Segja bresk yfirvöld hafa þrýst á um að lækka vaxtaálag Barclays Magnús Halldórsson skrifar 3. júlí 2012 22:54 Bob Diamond. Bob Diamond, sem sagði af sér sem forstjóri Barclays bankans í dag, hefur nú lagt fram skjöl, sem innihalda meðal annars samskipti milli starfsmanna Barclays og Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, frá árinu 2008 þar sem meðal annars er rætt um leiðir til þess að lækka vaxtaálag Barclays bankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Barclays bankinn birti á vefsíðu bankans seinni partinn í dag. Er meðal annars vitnað til samtals í síma milli Diamond og Paul Tucker, eins og framkvæmdastjórum Englandsbanka, frá 29. október. Í tölvupósti, sem hefur verið birtur á BBC, segir að Tucker hafi gefið í skyn að hann væri undir þrýstingi frá nokkrum háttsettum mönnum innan breska stjórnarráðsins, sem gæfu til kynna að þyrfti, með öllum ráðum, að ná vaxtaálaginu niður. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram að bankinn sé ekki með þessu að afaska aðgerðir bankans sem leiddu til þess að hann var sektaður af breska fjármálaeftirlitinu um 290 milljónir punda, eða sem nemur 57 milljörðum króna. „Þetta hefði aldrei átt að eiga sér stað," segir í yfirlýsingunni. Þá er jafnframt gefið í skyn að ráðherrar í bresku ríkisstjórninni, undir forystu þáverandi forsætisráðherra Gordon Brown, hafi vitað af stöðu mála og seðlabankinn hafi verið undir þrýstingi um að draga úr vaxtaálagi á Barclays, sem var einn mikilvægasti breski Bankinn, og er enn. Á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að blaðamenn BBC hafi séð skjöl sem bendi til tengsla við ríkisstjórnina. Lögbrotin sem forsvarsmenn Barclays hafa viðurkennt og greitt sekt vegna, voru framin á miklum titringstíma á mörkuðum, í október 2008, þegar meðal annars íslensku bankarnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, féllu hver af öðrum dagana 7. til 9. október. Aðgerðirnar bankans voru til þess fallnar að falsa vaxtaálag á fjámögnun bankans og þar með draga upp ranga mynd af stöðu hans fyrir fjárfestum á markaði. Sjá má yfirlýsingu Barclays bankans hér, en Bob Diamond mun koma fyrir breska þingnefnd á morgun sem hefur vaxtasvindl bankans til umfjöllunar. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bob Diamond, sem sagði af sér sem forstjóri Barclays bankans í dag, hefur nú lagt fram skjöl, sem innihalda meðal annars samskipti milli starfsmanna Barclays og Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, frá árinu 2008 þar sem meðal annars er rætt um leiðir til þess að lækka vaxtaálag Barclays bankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Barclays bankinn birti á vefsíðu bankans seinni partinn í dag. Er meðal annars vitnað til samtals í síma milli Diamond og Paul Tucker, eins og framkvæmdastjórum Englandsbanka, frá 29. október. Í tölvupósti, sem hefur verið birtur á BBC, segir að Tucker hafi gefið í skyn að hann væri undir þrýstingi frá nokkrum háttsettum mönnum innan breska stjórnarráðsins, sem gæfu til kynna að þyrfti, með öllum ráðum, að ná vaxtaálaginu niður. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram að bankinn sé ekki með þessu að afaska aðgerðir bankans sem leiddu til þess að hann var sektaður af breska fjármálaeftirlitinu um 290 milljónir punda, eða sem nemur 57 milljörðum króna. „Þetta hefði aldrei átt að eiga sér stað," segir í yfirlýsingunni. Þá er jafnframt gefið í skyn að ráðherrar í bresku ríkisstjórninni, undir forystu þáverandi forsætisráðherra Gordon Brown, hafi vitað af stöðu mála og seðlabankinn hafi verið undir þrýstingi um að draga úr vaxtaálagi á Barclays, sem var einn mikilvægasti breski Bankinn, og er enn. Á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að blaðamenn BBC hafi séð skjöl sem bendi til tengsla við ríkisstjórnina. Lögbrotin sem forsvarsmenn Barclays hafa viðurkennt og greitt sekt vegna, voru framin á miklum titringstíma á mörkuðum, í október 2008, þegar meðal annars íslensku bankarnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, féllu hver af öðrum dagana 7. til 9. október. Aðgerðirnar bankans voru til þess fallnar að falsa vaxtaálag á fjámögnun bankans og þar með draga upp ranga mynd af stöðu hans fyrir fjárfestum á markaði. Sjá má yfirlýsingu Barclays bankans hér, en Bob Diamond mun koma fyrir breska þingnefnd á morgun sem hefur vaxtasvindl bankans til umfjöllunar.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira