Aðgát skal höfð í nærveru sálar Margrét Halldórsóttir, sjómannskona á Ísafirði og skrifa 10. júní 2012 11:50 Í umræðu undanfarna daga um sjávarútvegsfrumvörpin tvö, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi, hefur mér verið verulega misboðið. Ég hef auðvitað skoðun á frumvörpunum, sem ég ætla ekki að tíunda hér, en það sem mér hefur misboðið er umfjöllun um sjómennina okkar. Ég er gift sjómanni, heiðarlegum sjómanni sem greiðir skatta sína og sinnir skyldum sínum, líkt og allir þeir sjómenn sem ég þekki. Oft hefur maður lesið eitthvað misjafnt í netheimum en reynt að leiða það hjá sér. Þegar ráðamenn þessarar þjóðar eru hinsvegar líka farnir að tala niður til þeirra þá finnst mér ég ekki geta orða bundist lengur. Að halda því fram að sjómenn hafi verið þvingaðir til að mæta til mótmæla á Austurvelli og hafi verið þar á fullu kaupi er fyrir neðar allar hellur og ber vott um fáfræði um það hvernig laun sjómanna eru til komin. Sjómannastéttin er ekki öfundsverð í kjarabaráttu sinni, ef þeir fara í verkfall setur Alþingi á þá lög og ef þeir mæta við Alþingi til að mótmæla er ekki tekið mark á þeim því þeir eiga ekki að geta myndað sér sjálfstæða skoðun á því máli sem ég held þó að þeir þekki manna best. Þeir hafa samt kosningarétt, þótt þeir geti ekki alltaf notað hann vegna langrar fjarveru þar sem stundum er ekki er búið að opna utankjörfund áður en þeir fara á sjó og búið er að kjósa þegar þeir koma í land. Þeir þingmenn sem hæst hafa látið og vegið að sjómönnum síðustu daga væru samkvæmari sjálfum sér ef þeir leggðu til að kosningarréttur yrði einfaldlega tekin af þessum hópi kjána sem þeir telja sjómenn augljólslega vera. Sjómenn berjast gegn frumvörpunum því þau munu hafa beina áhrif á kjör þeirra og afkomu fjölskyldna þeirra. Þetta er ekkert flókið, ef kvóti minnkar hjá útgerðinni er minna veitt og minna kemur í buddu sjómanna. Þegar ,,góðærið" var á Íslandi og krónan nokkuð sterk lækkuðu laun sjómanna verulega, allt að 30-40% milli ára, því að laun þeirra taka mið af verðmæti aflans hverju sinni. Á sama tíma voru laun hjá öðrum stéttum að hækka, mismikið þó og alltof mikið hjá einhverjum. Ég man ekki eftir því að neinn hefði áhyggjur af sjómönnum þá. Nú þegar krónan hefur veikst og aflaverðmætið eykst þá virðist vera gefið frjálst skotleyfi á sjómenn eins og þeir séu annars flokks þegnar. Fyrst skal taka af þeim sjómannaafsláttinn, svo skal úthrópa þá sem klapplið LÍÚ sem búið er að útmála sem vonda karlinn og loks er hæðst að mótmælum þeirra. Ég spyr, eiga þessir menn þetta skilið? Sjómennska er og verður erfitt og hættulegt starf sem ekki allir geta sinnt en því þarf samt að sinna. Komum umræðum á hærra plan og berum virðingu hvert fyrir öðru í þessu máli sem öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarna daga um sjávarútvegsfrumvörpin tvö, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi, hefur mér verið verulega misboðið. Ég hef auðvitað skoðun á frumvörpunum, sem ég ætla ekki að tíunda hér, en það sem mér hefur misboðið er umfjöllun um sjómennina okkar. Ég er gift sjómanni, heiðarlegum sjómanni sem greiðir skatta sína og sinnir skyldum sínum, líkt og allir þeir sjómenn sem ég þekki. Oft hefur maður lesið eitthvað misjafnt í netheimum en reynt að leiða það hjá sér. Þegar ráðamenn þessarar þjóðar eru hinsvegar líka farnir að tala niður til þeirra þá finnst mér ég ekki geta orða bundist lengur. Að halda því fram að sjómenn hafi verið þvingaðir til að mæta til mótmæla á Austurvelli og hafi verið þar á fullu kaupi er fyrir neðar allar hellur og ber vott um fáfræði um það hvernig laun sjómanna eru til komin. Sjómannastéttin er ekki öfundsverð í kjarabaráttu sinni, ef þeir fara í verkfall setur Alþingi á þá lög og ef þeir mæta við Alþingi til að mótmæla er ekki tekið mark á þeim því þeir eiga ekki að geta myndað sér sjálfstæða skoðun á því máli sem ég held þó að þeir þekki manna best. Þeir hafa samt kosningarétt, þótt þeir geti ekki alltaf notað hann vegna langrar fjarveru þar sem stundum er ekki er búið að opna utankjörfund áður en þeir fara á sjó og búið er að kjósa þegar þeir koma í land. Þeir þingmenn sem hæst hafa látið og vegið að sjómönnum síðustu daga væru samkvæmari sjálfum sér ef þeir leggðu til að kosningarréttur yrði einfaldlega tekin af þessum hópi kjána sem þeir telja sjómenn augljólslega vera. Sjómenn berjast gegn frumvörpunum því þau munu hafa beina áhrif á kjör þeirra og afkomu fjölskyldna þeirra. Þetta er ekkert flókið, ef kvóti minnkar hjá útgerðinni er minna veitt og minna kemur í buddu sjómanna. Þegar ,,góðærið" var á Íslandi og krónan nokkuð sterk lækkuðu laun sjómanna verulega, allt að 30-40% milli ára, því að laun þeirra taka mið af verðmæti aflans hverju sinni. Á sama tíma voru laun hjá öðrum stéttum að hækka, mismikið þó og alltof mikið hjá einhverjum. Ég man ekki eftir því að neinn hefði áhyggjur af sjómönnum þá. Nú þegar krónan hefur veikst og aflaverðmætið eykst þá virðist vera gefið frjálst skotleyfi á sjómenn eins og þeir séu annars flokks þegnar. Fyrst skal taka af þeim sjómannaafsláttinn, svo skal úthrópa þá sem klapplið LÍÚ sem búið er að útmála sem vonda karlinn og loks er hæðst að mótmælum þeirra. Ég spyr, eiga þessir menn þetta skilið? Sjómennska er og verður erfitt og hættulegt starf sem ekki allir geta sinnt en því þarf samt að sinna. Komum umræðum á hærra plan og berum virðingu hvert fyrir öðru í þessu máli sem öðrum.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun