Einar Daði annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar | Fimmti í Kladno Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2012 15:28 Einar Daði Lárusson. ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stóð sig frábærlega á helgina á mjög sterku tugþrautarmóti í Kladno í Tékkland en hann fékk 7898 stig og endaði í fimmta sæti á mótinu. Einar Daði er nú kominn í hóp með Jóni Arnari Magnússyni en þeir eru nú þeir tveir Íslendingar sem hafa ná flestum stigum í einni tugþraut. Einar Daði bætti sitt persónulega met um 308 stig og bætti jafnframt árangur þjálfara síns Þráins Hafsteinssonar. Einar Daði er þar með orðinn annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar. Þráinn náði mest 7592 stigum árið 1983 en Íslandsmet Jóns Arnars er 8573 stig sett í Götzis 1998. Einar Daði bætti sig mikið frá því á móti á Ítalíu 5. til 6. maí þar sem hann náði þriðja sæti með því að fá 7590 stig. Hann bætti þá sitt persónulega met um þrjú stig en tók nú risastökk. Einar Daði bætti sig í fyrstu níu greinunum frá því á Ítalíu og endaði því með 308 fleiri stig á þessu móti sem er stórkostleg bæting hjá stráknum. Hann var með 19. besta árangurinn fyrir keppnina og hafði sett stefnuna á því að ná inn á topp tíu. Einar Daði gerði gott betur en það og nú vantar ekki mikið upp á að hann brjóti 8000 stiga múrinn. Dmitriy Karpov frá Kasakstan fékk 8173 stig og vann mótið, Roman Sebrle frá Tékklandi varð annar með 8097 stig og í þriðja sæti var Hollendingurinn Pelle Rietveld með 8073 stig. Einar Daði var 146 stigum á eftir Tékkanum Adam Sebastian Helcelet sem varð í fjórða sætinu.Samanburður á árangri Einars Daða á síðustu tveimur mótum:100 metra hlaup Í Kladno - 11,23 sek 810 stigÁ Ítalíu - 11.24 sek 808 stigLangstökk Í Kladno - 7,35 metrar 898 stigÁ Ítalíu - 7,16 metrar 852 stigKúluvarp Í Kladno - 13,99 metrar 728 stigÁ Ítalíu - 13.50 metrar 698 stigHástökk Í Kladno - 2,04 metrar 840 stigÁ Ítalíu - 1,98 metrar 785 stig400 metra hlaup Í Kladno - 49,16 sekúndur 854 stigÁ Ítalíu - 49,55 sekúndur 835 stigSamtals eftir fyrri dag Í Kladno - 4130 stigÁ Ítalíu - 3978 stig110 metra grindarhlaup Í Kladno - 14,49 sekúndur 912 stigÁ Ítalíu - 14,83 sekúndur 870 stigKringlukast Í Kladno - 38,74 metrar 639 stigÁ Ítalíu - 38,09 metrar 626 stigStangarstökk Í Kladno - 4,77 metrar 840 stigÁ Ítalíu - 4,65 metrar 804 stigSpjótkast Í Kladno - 56,03 metrar 678 stigÁ Ítalíu - 51,29 metrar 608 stig1500 metra hlaup Í Kladno - 4:37.12 mínútur 699 stigÁ Ítalíu - 4:36,34 mínútur 704 stigSamtals Í Kladno - 7898 stigÁ Ítalíu - 7590 stig Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stóð sig frábærlega á helgina á mjög sterku tugþrautarmóti í Kladno í Tékkland en hann fékk 7898 stig og endaði í fimmta sæti á mótinu. Einar Daði er nú kominn í hóp með Jóni Arnari Magnússyni en þeir eru nú þeir tveir Íslendingar sem hafa ná flestum stigum í einni tugþraut. Einar Daði bætti sitt persónulega met um 308 stig og bætti jafnframt árangur þjálfara síns Þráins Hafsteinssonar. Einar Daði er þar með orðinn annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar. Þráinn náði mest 7592 stigum árið 1983 en Íslandsmet Jóns Arnars er 8573 stig sett í Götzis 1998. Einar Daði bætti sig mikið frá því á móti á Ítalíu 5. til 6. maí þar sem hann náði þriðja sæti með því að fá 7590 stig. Hann bætti þá sitt persónulega met um þrjú stig en tók nú risastökk. Einar Daði bætti sig í fyrstu níu greinunum frá því á Ítalíu og endaði því með 308 fleiri stig á þessu móti sem er stórkostleg bæting hjá stráknum. Hann var með 19. besta árangurinn fyrir keppnina og hafði sett stefnuna á því að ná inn á topp tíu. Einar Daði gerði gott betur en það og nú vantar ekki mikið upp á að hann brjóti 8000 stiga múrinn. Dmitriy Karpov frá Kasakstan fékk 8173 stig og vann mótið, Roman Sebrle frá Tékklandi varð annar með 8097 stig og í þriðja sæti var Hollendingurinn Pelle Rietveld með 8073 stig. Einar Daði var 146 stigum á eftir Tékkanum Adam Sebastian Helcelet sem varð í fjórða sætinu.Samanburður á árangri Einars Daða á síðustu tveimur mótum:100 metra hlaup Í Kladno - 11,23 sek 810 stigÁ Ítalíu - 11.24 sek 808 stigLangstökk Í Kladno - 7,35 metrar 898 stigÁ Ítalíu - 7,16 metrar 852 stigKúluvarp Í Kladno - 13,99 metrar 728 stigÁ Ítalíu - 13.50 metrar 698 stigHástökk Í Kladno - 2,04 metrar 840 stigÁ Ítalíu - 1,98 metrar 785 stig400 metra hlaup Í Kladno - 49,16 sekúndur 854 stigÁ Ítalíu - 49,55 sekúndur 835 stigSamtals eftir fyrri dag Í Kladno - 4130 stigÁ Ítalíu - 3978 stig110 metra grindarhlaup Í Kladno - 14,49 sekúndur 912 stigÁ Ítalíu - 14,83 sekúndur 870 stigKringlukast Í Kladno - 38,74 metrar 639 stigÁ Ítalíu - 38,09 metrar 626 stigStangarstökk Í Kladno - 4,77 metrar 840 stigÁ Ítalíu - 4,65 metrar 804 stigSpjótkast Í Kladno - 56,03 metrar 678 stigÁ Ítalíu - 51,29 metrar 608 stig1500 metra hlaup Í Kladno - 4:37.12 mínútur 699 stigÁ Ítalíu - 4:36,34 mínútur 704 stigSamtals Í Kladno - 7898 stigÁ Ítalíu - 7590 stig
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira