Einar Öder og Glóðafeykir sigruðu í A-úrslitum B-flokks gæðinga 1. júlí 2012 15:34 Einar Öder ásamt eiginkonu sinni og Glóðafeyki. Mynd / Eiðfaxi.is Veðrið lék ekki beint við landsmótsgesti í A-úrslitum B-flokks gæðinga. Rigningin skall á rétt fyrir úrslit en hafði það þó lítil áhrif á knapa og hesta, því keppni milli sterkustu fjórgangshesta landsins var æsispennandi fram að síðustu einkunn. Klárarnir voru missterkir á hæga töltinu. Reynsuboltarnir Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir voru öryggið uppmálað og hlutu þau hæstu einkunn keppenda, 8,80. Hrímnir frá Ósi fór einnig fallega hjá Guðmundi Björgvinssyni og uppskáru þeir 8,78. Þá var brokkað. Þar höfðu sjarmatröllinn Glóðafeyki frá Halakoti og Einar Öder Magnússon vinningin, hlutu glæsilega 9,12 en bæði Hrímnir, Loki frá Selfossi og Eldjárn frá Tjaldhólum skoruðu hátt. Glóðafeykir og Einar höfðu einnig yfirburði í kröftugri sýningu keppenda á hröðu tölti, uppskáru 9,18. Það sama má segja um einkunnir fyrir vilja og fegurð í reið, þar heillaði Glóðafeykir dómarana hlaut 9,16 fyrir vilja og 8,92 fyrir fegurð í reið. Sigur gamla refsins og hins töfrandi Glóðafeykis var því tryggður með slétta 9,00 í lokaeinkunn og Einar hampaði Háfetabikarnum verðskuldað. Glóðafeykir og Einar voru einnig senuþjófar flokksins á síðasta ári, þegar þeir höfnuðu í 3. sæti flokksins á landsmóti eftir að hafa sigrað í B-úrslitum. Í viðtali við kynni mótsins eignaði Einar hestinum sínum stórkostlega sigurinn að öllu leyti. Einar sjálfur hefur ekki unnið á landsmót síðan 1986 og er því sigur hans ansi sætur. Heyrst hefur að Einar stefni næst með Glóðafeyki sinn til Berlínar á Heimsmeistaramótið 2013.Keppendur/ Hægt tölt/ Brokk / Greitt tölt / Vilji / Fegurð í reið /Lokaeinkunn 1. Glóðafeykir frá Halakoti og Einar Öder Magnússon: 8,52 - 9,12 - 9,18 - 9,16 - 8,92 = 9,00 2. Hrímnir frá Ósi og Guðmundur Björgvinsson: 8,78 - 8,90 - 9,00 - 8,98 - 9,06 = 8,97 3. Loki frá Selfossi og Sigurður Sigurðarson: 8,62 - 8,94 - 9,02 - 8,98 - 9,04 = 8,95 4. Eldjárn frá Tjaldhólum og Halldór Guðjónsson: 8,38 - 8,92 - 8,94 - 8,90 - 8,68 = 8,77 5. Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir: 8,80 - 8,64 - 8,68 - 8,76 =8,72 6. Freyðir frá Leysingjastöðum II og Ísólfur Líndal Þórisson: 8,58 - 8,68 - 8,82 - 8,70 - 8,74 - 8,68 = 8,70 7. Álfur frá Selfossi og Christina Lund: 8,54 - 8,46 - 8,86 - 8,68 - 8,74 = 8,67 8. Stefnir frá Þjóðólfshaga 1 og Viðar Ingólfsson: 8,40 - 8,28 - 8,70 - 8,48 - 8,50 = 8,48 Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Veðrið lék ekki beint við landsmótsgesti í A-úrslitum B-flokks gæðinga. Rigningin skall á rétt fyrir úrslit en hafði það þó lítil áhrif á knapa og hesta, því keppni milli sterkustu fjórgangshesta landsins var æsispennandi fram að síðustu einkunn. Klárarnir voru missterkir á hæga töltinu. Reynsuboltarnir Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir voru öryggið uppmálað og hlutu þau hæstu einkunn keppenda, 8,80. Hrímnir frá Ósi fór einnig fallega hjá Guðmundi Björgvinssyni og uppskáru þeir 8,78. Þá var brokkað. Þar höfðu sjarmatröllinn Glóðafeyki frá Halakoti og Einar Öder Magnússon vinningin, hlutu glæsilega 9,12 en bæði Hrímnir, Loki frá Selfossi og Eldjárn frá Tjaldhólum skoruðu hátt. Glóðafeykir og Einar höfðu einnig yfirburði í kröftugri sýningu keppenda á hröðu tölti, uppskáru 9,18. Það sama má segja um einkunnir fyrir vilja og fegurð í reið, þar heillaði Glóðafeykir dómarana hlaut 9,16 fyrir vilja og 8,92 fyrir fegurð í reið. Sigur gamla refsins og hins töfrandi Glóðafeykis var því tryggður með slétta 9,00 í lokaeinkunn og Einar hampaði Háfetabikarnum verðskuldað. Glóðafeykir og Einar voru einnig senuþjófar flokksins á síðasta ári, þegar þeir höfnuðu í 3. sæti flokksins á landsmóti eftir að hafa sigrað í B-úrslitum. Í viðtali við kynni mótsins eignaði Einar hestinum sínum stórkostlega sigurinn að öllu leyti. Einar sjálfur hefur ekki unnið á landsmót síðan 1986 og er því sigur hans ansi sætur. Heyrst hefur að Einar stefni næst með Glóðafeyki sinn til Berlínar á Heimsmeistaramótið 2013.Keppendur/ Hægt tölt/ Brokk / Greitt tölt / Vilji / Fegurð í reið /Lokaeinkunn 1. Glóðafeykir frá Halakoti og Einar Öder Magnússon: 8,52 - 9,12 - 9,18 - 9,16 - 8,92 = 9,00 2. Hrímnir frá Ósi og Guðmundur Björgvinsson: 8,78 - 8,90 - 9,00 - 8,98 - 9,06 = 8,97 3. Loki frá Selfossi og Sigurður Sigurðarson: 8,62 - 8,94 - 9,02 - 8,98 - 9,04 = 8,95 4. Eldjárn frá Tjaldhólum og Halldór Guðjónsson: 8,38 - 8,92 - 8,94 - 8,90 - 8,68 = 8,77 5. Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir: 8,80 - 8,64 - 8,68 - 8,76 =8,72 6. Freyðir frá Leysingjastöðum II og Ísólfur Líndal Þórisson: 8,58 - 8,68 - 8,82 - 8,70 - 8,74 - 8,68 = 8,70 7. Álfur frá Selfossi og Christina Lund: 8,54 - 8,46 - 8,86 - 8,68 - 8,74 = 8,67 8. Stefnir frá Þjóðólfshaga 1 og Viðar Ingólfsson: 8,40 - 8,28 - 8,70 - 8,48 - 8,50 = 8,48
Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira