Hreiðar Már: "Rannsóknin staðfestir það sem við höfum alltaf sagt" Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júní 2012 21:33 Hreiðar Már Sigurðsson segir ákvörðun breska fjármálaeftirlitsins um að ljúka rannsókn á Kaupþingi í Lundúnum mikinn létti því ýmsu verið haldið fram um lögbrot sem enginn fótur var fyrir. Eftirlitið breska telur hins vegar bankann ekki hafa upplýst með réttum hætti um laust fé og hefur meinað yfirmönnum Kaupþings að koma að rekstri fjármálafyrirtækja í Lundúnum í ákveðinn tíma. FSA, breska fjármálaeftirlitið, hóf rannsókn á Kaupþingi Singer & Friedlander eftir að bankinn fór í greiðslustöðvun í október 2008. FSA rannsóknin var afmörkuð við starfsemi Kaupþings Singer & Friedlander í London síðustu vikurnar fyrir fall bankans og FSA kom ekki nálægt skoðun á móðurfélaginu hér heima á Íslandi, enda hefur eftirlitið engin valdmörk gagnvart því. Núna, þremur og hálfu ári síðar er niðurstaðan sú að engin refsiverð háttsemi hafi átt sér stað í rekstri bankans þessar vikur í Lundúnum fyrir fall bankanna. Hreiðar Már, Ármann Þorvaldsson og Sigurður Einarsson gerðu sátt við FSA samhliða ákvörðun eftirlitsins. Hvað áhrif hefur þessi ákvörðun FSA, breska fjármálaeftirlitsins, fyrir þig, sem fyrrverandi forstjóra móðurfélagsins Kaupþings á Íslandi? „Þessi niðurstaða hefur töluvert mikla þýðingu. Því það voru uppi ásakanir um óeðlilega fjármagnsflutninga og að við höfum ekki staðið eðlilega að rekstri Singer & Friedlander, en rannsóknin staðfestir það sem við höfum alltaf sagt, að við höfum í hvívetna farið eftir lögum í rekstri bankans," segir Hreiðar Már, í samtali við fréttastofu en nálgast má myndskeið hér fyrir ofan með viðtali við hann frá Lúxemborg gegnum Skype. Þetta er ekki algjör hvítþvottur fyrir dótturfélagið í London því FSA telur að stjórnendur Kaupþings hafi greint ranglega frá því að Singer & Friedlander hafi verið í þeirri stöðu að fá lánalínu upp á einn milljarð punda, jafnvirði um 200 milljarða króna, frá móðurfélaginu Kaupþingi á Íslandi með skömmum fyrirvara. Þessi fullyrðing hafi ekki átt við rök að styðjast. Þá telur FSA að þetta sé alvarlegur brestur í upplýsingagjöf Kaupþings. Hreiðar Már segir að þessir vankantar á upplýsingagjöf séu þess eðlis að FSA hafi talið að stjórnendur Kaupþings hafi ekki upplýst eftirlitið, dagana fyrir hrun, um hvaða áhrif yfirtaka ríkisins á Glitni banka, sem ekkert varð úr, hefði haft á rekstur Kaupþings, en stjórnendur bankans hafi talið eftirlitið fyllilega upplýst um það. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Ármann Þorvaldsson skrifuðu undir sátt um að þeir megi ekki stjórna leyfisskyldum fjármálafyrirtækjum á Englandi í fimm ár frá falli Kaupþings, eða þangað til í október 2013. Hreiðar Már segir rannsókn FSA bæði tímafreka og kostnaðarsama. Þess vegna hafi hann verið tilbúinn að rita undir sátt um að starfa ekki í fjármálageiranum á Englandi á næstunni enda hafi það hvort sem er ekki staðið til. Miklu mikilvægara hafi verið að ljúka málinu. Sjá viðtalið við Hreiðar Má hér.thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson segir ákvörðun breska fjármálaeftirlitsins um að ljúka rannsókn á Kaupþingi í Lundúnum mikinn létti því ýmsu verið haldið fram um lögbrot sem enginn fótur var fyrir. Eftirlitið breska telur hins vegar bankann ekki hafa upplýst með réttum hætti um laust fé og hefur meinað yfirmönnum Kaupþings að koma að rekstri fjármálafyrirtækja í Lundúnum í ákveðinn tíma. FSA, breska fjármálaeftirlitið, hóf rannsókn á Kaupþingi Singer & Friedlander eftir að bankinn fór í greiðslustöðvun í október 2008. FSA rannsóknin var afmörkuð við starfsemi Kaupþings Singer & Friedlander í London síðustu vikurnar fyrir fall bankans og FSA kom ekki nálægt skoðun á móðurfélaginu hér heima á Íslandi, enda hefur eftirlitið engin valdmörk gagnvart því. Núna, þremur og hálfu ári síðar er niðurstaðan sú að engin refsiverð háttsemi hafi átt sér stað í rekstri bankans þessar vikur í Lundúnum fyrir fall bankanna. Hreiðar Már, Ármann Þorvaldsson og Sigurður Einarsson gerðu sátt við FSA samhliða ákvörðun eftirlitsins. Hvað áhrif hefur þessi ákvörðun FSA, breska fjármálaeftirlitsins, fyrir þig, sem fyrrverandi forstjóra móðurfélagsins Kaupþings á Íslandi? „Þessi niðurstaða hefur töluvert mikla þýðingu. Því það voru uppi ásakanir um óeðlilega fjármagnsflutninga og að við höfum ekki staðið eðlilega að rekstri Singer & Friedlander, en rannsóknin staðfestir það sem við höfum alltaf sagt, að við höfum í hvívetna farið eftir lögum í rekstri bankans," segir Hreiðar Már, í samtali við fréttastofu en nálgast má myndskeið hér fyrir ofan með viðtali við hann frá Lúxemborg gegnum Skype. Þetta er ekki algjör hvítþvottur fyrir dótturfélagið í London því FSA telur að stjórnendur Kaupþings hafi greint ranglega frá því að Singer & Friedlander hafi verið í þeirri stöðu að fá lánalínu upp á einn milljarð punda, jafnvirði um 200 milljarða króna, frá móðurfélaginu Kaupþingi á Íslandi með skömmum fyrirvara. Þessi fullyrðing hafi ekki átt við rök að styðjast. Þá telur FSA að þetta sé alvarlegur brestur í upplýsingagjöf Kaupþings. Hreiðar Már segir að þessir vankantar á upplýsingagjöf séu þess eðlis að FSA hafi talið að stjórnendur Kaupþings hafi ekki upplýst eftirlitið, dagana fyrir hrun, um hvaða áhrif yfirtaka ríkisins á Glitni banka, sem ekkert varð úr, hefði haft á rekstur Kaupþings, en stjórnendur bankans hafi talið eftirlitið fyllilega upplýst um það. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Ármann Þorvaldsson skrifuðu undir sátt um að þeir megi ekki stjórna leyfisskyldum fjármálafyrirtækjum á Englandi í fimm ár frá falli Kaupþings, eða þangað til í október 2013. Hreiðar Már segir rannsókn FSA bæði tímafreka og kostnaðarsama. Þess vegna hafi hann verið tilbúinn að rita undir sátt um að starfa ekki í fjármálageiranum á Englandi á næstunni enda hafi það hvort sem er ekki staðið til. Miklu mikilvægara hafi verið að ljúka málinu. Sjá viðtalið við Hreiðar Má hér.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira