Sport

Guðmunda og Blæja sigruðu í A-úrslitum unglingaflokks

Guðmunda með hestum sínum á Hvammsvelli í dag.
Guðmunda með hestum sínum á Hvammsvelli í dag. Mynd / Eiðfaxi.is
Guðmunda Ellen Sigurðardóttir og Blæja frá Háholti sigruðu í A-úrslitum unglingaflokks á Landsmóti hestamanna en lokadagurinn stendur yfir.

Guðmunda Ellen kom efst inn í A-úrslit á Blæju frá Háholti og héldu þær efsta sætinu til loka. Sigruðu þær með einkunnina 8,83. Önnur varð sigurvegari B-flokks Dagmar Öder Einarsdóttir á Glódísi frá Halakoti með einkunnina 8,73.

Gústaf Ásgeir Hinriksson lenti í því óhappi að detta af baki í miðjum úrslitum og fékk því ekki að ljúka keppni. Völlurinn var orðinn háll eftir rigninguna og hestinum skrikaði fótur. Gerðist það á sama stað og hestur Berglindar Ragnarsdóttur datt í milliriðli B-flokks fyrr í vikunni.

Gústaf gekk útaf brautinni og leit út fyrir að bæði hestur og knapi væru heilir. Atvik sem þessi vekur mann óneitanlega til umhugsunar hvort verið sé að krefja krakkana um of mikinn hraða.

Til gamans má geta að Þórdís Inga Pálsdóttir var í úrslitum í barnaflokki á Landsmótinu 2011. Þórdís er að keppa á sínu fyrsta ári í unglingaflokki og nældi sér í bronsverðlaun.

Niðurstöður:

Knapi Hestur Hægt tölt - brokk - yfirferð - áseta og stjórnun

1. Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Blæja frá Háholti 8,62 - 8,60 - 9,00 - 9,08 = 8,83

2. Dagmar Öder Einarsdóttir Glódís frá Halakoti 8,68 - 8,62 - 8,72 - 8,90 = 8,73

3. Þórdís Inga Pálsdóttir Kjarval frá Blönduósi 8,54 - 8,58 - 8,48 - 8,56 = 8,54

4. Brynja Kristinsdóttir Bárður frá Gili 8,40 - 8,64 - 8,48 - 8,60 = 8,53

5. Jóhanna Margrét Snorradóttir Solka frá Galtastöðum 8,24 - 8,60 - 8,60 - 8,64 = 8,52

6. Glódís Helgadóttir Geisli frá Möðrufelli 8,40 - 8,52 - 8,48 - 8,60 = 8,50

7. Ásdís Ósk Elvarsdóttir Lárus frá Syðra-Skörðugili 8,44 - 8,38 - 8,56 - 8,60 = 8,49

8. Gústaf Ásgeir Hinriksson Húmvar frá Hamrahóli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×