Tárin féllu þegar ellefu ára heimsmet Seberle var slegið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2012 07:30 Eaton fellir tár við bætingu heimsmetsins. Nordicphotos/AFP Tugþrautarkappinn Asthon Eaton hneig til jarðar og grét gleðitárum þegar hann kom í mark í 1500 metra hlaupinu á bandaríska úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana í London um helgina. Heimsmetið í tugþraut, sem verið hafði í eigu Tékkans Romans Seberle í ellefu ár, var hans. Aðstæður í Eugene í Oregon höfðu verið erfiðar alla helgina en sólin fann sér leið út úr skýjunum rétt fyrir lokagreinina. Eaton vissi fyrir 1500 metra hlaupið að hann þyrfti að bæta sinn besta tíma um 2.57 sekúndur til að slá heimsmetið. Hann gerði það og gott betur. Hann hljóp á 4:14.48 og bætti sinn besta tíma um 4.46 sekúndur við mikinn fögnuð áhorfenda á Hayward Field í Eugene. „Fólk getur sagt það sem það vill en það eru töfrar hérna," sagði Eaton sem lauk keppni með 9.039 stig á sínum gamla heimavelli en Eaton keppti fyrir Háskólann í Oregon (University of Oregon) á sínum tíma. Fjölmörg afrek í bandarískri frjálsíþróttasögu hafa unnist á Hayward-vellinum sem býr yfir töfrum að margra mati. Heimsmet Seberle frá því árið 2001 í Götzis var 9.026 stig. Það var um leið í eina skiptið sem tugþrautarmaður hafði hlotið yfir 9000 stig. Áður var metið í eigu annars Tékka, Tomas Dvorak, en þar á undan stóð heimsmet Bandaríkjamannsins Dan O'Brien frá 1992, 8.891 sig, í sjö ár. Enginn Bandaríkjamaður toppaði O'Brien í tæp 20 ár eða þar til nú. „Hann gaf aldrei eftir. Það er mjög auðvelt þegar maður hefur mikla forystu að gefa eftir. Það skilur hann frá öllum, mér meðtöldum. Ég er ekki viss um að ég hefði getað hlaupið úr mér lungun í 1500 metra hlaupinu," sagði O'Brien sem varð vitni að afreki Eaton. Eaton bætti sig í fimm greinum af tíu og tryggði sér eitt af þremur sætum Bandaríkjamanna í tugþraut á Ólympíuleikunum. Einn þeirra sem sat eftir með sárt ennið var Ólympíumeistarinn Brian Clay. Clay felldi síðustu grindina í 110 metra grindahlaupinu og var í fyrstu dæmdur úr keppni. Þrátt fyrir að sú ákvörðun væri skömmu síðar dregin tilbaka gerði Clay ógilt í öllum köstum sínum í kringlukastinu. Þótt möguleikar hans á að tryggja sæti sitt til London væru úr sögunni kláraði kappinn keppnina. „Það var mikilvægt að klára þrautina. Ég hafði enga löngun til þess en hreinlega varð. Ég vildi ekki að börnin mín myndu minnast þess þegar faðir þeirra kláraði ekki þraut," sagði Clay sem felldi tár, vonbrigðatár, eftir grindarhlaupið. Þrátt fyrir allt var Clay himinlifandi fyrir hönd landa síns Eaton sem gefur til kynna, enn á ný, hve nánir keppendur í tugþraut eru. „Þetta var erfiður dagur fyrir mig en það var stórkostlegt að vera hluti af því sem gekk á hjá Asthon," sagði Clay um ótrúlega framgöngu Eaton í Oregon. „Það er eins og allt lífið fari fram á tveimur dögum. Í stóra heiminum skiptir þetta ekki miklu máli en þetta er alheimurinn fyrir mér. Að gera eins vel og ég mögulega gat í mínum eigin heimi gerir mig afar glaðan," sagði Eaton sem einnig er heimsmethafi í sjöþraut. Auk Eaton tryggði Trey Hardee sér sæti á Ólympíuleikunum í London. Hardee hafnaði í öðru sæti með 8383 stig.Nordicphotos/Getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Sjá meira
