Tenniskappinn Vladimir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs sigraði í flokki 16 ára og yngri á móti í Slagelse í Danmörku um helgina.
Vladimir sem er í fjórða sæti á stigalista karla hjá Tennissambandi Íslands vann alla fjóra andstæðinga á mótinu með yfirburðum skv. fréttatilkynningu frá þjálfara hans Andra Jónssyni.
Þetta var fyrsta mót Vladimir utanhúss á árinu en hann dvelur við æfingar í Danmörku í fjórar vikur áður en hann heldur í þriggja vikna keppnisferð til Serbíu.
