Erfið vika fyrir Bieber: Kærður, missti meðvitund og skók Noreg 4. júní 2012 12:00 Justin Bieber á sviðinu í Osló. Nordicphotos/Getty Ungstirnið Justin Bieber á erfiða viku að baki. Hann var meðal annars kærður fyrir líkamsárás af ljósmyndara og gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þá slösuðust norskir aðdáendur söngvarans slösuðust lítillega þegar Bieber tróð upp í Ósló og voru 49 fluttir á spítala.Aðdáendur slösuðust í Noregi Bieber er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og hélt meðal annars tónleika í Ósló. Boðið var upp á ókeypis miða á tónleikana sem fóru fram utandyra við Óperuhúsið í Ósló og safnaðist mikill fjöldi unglingsstúlka þar saman í von um að bera poppstjörnuna augum. Bieber sagði í viðtali við Aftenposten að hann hefði áhyggjur af öryggi norskra aðdáenda, en sumir höfðu kastað sér í veg fyrir bílinn hans. Stúlkurnar börðust einnig hart til að tryggja sér miða á tónleikana og talið er að um 49 hafi slasast í kjölfarið og fjórtán voru fluttir brott í sjúkrabíl.Norsku yngismeyjarnar beyttu ýmsum brögðum til að bera Bieber-inn augum á Óperuhúsinu. Þessar fengu bátinn hans pabba lánaðan.Nordicphotos/GettyMissti meðvitund Daginn eftir glundroðann í Ósló fékk Bieber heilahristing eftir að hann datt baksviðs á tónleikum í París. Bieber mun hafa dottið á glervegg baksviðs og misst meðvitund í nokkrar sekúndur sökum heilahristings. Söngvarinn var þó fljótur að jafna sig og fór þá aftur fram á sviðið og lauk við tónleikana. Hann tjáði sig um atvikið á Twitter-síðu sinni stuttu síðar: „Rak höfuðið í og þurfti smá vatn. Allt í góðu samt. Ég er frá Kanada og við erum hörð í horn að taka. Sýningin verður að halda áfram."Bieber var hundfúll eftir slaginn við ljósmyndarann.Kærður fyrir líkamsárás Bieber lenti í stimpingum við ljósmyndara skammt frá heimili sínu í Calabasas á sunnudaginn fyrir viku, Ljósmyndarinn kallaði á lögreglu en þá var söngvarinn horfinn á braut ásamt kærustu sinni, Selenu Gomez. Ljósmyndarinn kvartaði undan verkjum í brjóstkassa eftir átökin við söngvarann unga en Bieber missti annan skóinn í öllum hamaganginum. Fórnarlambið kærði Bieber fyrir líkamsárás og verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér sex mánaða fangelsi. Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira
Ungstirnið Justin Bieber á erfiða viku að baki. Hann var meðal annars kærður fyrir líkamsárás af ljósmyndara og gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þá slösuðust norskir aðdáendur söngvarans slösuðust lítillega þegar Bieber tróð upp í Ósló og voru 49 fluttir á spítala.Aðdáendur slösuðust í Noregi Bieber er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og hélt meðal annars tónleika í Ósló. Boðið var upp á ókeypis miða á tónleikana sem fóru fram utandyra við Óperuhúsið í Ósló og safnaðist mikill fjöldi unglingsstúlka þar saman í von um að bera poppstjörnuna augum. Bieber sagði í viðtali við Aftenposten að hann hefði áhyggjur af öryggi norskra aðdáenda, en sumir höfðu kastað sér í veg fyrir bílinn hans. Stúlkurnar börðust einnig hart til að tryggja sér miða á tónleikana og talið er að um 49 hafi slasast í kjölfarið og fjórtán voru fluttir brott í sjúkrabíl.Norsku yngismeyjarnar beyttu ýmsum brögðum til að bera Bieber-inn augum á Óperuhúsinu. Þessar fengu bátinn hans pabba lánaðan.Nordicphotos/GettyMissti meðvitund Daginn eftir glundroðann í Ósló fékk Bieber heilahristing eftir að hann datt baksviðs á tónleikum í París. Bieber mun hafa dottið á glervegg baksviðs og misst meðvitund í nokkrar sekúndur sökum heilahristings. Söngvarinn var þó fljótur að jafna sig og fór þá aftur fram á sviðið og lauk við tónleikana. Hann tjáði sig um atvikið á Twitter-síðu sinni stuttu síðar: „Rak höfuðið í og þurfti smá vatn. Allt í góðu samt. Ég er frá Kanada og við erum hörð í horn að taka. Sýningin verður að halda áfram."Bieber var hundfúll eftir slaginn við ljósmyndarann.Kærður fyrir líkamsárás Bieber lenti í stimpingum við ljósmyndara skammt frá heimili sínu í Calabasas á sunnudaginn fyrir viku, Ljósmyndarinn kallaði á lögreglu en þá var söngvarinn horfinn á braut ásamt kærustu sinni, Selenu Gomez. Ljósmyndarinn kvartaði undan verkjum í brjóstkassa eftir átökin við söngvarann unga en Bieber missti annan skóinn í öllum hamaganginum. Fórnarlambið kærði Bieber fyrir líkamsárás og verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér sex mánaða fangelsi.
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira