Sport

Næstbesta stökk Kristins á árinu dugði ekki - endaði í 28. sæti á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Torfason.
Kristinn Torfason. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kristinn Torfason úr FH endaði í 28. sæti í undankeppninni í langstökki á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Helsinski í Finnlandi. Kristinn var síðasti íslenski keppandinn á mótinu.

Kristinn stökk lengst í sínu fyrsta stökki eða 7,49 metra sem er jafnframt næstbesti árangur hans í sumar. Í öðru stökki stökk hann 7,41 metra og í því þriðja 7,44 metra.

Kristinn komst ekki áfram í úrslitin en hann endaði í 28.sæti af 37 langstökkvurum sem hófu keppni. Aðeins 12 komast áfram í úrslit.Þjóðverjinn Sebastian Bayer stökk lengst allra í undankeppninni eða 8,34 metra.

Ásdís Hjálmsdóttir (spjótkasti) og Einar Daði Lárusson (tugþraut) náðum bestum árangri Íslendinga á EM í frjálsum í ár en þau enduðu bæði í 13. sæti í sínum greinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×