Útgerðarmenn bítast vegna Vinnslustöðvarinnar Karen Kjartansdóttir skrifar 29. júní 2012 18:46 Guðmundur í Brimi Óskynsamlegt er af Vinnslustöðinni að greiða út háan arð og kvarta á sama tíma um að félagið geti ekki greitt veiðileyfagjöld. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, útgerðamaður í Brimi og einn hluthafa í Vinnslustöðinni. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns í eyjum, segir hins vegar veiðigjöld ríkisstjórnarnar ástæðu uppsagna ekki arðgreiðslur. Í fyrrakvöld var tekin ákvörðun í Vestmannaeyjum að segja upp 41 starfsmanni Vinnslustöðvarinnar og selja skipið Gandí að lokinni makrílvertíð. „Þetta er sorgleg ákvörðun að vinnslustöðin hafi þurft að gera þetta en að vissu leyti skilur maður þetta," segir Valmundur en hann óttast að veiðileyfagjaldið geti komið fyrirtækjum í þrot. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu mun veiðileyfagjaldið nema um 600 milljónum á næsta ári hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Stjórnendur stöðvarinnar segja gjaldið eina af ástæðum þess að fólkinu var sagt upp. Á sama tíma og ákvörðunin um uppsagnirnar var tekin ákváðu hluthafar Vinnslustöðvarinnar að greiða sér út arð sem nemur 830 milljónum og er 30 prósent af nafnverði hlutafjár árið 2011. „Þetta er 13 prósenta aðrur, ætli það sé ekki átta prósenta raunávöxtun og það má kannski minna á að bankasýslan gerir kröfu að sparisjóðirnir séu með 8 prósent raunávöxtun," segir Valmundur þegar hann er spurður um skoðun sína á greiðslunni. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir arðgreiðslurnar nauðsynlegar svo hluthafar í eyjum geti staðið við skuldbindingar sínar og haldið eignarhaldinu í eyjum. Þeir hafi staðið við sínar skuldbindingar og þurfi því féð. Sigurgeir segir Guðmundur Kristjánsson útgerðamaður í Brimi og einn hluthafa í Vinnslustöðinni, hins vegar hafa fengið afskriftir. Það kunni að skýra það að Guðmundur vildi lægri arðgreiðslur úr félaginu. Guðmundur segir Sigurgeir hins vegar fara með staðlausa stafi. „Þetta er náttúrulega algjört rugl og rangt, bæði Brim, KG fiskverkun, ég, Stilla útgerð höfum aldrei fengið neinar afskriftir - aldrei. En við áttum eitt hlutafélag sem fór á hausinn sem var í bönkunum. Það er það eina sem við höfum átt sem hefur farið á hausinn. Ég held kannski að það sé hann miklu frekar sem er í vandræðum með sín eignarhaldsfélög. Hann er með fullt af eignarhaldsfélögum sem eru algjörlega skuldsett upp í rjáfur," segir Guðmundur. Hann segir að fyrirtæki verði að hafa svigrúm til að breyta í rekstri sínum og nauðsynlegt geti verið að grípa til uppsagna. Mér finnst þetta ekki skynsamleg ákvörðun hjá meirihluta Eyjamanna að borga svona háan arð og á sama tíma væla um að félagið geti ekki borgað nein veiðileyfagjöld. Mér finnst þetta ekki réttur málflutningur." Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Óskynsamlegt er af Vinnslustöðinni að greiða út háan arð og kvarta á sama tíma um að félagið geti ekki greitt veiðileyfagjöld. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, útgerðamaður í Brimi og einn hluthafa í Vinnslustöðinni. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns í eyjum, segir hins vegar veiðigjöld ríkisstjórnarnar ástæðu uppsagna ekki arðgreiðslur. Í fyrrakvöld var tekin ákvörðun í Vestmannaeyjum að segja upp 41 starfsmanni Vinnslustöðvarinnar og selja skipið Gandí að lokinni makrílvertíð. „Þetta er sorgleg ákvörðun að vinnslustöðin hafi þurft að gera þetta en að vissu leyti skilur maður þetta," segir Valmundur en hann óttast að veiðileyfagjaldið geti komið fyrirtækjum í þrot. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu mun veiðileyfagjaldið nema um 600 milljónum á næsta ári hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Stjórnendur stöðvarinnar segja gjaldið eina af ástæðum þess að fólkinu var sagt upp. Á sama tíma og ákvörðunin um uppsagnirnar var tekin ákváðu hluthafar Vinnslustöðvarinnar að greiða sér út arð sem nemur 830 milljónum og er 30 prósent af nafnverði hlutafjár árið 2011. „Þetta er 13 prósenta aðrur, ætli það sé ekki átta prósenta raunávöxtun og það má kannski minna á að bankasýslan gerir kröfu að sparisjóðirnir séu með 8 prósent raunávöxtun," segir Valmundur þegar hann er spurður um skoðun sína á greiðslunni. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir arðgreiðslurnar nauðsynlegar svo hluthafar í eyjum geti staðið við skuldbindingar sínar og haldið eignarhaldinu í eyjum. Þeir hafi staðið við sínar skuldbindingar og þurfi því féð. Sigurgeir segir Guðmundur Kristjánsson útgerðamaður í Brimi og einn hluthafa í Vinnslustöðinni, hins vegar hafa fengið afskriftir. Það kunni að skýra það að Guðmundur vildi lægri arðgreiðslur úr félaginu. Guðmundur segir Sigurgeir hins vegar fara með staðlausa stafi. „Þetta er náttúrulega algjört rugl og rangt, bæði Brim, KG fiskverkun, ég, Stilla útgerð höfum aldrei fengið neinar afskriftir - aldrei. En við áttum eitt hlutafélag sem fór á hausinn sem var í bönkunum. Það er það eina sem við höfum átt sem hefur farið á hausinn. Ég held kannski að það sé hann miklu frekar sem er í vandræðum með sín eignarhaldsfélög. Hann er með fullt af eignarhaldsfélögum sem eru algjörlega skuldsett upp í rjáfur," segir Guðmundur. Hann segir að fyrirtæki verði að hafa svigrúm til að breyta í rekstri sínum og nauðsynlegt geti verið að grípa til uppsagna. Mér finnst þetta ekki skynsamleg ákvörðun hjá meirihluta Eyjamanna að borga svona háan arð og á sama tíma væla um að félagið geti ekki borgað nein veiðileyfagjöld. Mér finnst þetta ekki réttur málflutningur."
Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira