FME: Neikvæð staða lífeyrissjóða nemur 700 milljörðum Magnús Halldórsson skrifar 3. júlí 2012 19:42 Neikvæð staða lífeyrissjóðakerfisins miðað við skuldbindingar í framtíðinni nemur nærri 700 milljörðum króna. Sérfræðingur Fjármálaeftirlitsins segir að úrbóta sé þörf, en að miklu leyti snúi þær að stjórnmálamönnum. Fjármálaeftirlitið kynnti í dag mat sitt á stöðu lífeyrissjóðakerfisins en þar kemur fram að þrátt fyrir 2000 milljarða eignir þá er staða mála miðað við framtíðarskuldingar mikið áhyggjuefni Raunávöxtun lífeyrissjóðanna, þar sem lögbundið ávöxtunarmarkmið er 3,5 prósent, hefur lagast nokkuð eftir hið mikla tap sjóðanna á árinu 2008, þegar fjármálakerfið hrundi, en á bóluárunum fyrir hrun sýndu sjóðirnir góða raunávöxtun. En þó raunávöxtun hafi verið að lagast, þá er tryggingfræðilega staða, það er eignastaða miðað við framtíðarskuldbindingar, áhyggjuefni að mati Fjármálaeftirlitsins. Heildarneikvæð staða er 668 milljarðar króna, og þar af er neikvæð staða lífeyrissjóða með opinbera ábyrgð ríkis og sveitarfélaga 474 milljarðar króna. „Hún hefur versnað aðeins hjá þessum sjóðum sem eru á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga en hefur batnað hjá þeim sjóðum sem eru án ábyrgðar. Það er fyrst og fremst vegna skerðingar sem á sér stað. Það er áætlað að skerðingar síðustu ára hafi numið 130 milljörðum hjá þeim sjóðum sem ekki eru með ábyrgð," segir Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur FME. Undirliggjandi í mati á styrk lífeyrissjóðakerfa er aldursamsetning þjóða. Eins og hér sést hefur mikil breyting átt sér staða á aldursamsetningu þjóðarinnar frá árinu 1980, samhliða fjölgun um tæplega 100 þúsund. Lífeyrissjóðakerfi þurfa óhjákvæmilega að laga sig að meiri lífaldri þjóðarinnar. „Gríðarlega mikill halli um 668 milljarðar í öllu kerfinu en það rétt að taka fram að þetta er halli sem ekki kemur til greiðslu á næstu fimmtán til tuttugu árum,"" segir Björn. Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Neikvæð staða lífeyrissjóðakerfisins miðað við skuldbindingar í framtíðinni nemur nærri 700 milljörðum króna. Sérfræðingur Fjármálaeftirlitsins segir að úrbóta sé þörf, en að miklu leyti snúi þær að stjórnmálamönnum. Fjármálaeftirlitið kynnti í dag mat sitt á stöðu lífeyrissjóðakerfisins en þar kemur fram að þrátt fyrir 2000 milljarða eignir þá er staða mála miðað við framtíðarskuldingar mikið áhyggjuefni Raunávöxtun lífeyrissjóðanna, þar sem lögbundið ávöxtunarmarkmið er 3,5 prósent, hefur lagast nokkuð eftir hið mikla tap sjóðanna á árinu 2008, þegar fjármálakerfið hrundi, en á bóluárunum fyrir hrun sýndu sjóðirnir góða raunávöxtun. En þó raunávöxtun hafi verið að lagast, þá er tryggingfræðilega staða, það er eignastaða miðað við framtíðarskuldbindingar, áhyggjuefni að mati Fjármálaeftirlitsins. Heildarneikvæð staða er 668 milljarðar króna, og þar af er neikvæð staða lífeyrissjóða með opinbera ábyrgð ríkis og sveitarfélaga 474 milljarðar króna. „Hún hefur versnað aðeins hjá þessum sjóðum sem eru á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga en hefur batnað hjá þeim sjóðum sem eru án ábyrgðar. Það er fyrst og fremst vegna skerðingar sem á sér stað. Það er áætlað að skerðingar síðustu ára hafi numið 130 milljörðum hjá þeim sjóðum sem ekki eru með ábyrgð," segir Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur FME. Undirliggjandi í mati á styrk lífeyrissjóðakerfa er aldursamsetning þjóða. Eins og hér sést hefur mikil breyting átt sér staða á aldursamsetningu þjóðarinnar frá árinu 1980, samhliða fjölgun um tæplega 100 þúsund. Lífeyrissjóðakerfi þurfa óhjákvæmilega að laga sig að meiri lífaldri þjóðarinnar. „Gríðarlega mikill halli um 668 milljarðar í öllu kerfinu en það rétt að taka fram að þetta er halli sem ekki kemur til greiðslu á næstu fimmtán til tuttugu árum,"" segir Björn.
Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira