Kínverjar byggja draugaborg í Angóla 5. júlí 2012 06:40 Draugaborgir eru þekkt fyrirbrigði í Kína en nú hafa Kínverjar byggt eina slíka í Angóla í Afríku. Borgin sem hér um ræðir heitir Kilamba og er á stærð við Osló höfuðborg Noregs. Það kostaði um 3,5 milljarða dollara eða vel yfir 400 milljarða króna að byggja hana. Vandamálið er að enginn íbúi er enn fluttur inn. Það stafar af því að borgin er ætluð fyrir miðstéttarfólk en slíkt fólk finnst varla í Angóla. Megnið af íbúum landsins lifa langt undir fátæktarmörkum eða á því sem, svarar til 250 króna á dag. Nýju íbúðirnar í Kilamba kosta á bilinu 15 til 24 milljónir króna sem eru stjarnfræðilegar upphæðir fyrir almenning í Angóla. Það var byggingafyrirtæki í eigu hins opinbera í Kína sem byggði borgina en Angóla sér Kína fyrir stórum hluta af hráolíu þeirri sem Kínverjar nota. Bygging hennar er liður í áætlunum forseta landsins að byggja milljón nýjar íbúðir í landinu á fjórum árum. Forsetinn mun enn telja að þær áætlanir gangi vel að því er segir í umfjöllun BBC um þetta mál. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Draugaborgir eru þekkt fyrirbrigði í Kína en nú hafa Kínverjar byggt eina slíka í Angóla í Afríku. Borgin sem hér um ræðir heitir Kilamba og er á stærð við Osló höfuðborg Noregs. Það kostaði um 3,5 milljarða dollara eða vel yfir 400 milljarða króna að byggja hana. Vandamálið er að enginn íbúi er enn fluttur inn. Það stafar af því að borgin er ætluð fyrir miðstéttarfólk en slíkt fólk finnst varla í Angóla. Megnið af íbúum landsins lifa langt undir fátæktarmörkum eða á því sem, svarar til 250 króna á dag. Nýju íbúðirnar í Kilamba kosta á bilinu 15 til 24 milljónir króna sem eru stjarnfræðilegar upphæðir fyrir almenning í Angóla. Það var byggingafyrirtæki í eigu hins opinbera í Kína sem byggði borgina en Angóla sér Kína fyrir stórum hluta af hráolíu þeirri sem Kínverjar nota. Bygging hennar er liður í áætlunum forseta landsins að byggja milljón nýjar íbúðir í landinu á fjórum árum. Forsetinn mun enn telja að þær áætlanir gangi vel að því er segir í umfjöllun BBC um þetta mál.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent