Sport

Helgi fjórði í 100 metra hlaupi | Íslandsmet fékkst ekki staðfest

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Baldur Ævar Baldursson
Baldur Ævar Baldursson Mynd / Jón Björn Ólafsson
Helgi Sveinsson varð í fjórða sæti í flokki T42 á Evrópumóti fatlaðra sem hófst í Hollandi í gær. Helgi hljóp á tímanum 14,41 sekúnda en vindur mældist 2,3 m/s og fékkst nýtt Íslandsmet því ekki staðfest.

Baldur Ævar Baldursson varð í fimmta sæti í langstökki í flokki F37. Baldru stökk lengst 5,06 metra sem er næstlengsta stökk hans á árinu. Ingeborg Eide Garðarsdóttir hafnaði í sjötta sæti í flokki F37 kvenna í kúluvarpi. Hún varpaði kúlunni 6,35 metra.

Aðstæður í Hollandi voru ekki þær bestu í gær. Bæði rigndi og blés eins og áður er minnst á.


Tengdar fréttir

Ingeborg bætti Íslandsmet fatlaðra í spjótkasti

Ingeborg Eide Garðarsdóttir varð í 8. sæti í spjótkasti kvenna í dag á Evrópumóti fatlaðra í Stadskanaal í Hollandi. Ingeborg bætti Íslandsmetið í flokki F37 um heila 59 sentímetra. Ingeborg átti gamla metið sjálf en hún kastaði slétta 15 metra á Íslandsmóti ÍF. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×