Sport

Sigurbjörn og Jarl sigruðu í B-úrslitum í tölti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurbjörn og Jarl í kvöldsólinni á Hvammsvelli í gærkvöldi.
Sigurbjörn og Jarl í kvöldsólinni á Hvammsvelli í gærkvöldi. Mynd / Eiðfaxi.is
Sigurbjörn Bárðarson og Jarl frá Mið-Fossum tryggðu sér í gærkvöldi sæti í A-úrslitum í tölti með sigri í B-úrslitaflokkinum.

Eins og reglur gera ráð fyrir tryggir efsta sætið í B-úrslitum sér síðasta lausa sætið í A-úrslitum og verður fróðlegt að sjá hvernig Sigurbirni og Jarli vegnar þar.

Sigurbjörn hefur farið á kostum á landsmótinu enda á heimavelli. A-úrslitin fara fram í kvöld klukkan 20.15 og er mikil spenna í loftinu.

Sigurbjörn og Jarl munu meðal annars mæta gæðingum á borð við Smyril frá Hrísum, Dívu frá Álfhólum, Árborg frá Miðey, Óskar frá Blesastöðum 1A svo ekki sé minnst á titilverjandann Ölfu frá Blesastöðum 1A.

Úrslit: Keppandi/ Hægt tölt/ Hraðabreytingar / Hratt tölt / aðaleinkunn

6. Jarl frá Mið-Fossum og Sigurbjörn Bárðarson (Fákur): 9,0 - 8,0 - 7,83 - 8,28

7. Háfeti frá Úlfsstöðum og Eyjólfur Þorsteinsson (Sörli): 7,5 - 7,83 - 8,83 - 8,06

8. Stormur frá Herríðarhóli og Árni Björn Pálsson (Fákur): 8,0 - 7,5 -8,33 - 7,94

9. Blæja frá Lýtingsstöðum og Sigurður Sigurðarson (Geysir): 7,5 - 7,67 - 8,50- 7,89

10. Vornótt frá Hólabrekku og Viðar Ingólfsson (Fákur): 7,5 - 7,83 - 6,67 - 7,33




Fleiri fréttir

Sjá meira


×