Sport

Einar Daði yfir tvo metra í hástökkinu - í 8. sæti eftir 4 greinar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Daði Lárusson.
Einar Daði Lárusson. Mynd/Daniel Morandi
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson fór yfir tvo metra í hástökkinu í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum í Helsinki og er í áttunda sæti eftir fjórar greinar.

Einar Daði var aðeins frá sínu besta en hann fór yfir 2,04 metra á alþjóðlega mótinu í Tékklandi fyrr í þessum mánuði. Einar Daði fór yfir 2,00 metra í fyrsta stökki en feldi síðan 2,03 metra þrisvar sinnum.

Einar Daði var einn af sex sem fór yfir tvo metra en aðeins tveir tugþrautarkappa fór yfir 2,03 metrana.

Einar Daði er með 3239 stig eftir fyrstu fjórar greinarnar en hann 46 stigum á eftir Serbanum Mhail Dudas sem er í 7. sætinu og fimm stigum á undan Hvít-Rússanum Mikalai Shubianok sem er í 9. sæti.

Einar Daði var með 3276 stig eftir fjórar greinar í þrautinni í Tékklandi á dögunum eða 37 stigum meira en í þessari þraut.

Úkraínumaðurinn Oleksiy Kasyanov er efstur eftir fjórar fyrstu greinarnar með 3446 stig en í öðru sæti er Þjóðverjinn Pascal Behrenbruch með 3408 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×