Íslenski boltinn

Myndir frá Evrópuævintýrum íslensku liðanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Ernir
FH, ÍBV og Þór voru í eldlínunni í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi. ÍBV og Þór léku á Írlandi en FH-ingar tóku á móti Eschen-Mauren í Kaplakrika.

Eyjamenn máttu sætta sig við 1-0 tap gegn St. Patrick's Athletic í Dublin í leik þar sem heimamenn réðu ferðinni. Úrslitin þokkaleg í ljósi þess.

Þórsarar náðu frábæru markalausu jafntefli gegn Bohemians og standa vel að vígi fyrir síðari leikinn á Akureyri næstkomandi fimmtudag.

FH-ingar klúðruðu fjölda færa gegn andstæðingi frá Liechtenstein en unnu þó 2-1 sigur. Hafnfirðingar verða að teljast líklegir til þess að komast áfram þótt veganestið til smáríkisins mætti vera betra.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kom við í Kaplakrika í gærkvöldi og tók myndir. Þá má einnig sjá myndasyrpur frá viðureignum Þórsara og Eyjamanna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×