Þá slösuðust norskir aðdáendur söngvarans slösuðust lítillega þegar Bieber tróð upp í Ósló og voru 49 fluttir á spítala.
Aðdáendur slösuðust í Noregi
Bieber er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og hélt meðal annars tónleika í Ósló. Boðið var upp á ókeypis miða á tónleikana sem fóru fram utandyra við Óperuhúsið í Ósló og safnaðist mikill fjöldi unglingsstúlka þar saman í von um að bera poppstjörnuna augum.
Bieber sagði í viðtali við Aftenposten að hann hefði áhyggjur af öryggi norskra aðdáenda, en sumir höfðu kastað sér í veg fyrir bílinn hans. Stúlkurnar börðust einnig hart til að tryggja sér miða á tónleikana og talið er að um 49 hafi slasast í kjölfarið og fjórtán voru fluttir brott í sjúkrabíl.

Daginn eftir glundroðann í Ósló fékk Bieber heilahristing eftir að hann datt baksviðs á tónleikum í París.
Bieber mun hafa dottið á glervegg baksviðs og misst meðvitund í nokkrar sekúndur sökum heilahristings. Söngvarinn var þó fljótur að jafna sig og fór þá aftur fram á sviðið og lauk við tónleikana. Hann tjáði sig um atvikið á Twitter-síðu sinni stuttu síðar:
„Rak höfuðið í og þurfti smá vatn. Allt í góðu samt. Ég er frá Kanada og við erum hörð í horn að taka. Sýningin verður að halda áfram."

Bieber lenti í stimpingum við ljósmyndara skammt frá heimili sínu í Calabasas á sunnudaginn fyrir viku, Ljósmyndarinn kallaði á lögreglu en þá var söngvarinn horfinn á braut ásamt kærustu sinni, Selenu Gomez.
Ljósmyndarinn kvartaði undan verkjum í brjóstkassa eftir átökin við söngvarann unga en Bieber missti annan skóinn í öllum hamaganginum. Fórnarlambið kærði Bieber fyrir líkamsárás og verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér sex mánaða fangelsi.