Skuldabréfaútboði CCP lokið - 75 prósent umframeftirspurn Magnús Halldórsson skrifar 6. júlí 2012 14:46 Myndskot úr EVE-online. Lokuðu útboði til fjárfesta á breytanlegum skuldabréfum útgefnum af CCP hf. lauk 4. júlí s.l. Í boði voru USD 15 milljónir og bárust áskriftir fyrir USD 26,3 milljónum eða rúmlega 75% umfram þá fjárhæð sem í boði var, að því er segir í tilkynningu frá CCP. Meðal kaupenda voru fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir. „Með hliðsjón af umframáskrift og mikilli þátttöku innlendra stofnanafjárfesta hefur stjórn CCP hf. ákveðið að nýta að fullu heimild frá hluthafafundi til að hækka útboðsfjárhæðina í USD 20 milljónir," að því er segir í tilkynningu frá CCP. Þeir fjármunir sem aflað var í útboðinu styrkja lausafjárstöðu CCP. Verða þeir fjármunir sem aflað hefur verið í útboðinu nýttir í almennan rekstur CCP, ásamt því að styðja við alþjóðlega markaðssetningu á nýrri vöru CCP, fjölspilunartölvuleiknum Dust 514, sem CCP mun gefa út og markaðssetja síðar á þessu ári í samstarfi við Sony. „Það er sérstaklega ánægjulegt að finna fyrir miklum stuðningi við félagið af hálfu innlendra lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta nú þegar fyrir höndum er næsta stóra skref í vexti félagsins. Við erum meðvitaðir um að þetta er fyrsta skuldabréfaútgáfa á innanlandsmarkaði í langan tíma, ef frá er talin útgáfa opinberra aðila og orkufyrirtækja, og gerum ráð fyrir að þetta sé vísbending um að íslenskur fjármálamarkaður sé áhugasamur um að styðja við önnur fyrirtæki sem fylgt geta okkar fordæmi. Einnig erum við stoltir af því að hafa sýnt fram á að mögulegt er að byggja upp áhugaverða og fjölbreytta fjárfestingarkosti á Íslandi í fleiri atvinnugreinum en þeim sem byggja á okkar verðmætu náttúruauðlindum," segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í tilkynningu. Stefnt er að því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta í kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi á næstunni. Ráðgjöf og umsjón með útboðsferlinu var í höndum Arctica Finance hf. Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Lokuðu útboði til fjárfesta á breytanlegum skuldabréfum útgefnum af CCP hf. lauk 4. júlí s.l. Í boði voru USD 15 milljónir og bárust áskriftir fyrir USD 26,3 milljónum eða rúmlega 75% umfram þá fjárhæð sem í boði var, að því er segir í tilkynningu frá CCP. Meðal kaupenda voru fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir. „Með hliðsjón af umframáskrift og mikilli þátttöku innlendra stofnanafjárfesta hefur stjórn CCP hf. ákveðið að nýta að fullu heimild frá hluthafafundi til að hækka útboðsfjárhæðina í USD 20 milljónir," að því er segir í tilkynningu frá CCP. Þeir fjármunir sem aflað var í útboðinu styrkja lausafjárstöðu CCP. Verða þeir fjármunir sem aflað hefur verið í útboðinu nýttir í almennan rekstur CCP, ásamt því að styðja við alþjóðlega markaðssetningu á nýrri vöru CCP, fjölspilunartölvuleiknum Dust 514, sem CCP mun gefa út og markaðssetja síðar á þessu ári í samstarfi við Sony. „Það er sérstaklega ánægjulegt að finna fyrir miklum stuðningi við félagið af hálfu innlendra lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta nú þegar fyrir höndum er næsta stóra skref í vexti félagsins. Við erum meðvitaðir um að þetta er fyrsta skuldabréfaútgáfa á innanlandsmarkaði í langan tíma, ef frá er talin útgáfa opinberra aðila og orkufyrirtækja, og gerum ráð fyrir að þetta sé vísbending um að íslenskur fjármálamarkaður sé áhugasamur um að styðja við önnur fyrirtæki sem fylgt geta okkar fordæmi. Einnig erum við stoltir af því að hafa sýnt fram á að mögulegt er að byggja upp áhugaverða og fjölbreytta fjárfestingarkosti á Íslandi í fleiri atvinnugreinum en þeim sem byggja á okkar verðmætu náttúruauðlindum," segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í tilkynningu. Stefnt er að því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta í kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi á næstunni. Ráðgjöf og umsjón með útboðsferlinu var í höndum Arctica Finance hf.
Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira