Selja íslenskt hugvit fyrir milljarð 6. júlí 2012 15:46 Norðurál á Grundartanga hefur undirritað samning við íslenska verkfræðifyrirtækið Alu1 um heildarlausn á sérhæfðum framleiðslubúnaði fyrir skautsmiðju álversins. Upphæð samningsins er hátt í milljarð króna fyrir utan vsk., samkvæmt tilkynningu frá Norðuráli. Í tilkynningu segir ennfremur: Verkið var boðið út á fjölþjóðlegum vettvangi og varð Alu1 hlutskarpast í þeirri samkeppni. Sú þjónusta sem Alu1 selur Norðuráli felur m.a. í sér hönnun og smíði á vélasamstæðum með tilheyrandi fylgihlutum ásamt stjórntölvu. Heildarlausnin og aðalhluti vélbúnaðarins eru hönnuð af sérfræðingum íslenska fyrirtækisins. Vélarnar sjálfar koma ýmist frá erlendum aðilum eða eru sérframleiddar en stefnt er að því að sem mest af þeim verði framleitt á Íslandi. Eyvindur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Alu1: „Þetta verkefni á Grundartanga er metnaðarfullt og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Ferlið hefur verið langt og strangt enda gerir Norðurál gríðarlegar kröfur til þátta á borð við öryggi, umhverfi og áreiðanleika. Eftir að útboðinu lauk tók við ítarlegt skoðunarferli þar sem farið var yfir tækilegar lausnir, þær bornar saman og metnar á faglegum forsendum. Framundan er vinna við frekari hönnun, samsetningu, forritun og prófanir en segja má að vélarnar séu klæðskerasniðnar að þörfum Norðuráls. Við gerum ráð fyrir að verkið verði unnið í áföngum á næstu 28 mánuðum." Verkfræðifyrirtækið Alu1 hefur á undanförnum árum haslað sér völl á alþjóðlegum mörkuðum með hugviti sínu og sérsniðnum lausnum fyrir álver og járnblendiverksmiðjur. Hefur fyrirtækið m.a. selt lausnir sínar til fyrirtækja í Evrópu, Egyptalandi, Kanada, Argentínu, Ástralíu og Nýju-Kaledóníu auk Íslands. Sérþekking fyrirtækisins og aukið bolmagn til að sinna stórum fyrirtækjum af þessum toga á rætur sínar að rekja til uppbyggingar stóriðju hér á landi, tengdra orkuframkvæmda og þeirra tækifæra til nýsköpunar sem fylgt hafa í kjölfarið. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls: „Það er einkar ánægjulegt að íslenskt fyrirtæki varð hlutskarpast í þessu útboði og bar sigurorð af erlendum keppinautum á faglegum og fjárhagslegum forsendum. Þetta er enn eitt dæmið um samkeppnhæfni íslenskra fyrirtækja sem þjóna áliðnaðinum og þá miklu verðmætasköpun sem þau standa fyrir. Nýi búnaðurinn gerir okkur kleift að bæta vinnuumhverfið, auka afköst og nýta enn betur það efni sem til fellur í álverinu og unnt er að endurvinna." Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Norðurál á Grundartanga hefur undirritað samning við íslenska verkfræðifyrirtækið Alu1 um heildarlausn á sérhæfðum framleiðslubúnaði fyrir skautsmiðju álversins. Upphæð samningsins er hátt í milljarð króna fyrir utan vsk., samkvæmt tilkynningu frá Norðuráli. Í tilkynningu segir ennfremur: Verkið var boðið út á fjölþjóðlegum vettvangi og varð Alu1 hlutskarpast í þeirri samkeppni. Sú þjónusta sem Alu1 selur Norðuráli felur m.a. í sér hönnun og smíði á vélasamstæðum með tilheyrandi fylgihlutum ásamt stjórntölvu. Heildarlausnin og aðalhluti vélbúnaðarins eru hönnuð af sérfræðingum íslenska fyrirtækisins. Vélarnar sjálfar koma ýmist frá erlendum aðilum eða eru sérframleiddar en stefnt er að því að sem mest af þeim verði framleitt á Íslandi. Eyvindur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Alu1: „Þetta verkefni á Grundartanga er metnaðarfullt og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Ferlið hefur verið langt og strangt enda gerir Norðurál gríðarlegar kröfur til þátta á borð við öryggi, umhverfi og áreiðanleika. Eftir að útboðinu lauk tók við ítarlegt skoðunarferli þar sem farið var yfir tækilegar lausnir, þær bornar saman og metnar á faglegum forsendum. Framundan er vinna við frekari hönnun, samsetningu, forritun og prófanir en segja má að vélarnar séu klæðskerasniðnar að þörfum Norðuráls. Við gerum ráð fyrir að verkið verði unnið í áföngum á næstu 28 mánuðum." Verkfræðifyrirtækið Alu1 hefur á undanförnum árum haslað sér völl á alþjóðlegum mörkuðum með hugviti sínu og sérsniðnum lausnum fyrir álver og járnblendiverksmiðjur. Hefur fyrirtækið m.a. selt lausnir sínar til fyrirtækja í Evrópu, Egyptalandi, Kanada, Argentínu, Ástralíu og Nýju-Kaledóníu auk Íslands. Sérþekking fyrirtækisins og aukið bolmagn til að sinna stórum fyrirtækjum af þessum toga á rætur sínar að rekja til uppbyggingar stóriðju hér á landi, tengdra orkuframkvæmda og þeirra tækifæra til nýsköpunar sem fylgt hafa í kjölfarið. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls: „Það er einkar ánægjulegt að íslenskt fyrirtæki varð hlutskarpast í þessu útboði og bar sigurorð af erlendum keppinautum á faglegum og fjárhagslegum forsendum. Þetta er enn eitt dæmið um samkeppnhæfni íslenskra fyrirtækja sem þjóna áliðnaðinum og þá miklu verðmætasköpun sem þau standa fyrir. Nýi búnaðurinn gerir okkur kleift að bæta vinnuumhverfið, auka afköst og nýta enn betur það efni sem til fellur í álverinu og unnt er að endurvinna."
Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira