Hans Þór Hilmarsson og Lotta frá Hellu komu, sáu og sigruðu í B-úrslitum í A-flokki gæðinga á Landsmóti hestamanna á Hvammsvelli í gærkvöldi.
Hans og Lotta hlutu 8,76 í meðaleinkunn og tryggðu sér sigur og um leið sæti í A-úrslitunum. Að sögn blaðamanns Eiðfaxa áttu þau Lotta og Hans brekkuna sem fagnaði ákaft er úrslit lágu fyrir.
Úrslit
Keppandi/ tölt/ brokk/skeið/vilji/fegurð í reið/ lokaeinkunn
8. Lotta frá Hellu og Hans Þór Hilmarsson (Geysir) 8,60 - 8,64 - 8,96 - 8,86 - 8,66 = 8,76
9. Máttur frá Leirubakka og Sigurður Vignir Matthíasson (Fákur) 8,62 - 8,58 - 8,62 - 8,66 - 8,72 = 8,65
10. Greifi frá Holtsmúla 1 og Reynir Örn Pálmason (Hörður) 8,66- 8,60 - 8,58 - 8,68 - 8,68 = 8,64
11. Sturla frá Hafsteinsstöðum og Hinrik Bragason (Fákur) 8,68 - 8,62 - 8,38 - 8,52 - 8,64 = 8,56
12. Óttar frá Hvítárholti og Súsanna Ólafsdóttir (Hörður) - 8,46 - 8,40 - 8,72 - 8,58 - 8,54 = 8,56
13. Frægur frá Flekkudal og Sólon Morthens (Logi) 8,54 - 8,32 - 8,62 - 8,50 - 8,50 = 8,52
14. Nói frá Garðsá og Berglind Rósa Guðmundsdóttir (Sörli) 8,44 - 8,48 - 8,40 - 8,48 = 8,45
15. Stáli frá Ytri-Bægisá I og Þorvar Þorsteinsson (Léttir) 8,40 - 8,46 -8,46 -8,46 - 8,42 = 8,44
Sport