Misnotuðu glufu í EVE online - högnuðust um 21 milljón isk í leiknum VG skrifar 22. júní 2012 15:12 Pétur Jóhannes segir spilara í EVE online ótrúlega hugvitssama oft á tíðum. „Við urðum varir við þetta fyrir um tveimur dögum síðan," segir Pétur Jóhannes Óskarsson, rannsakandi innan CCP tölvuleikjafyrirtækisins, en svo virðist sem fimm spilarar í leiknum EVE online hafi hagnýtt sér glufu innan leiksins með þeim afleiðingum að þeir högnuðust um 5 þúsund milljarða ISK (5 billjón ISK), sem er gjaldmiðill innan leiksins og skal ekki rugla saman við alþjóðlega skammstöfun á íslensku krónunni. Glufuna má rekja til breytinga í leiknum sem varð í maí síðastliðnum. Þá gátu spilarar fengið svokölluð „loyalty" stig, eða hollustustig með því að skaða farm annarra geimfara. Stigin voru svo reiknuð út frá markaðsvirði hlutanna sem þeir skemmdu. Gallinn var hinsvegar sá að þeir fengu einnig greitt fyrir farminn sem skemmdist ekki í árásinni. Það var þá sem næsta skref hófst. Þannig nýttu þeir fyrrnefnd stig til þess að kaupa hluti innan leiksins sem voru lítið sem ekkert notaðir af öðrum spilurum og voru því næst sem verðlausir. Aftur á móti hækkuðu spilarar leiksins virði þessara hluta gríðarlega með hefðbundnu braski, það er að segja með því að kaupa og selja þá af hvorum öðrum. Síðan fylltu þeir skipin sín af hlutunum og í kjölfarið eyðilögðu þeir farminn hjá hvorum öðrum og fengu þannig gríðarlega mikið af loyalty gjaldmiðlinum sem þeir skiptu svo yfir í ISK gjaldmiðilinn með frekara braski. „Í raun skrúfuðu þeir upp verðgildi nær verðlausra hluta og eyðilögðu," segir Pétur. Ef virði þess sem spilararnir græddu á glufunni er umreiknað í íslenskar krónur þá högnuðust félagarnir um rúmlega 21 milljón. Spurður hvort hagnýting spilaranna sé ekki dálítið lík framferði ýmissa útrásarvíkinga í hruninu á Íslandi, það er að segja að stórauka virði verðlausra hluta og umbreyta svo í verðmæti, svarar Pétur: „Jú, þetta er einmitt hliðstætt að því er virðist." Pétur segir að það sé ekki hægt að umbreyta gjaldmiðlinum innan EVE online í raunveruleg verðmæti. Þannig er ekki hægt að selja hann á Ebay eða öðrum uppboðsvefum. Pétur segir rannsókn innan CCP lokið en í ljós kom að minnsta kosti fimm félagar stóðu fyrir hagnýtingu glufunnar. Hann segir að þeir hafi eingöngu getað nýtt sér hana í þrjár daga í mesta lagi. Spurður hvort spilararnir þurfi að takast á við einhverjar afleiðingar vegna málsins svarar Pétur: „Tæknilega séð voru þeir ekki að gera neitt sem var bannað. Þannig það er óljóst hvað verður gert." Pétur segir spilarana hafa einfaldlega nýtt sér glufu innan leiksins, „og er í raun týpískt fyrir EVE spilara. Það eru oft ótrúlega greindir náungar að spila leikinn. Það er frekar að það sé borin virðing fyrir hugvitsseminni hér innan húss," segir Pétur að lokum. Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
„Við urðum varir við þetta fyrir um tveimur dögum síðan," segir Pétur Jóhannes Óskarsson, rannsakandi innan CCP tölvuleikjafyrirtækisins, en svo virðist sem fimm spilarar í leiknum EVE online hafi hagnýtt sér glufu innan leiksins með þeim afleiðingum að þeir högnuðust um 5 þúsund milljarða ISK (5 billjón ISK), sem er gjaldmiðill innan leiksins og skal ekki rugla saman við alþjóðlega skammstöfun á íslensku krónunni. Glufuna má rekja til breytinga í leiknum sem varð í maí síðastliðnum. Þá gátu spilarar fengið svokölluð „loyalty" stig, eða hollustustig með því að skaða farm annarra geimfara. Stigin voru svo reiknuð út frá markaðsvirði hlutanna sem þeir skemmdu. Gallinn var hinsvegar sá að þeir fengu einnig greitt fyrir farminn sem skemmdist ekki í árásinni. Það var þá sem næsta skref hófst. Þannig nýttu þeir fyrrnefnd stig til þess að kaupa hluti innan leiksins sem voru lítið sem ekkert notaðir af öðrum spilurum og voru því næst sem verðlausir. Aftur á móti hækkuðu spilarar leiksins virði þessara hluta gríðarlega með hefðbundnu braski, það er að segja með því að kaupa og selja þá af hvorum öðrum. Síðan fylltu þeir skipin sín af hlutunum og í kjölfarið eyðilögðu þeir farminn hjá hvorum öðrum og fengu þannig gríðarlega mikið af loyalty gjaldmiðlinum sem þeir skiptu svo yfir í ISK gjaldmiðilinn með frekara braski. „Í raun skrúfuðu þeir upp verðgildi nær verðlausra hluta og eyðilögðu," segir Pétur. Ef virði þess sem spilararnir græddu á glufunni er umreiknað í íslenskar krónur þá högnuðust félagarnir um rúmlega 21 milljón. Spurður hvort hagnýting spilaranna sé ekki dálítið lík framferði ýmissa útrásarvíkinga í hruninu á Íslandi, það er að segja að stórauka virði verðlausra hluta og umbreyta svo í verðmæti, svarar Pétur: „Jú, þetta er einmitt hliðstætt að því er virðist." Pétur segir að það sé ekki hægt að umbreyta gjaldmiðlinum innan EVE online í raunveruleg verðmæti. Þannig er ekki hægt að selja hann á Ebay eða öðrum uppboðsvefum. Pétur segir rannsókn innan CCP lokið en í ljós kom að minnsta kosti fimm félagar stóðu fyrir hagnýtingu glufunnar. Hann segir að þeir hafi eingöngu getað nýtt sér hana í þrjár daga í mesta lagi. Spurður hvort spilararnir þurfi að takast á við einhverjar afleiðingar vegna málsins svarar Pétur: „Tæknilega séð voru þeir ekki að gera neitt sem var bannað. Þannig það er óljóst hvað verður gert." Pétur segir spilarana hafa einfaldlega nýtt sér glufu innan leiksins, „og er í raun týpískt fyrir EVE spilara. Það eru oft ótrúlega greindir náungar að spila leikinn. Það er frekar að það sé borin virðing fyrir hugvitsseminni hér innan húss," segir Pétur að lokum.
Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira