Sport

Helgi setti nýtt Íslandsmet og vann silfur í spjótkasti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Sveinsson
Helgi Sveinsson Mynd/ÍF/Jón Björn Ólafsson
Ármenningurinn Helgi Sveinsson vann í dag til silfurverðlauna á EM fatlaðra í frjálsíþróttum þegar hann kastaði spjótinu 46,52 metra í flokki F42.

Helgi kastaði 35,48 metra fyrr í mánuðinum á Íslandsmóti ÍF og hann var því að bæta sig mikið.

Norðmaðurinn Runar Steinstad tók gullið er hann kastaði 47,94 metra í sjötta og síðasta kastinu sínu en kappinn hefur verið lengi að í greininni, hokinn af reynslu fæddur 1967.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×