Tugþrautarkappinn Asthon Eaton hneig til jarðar og grét gleðitárum þegar hann kom í mark í 1500 metra hlaupinu á bandaríska úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana í London um helgina. Heimsmetið í tugþraut, sem verið hafði í eigu Tékkans Romans Seberle í ellefu ár, var hans. Aðstæður í Eugene í Oregon höfðu verið erfiðar alla helgina en sólin fann sér leið út úr skýjunum rétt fyrir lokagreinina. Eaton vissi fyrir 1500 metra hlaupið að hann þyrfti að bæta sinn besta tíma um 2.57 sekúndur til að slá heimsmetið. Hann gerði það og gott betur. Hann hljóp á 4:14.48 og bætti sinn besta tíma um 4.46 sekúndur við mikinn fögnuð áhorfenda á Hayward Field í Eugene. „Fólk getur sagt það sem það vill en það eru töfrar hérna," sagði Eaton sem lauk keppni með 9.039 stig á sínum gamla heimavelli en Eaton keppti fyrir Háskólann í Oregon (University of Oregon) á sínum tíma. Fjölmörg afrek í bandarískri frjálsíþróttasögu hafa unnist á Hayward-vellinum sem býr yfir töfrum að margra mati. Heimsmet Seberle frá því árið 2001 í Götzis var 9.026 stig. Það var um leið í eina skiptið sem tugþrautarmaður hafði hlotið yfir 9000 stig. Áður var metið í eigu annars Tékka, Tomas Dvorak, en þar á undan stóð heimsmet Bandaríkjamannsins Dan O'Brien frá 1992, 8.891 sig, í sjö ár. Enginn Bandaríkjamaður toppaði O'Brien í tæp 20 ár eða þar til nú. „Hann gaf aldrei eftir. Það er mjög auðvelt þegar maður hefur mikla forystu að gefa eftir. Það skilur hann frá öllum, mér meðtöldum. Ég er ekki viss um að ég hefði getað hlaupið úr mér lungun í 1500 metra hlaupinu," sagði O'Brien sem varð vitni að afreki Eaton. Eaton bætti sig í fimm greinum af tíu og tryggði sér eitt af þremur sætum Bandaríkjamanna í tugþraut á Ólympíuleikunum. Einn þeirra sem sat eftir með sárt ennið var Ólympíumeistarinn Brian Clay. Clay felldi síðustu grindina í 110 metra grindahlaupinu og var í fyrstu dæmdur úr keppni. Þrátt fyrir að sú ákvörðun væri skömmu síðar dregin tilbaka gerði Clay ógilt í öllum köstum sínum í kringlukastinu. Þótt möguleikar hans á að tryggja sæti sitt til London væru úr sögunni kláraði kappinn keppnina. „Það var mikilvægt að klára þrautina. Ég hafði enga löngun til þess en hreinlega varð. Ég vildi ekki að börnin mín myndu minnast þess þegar faðir þeirra kláraði ekki þraut," sagði Clay sem felldi tár, vonbrigðatár, eftir grindarhlaupið. Þrátt fyrir allt var Clay himinlifandi fyrir hönd landa síns Eaton sem gefur til kynna, enn á ný, hve nánir keppendur í tugþraut eru. „Þetta var erfiður dagur fyrir mig en það var stórkostlegt að vera hluti af því sem gekk á hjá Asthon," sagði Clay um ótrúlega framgöngu Eaton í Oregon. „Það er eins og allt lífið fari fram á tveimur dögum. Í stóra heiminum skiptir þetta ekki miklu máli en þetta er alheimurinn fyrir mér. Að gera eins vel og ég mögulega gat í mínum eigin heimi gerir mig afar glaðan," sagði Eaton sem einnig er heimsmethafi í sjöþraut. Auk Eaton tryggði Trey Hardee sér sæti á Ólympíuleikunum í London. Hardee hafnaði í öðru sæti með 8383 stig.Nordicphotos/Getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Sjá meira