Jóhannes ekki líklegur til þess að ógna stöðu Haga VG skrifar 27. júní 2012 16:00 Jóhannes Jónsson. Bæði greiningadeildir Arion banka og Íslandsbanka telja að boðuð samkeppni Jóhannesar Jónssonar, oft kenndur við Bónus, eigi ekki eftir að ógna Högum með afgerandi hætti. Þetta kemur fram í greiningum bankanna sem unnar voru fyrir fagfjárfesta eingöngu og Vísir hefur undir höndum. Jóhannes boðaði fyrr í sumar að hann hygðist opna lágvöruverslanir í anda Bónus í samstarfi við Iceland Foods og forstjórann Malcom Walker. Eins og kunnugt er þá var Jóhannes ásamt fjölskyldu aðaleigandi Haga áður en Arion banki tók félagið yfir og seldi aftur. Í mati greiningadeildar Íslandsbanka segir: „Ef af verður munu þessar verslanir líklega njóta kaupendarstyrks Iceland Foods og geta boðið upp á úrval frystra vara á hagstæðu verði en meginstyrkur Iceland verslananna liggur í frystivörum. Vægi innfluttra vara er hins vegar aðeins um þriðjungur af dagvöru sem seld er í dagvöruverslunum og þeir vöruflokkar sem vega þyngst í innkaupakörfu landsmanna eru innlendar landbúnaðar- og fiskafurðir eða tæplega 40% af seldri dagvöru. Í þessum vöruflokkum og öðrum innlendum vöruflokkum verður samkeppnin við Haga erfið." Undir þetta tekur greiningadeild Arion banka. Þar segir að um 70% af seldri dagvöru sé innlend landbúnaðar- eða iðnaðarframleiðsla. Þannig segir í matinu: „Við sjáum neytendur ekki alveg flykkjast úr verslunum Bónus yfir í verslanir Iceland Foods, Hagar eru t.d. aðilar að AMS innkaupabandalaginu og eru með einkarétt á Euro Shopper-vörum á Íslandi í gegnum þá aðild en þessar vörur eru á hagstæðu verði. Þó má benda á opnun Sportsdirect í Smáragarði í þessu samhengi en sú verslun hefur eflaust tekið spón úr aski t.d. Útilífs sem er í eigu Haga. Neytendur leita jú oftast í lægsta verðið." Greiningadeildin útilokar þó ekki óvæntar breytingar á neyslumynstri Íslendinga. Þannig segir í matinu: „Það neyslumynstur gæti þó breyst fari neytendur að lifa á frosnum smalabökum." Tengdar fréttir Íslandsbanki ráðlagði sölu á Haga bréfum en Arion banki kaup Töluverður munur er á ráðgjöf greiningar Íslandsbanka annars vegar og greiningar Arion banka hins vegar fyrir fjárfesta, þegar kemur að hlutafé í Högum. Í greiningu frá 25. maí sl., þegar gengi bréfa Haga var 18,95, ráðlagði greining Íslandsbanka fjárfestum að selja bréf sín, og var verðmatsgengið áætlað vera 17, en gengi bréfa félagsins miðað við stöðuna við opnun markaða í morgun er 18. 27. júní 2012 12:15 Telja Samkeppniseftirlitið helstu ógn Haga Greiningadeild Arion banki telur að helst ógn Haga sé ekki samkeppni, heldur ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og nýfengnar heimildir eftirlitsins. 27. júní 2012 13:36 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Bæði greiningadeildir Arion banka og Íslandsbanka telja að boðuð samkeppni Jóhannesar Jónssonar, oft kenndur við Bónus, eigi ekki eftir að ógna Högum með afgerandi hætti. Þetta kemur fram í greiningum bankanna sem unnar voru fyrir fagfjárfesta eingöngu og Vísir hefur undir höndum. Jóhannes boðaði fyrr í sumar að hann hygðist opna lágvöruverslanir í anda Bónus í samstarfi við Iceland Foods og forstjórann Malcom Walker. Eins og kunnugt er þá var Jóhannes ásamt fjölskyldu aðaleigandi Haga áður en Arion banki tók félagið yfir og seldi aftur. Í mati greiningadeildar Íslandsbanka segir: „Ef af verður munu þessar verslanir líklega njóta kaupendarstyrks Iceland Foods og geta boðið upp á úrval frystra vara á hagstæðu verði en meginstyrkur Iceland verslananna liggur í frystivörum. Vægi innfluttra vara er hins vegar aðeins um þriðjungur af dagvöru sem seld er í dagvöruverslunum og þeir vöruflokkar sem vega þyngst í innkaupakörfu landsmanna eru innlendar landbúnaðar- og fiskafurðir eða tæplega 40% af seldri dagvöru. Í þessum vöruflokkum og öðrum innlendum vöruflokkum verður samkeppnin við Haga erfið." Undir þetta tekur greiningadeild Arion banka. Þar segir að um 70% af seldri dagvöru sé innlend landbúnaðar- eða iðnaðarframleiðsla. Þannig segir í matinu: „Við sjáum neytendur ekki alveg flykkjast úr verslunum Bónus yfir í verslanir Iceland Foods, Hagar eru t.d. aðilar að AMS innkaupabandalaginu og eru með einkarétt á Euro Shopper-vörum á Íslandi í gegnum þá aðild en þessar vörur eru á hagstæðu verði. Þó má benda á opnun Sportsdirect í Smáragarði í þessu samhengi en sú verslun hefur eflaust tekið spón úr aski t.d. Útilífs sem er í eigu Haga. Neytendur leita jú oftast í lægsta verðið." Greiningadeildin útilokar þó ekki óvæntar breytingar á neyslumynstri Íslendinga. Þannig segir í matinu: „Það neyslumynstur gæti þó breyst fari neytendur að lifa á frosnum smalabökum."
Tengdar fréttir Íslandsbanki ráðlagði sölu á Haga bréfum en Arion banki kaup Töluverður munur er á ráðgjöf greiningar Íslandsbanka annars vegar og greiningar Arion banka hins vegar fyrir fjárfesta, þegar kemur að hlutafé í Högum. Í greiningu frá 25. maí sl., þegar gengi bréfa Haga var 18,95, ráðlagði greining Íslandsbanka fjárfestum að selja bréf sín, og var verðmatsgengið áætlað vera 17, en gengi bréfa félagsins miðað við stöðuna við opnun markaða í morgun er 18. 27. júní 2012 12:15 Telja Samkeppniseftirlitið helstu ógn Haga Greiningadeild Arion banki telur að helst ógn Haga sé ekki samkeppni, heldur ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og nýfengnar heimildir eftirlitsins. 27. júní 2012 13:36 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Íslandsbanki ráðlagði sölu á Haga bréfum en Arion banki kaup Töluverður munur er á ráðgjöf greiningar Íslandsbanka annars vegar og greiningar Arion banka hins vegar fyrir fjárfesta, þegar kemur að hlutafé í Högum. Í greiningu frá 25. maí sl., þegar gengi bréfa Haga var 18,95, ráðlagði greining Íslandsbanka fjárfestum að selja bréf sín, og var verðmatsgengið áætlað vera 17, en gengi bréfa félagsins miðað við stöðuna við opnun markaða í morgun er 18. 27. júní 2012 12:15
Telja Samkeppniseftirlitið helstu ógn Haga Greiningadeild Arion banki telur að helst ógn Haga sé ekki samkeppni, heldur ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og nýfengnar heimildir eftirlitsins. 27. júní 2012 13:36