíðina – upphaf að nýju Íslandi. Til að lýðræði þrífist og dafni er nauðsynlegt að regluleg endurnýjun eigi sér stað í hópi þeirra sem eru í forsvari fyrir þjóðina. Þann skilning hafði Kristján Eldjárn þegar hann steig úr forsetastóli árið 1980. Það er við hæfi að gera orð Kristjáns í áramótaávarpi hans árið 1980 að lokaorðum þessarar greinar, en þá sagði hann: „Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi."
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun