Lögreglurannsókn á máli Ármanns og Guðna fellur niður Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. júlí 2012 16:11 Ármann Þorvaldsson var forstjóri Kaupþings Singer & Friedlander. Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, The Serious Fraud Office, hefur látið rannsókn á máli þeirra Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings Singer & Friedlander, og Guðna Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra fjárstýringar Kaupþings, niður falla. Málið tengist rannsókn bresku lögreglunnar á viðskiptum bræðranna Roberts og Vincent Tchenguz við hinn fallna Kaupþing banka. Singer & Friedlander var sem kunnugt er breskt dótturfyrirtæki Kaupþings. Breska blaðið Daily Telegraph fjallar um málið á vef sínum í dag, en Ármann Þorvaldsson segir í samtali við Vísi að honum hafi verið kynnt niðurstaðan með bréfi fyrir viku síðan. „Ég er laus allra mála held ég," segir Ármann í samtali við Vísi. Hann segir aftur á móti að tilfinningar séu blendnar því að bæði hann og Guðni voru handteknir í Lundúnum vegna rannsóknar málsins. „Þetta var rannsókn sem átti aldrei að hefjast. En maður er aðeins með beiskt bragð í muninnum vegna þess hvað þeir gerðu í fyrra," segir Ármann. Ármann er ekki sannfærður um að hann muni krefjast skaðabóta vegna handtökunnar. „Ég er bara ekki bíunn að kanna það almennilega. Ég á eftir að ræða það aðeins betur við lögfræðinginn," segir Ármann og bendir á að stutt sé liðið síðan málið kom upp. „Það er dýrt að leita réttar síns í Bretlandi, þannig að ég veit ekki hvað ég geri," segir hann. Stutt er síðan breska fjármálaeftirlitið kynnti niðurstöður sínar á rannsókn á aðdraganda falls Singer & Friedlander. Sú rannsókn var óskyld þessari sakamálarannsókn bresku lögreglunnar, en fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Kaupþings, þeir Hreiðar Má, Sigurður Einarsson og Ármann Þorvaldsson hefðu hvorki brotið lög né reglur. Þeim var hins bannað að stjórna eftirlitsskyldu fjármálafyrirtæki í Bretlandi í fimm ár frá bankahruninu. Bannið rennur út í október á næsta ári. Hér má sjá umfjöllun Telegraph um málið. Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, The Serious Fraud Office, hefur látið rannsókn á máli þeirra Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings Singer & Friedlander, og Guðna Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra fjárstýringar Kaupþings, niður falla. Málið tengist rannsókn bresku lögreglunnar á viðskiptum bræðranna Roberts og Vincent Tchenguz við hinn fallna Kaupþing banka. Singer & Friedlander var sem kunnugt er breskt dótturfyrirtæki Kaupþings. Breska blaðið Daily Telegraph fjallar um málið á vef sínum í dag, en Ármann Þorvaldsson segir í samtali við Vísi að honum hafi verið kynnt niðurstaðan með bréfi fyrir viku síðan. „Ég er laus allra mála held ég," segir Ármann í samtali við Vísi. Hann segir aftur á móti að tilfinningar séu blendnar því að bæði hann og Guðni voru handteknir í Lundúnum vegna rannsóknar málsins. „Þetta var rannsókn sem átti aldrei að hefjast. En maður er aðeins með beiskt bragð í muninnum vegna þess hvað þeir gerðu í fyrra," segir Ármann. Ármann er ekki sannfærður um að hann muni krefjast skaðabóta vegna handtökunnar. „Ég er bara ekki bíunn að kanna það almennilega. Ég á eftir að ræða það aðeins betur við lögfræðinginn," segir Ármann og bendir á að stutt sé liðið síðan málið kom upp. „Það er dýrt að leita réttar síns í Bretlandi, þannig að ég veit ekki hvað ég geri," segir hann. Stutt er síðan breska fjármálaeftirlitið kynnti niðurstöður sínar á rannsókn á aðdraganda falls Singer & Friedlander. Sú rannsókn var óskyld þessari sakamálarannsókn bresku lögreglunnar, en fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Kaupþings, þeir Hreiðar Má, Sigurður Einarsson og Ármann Þorvaldsson hefðu hvorki brotið lög né reglur. Þeim var hins bannað að stjórna eftirlitsskyldu fjármálafyrirtæki í Bretlandi í fimm ár frá bankahruninu. Bannið rennur út í október á næsta ári. Hér má sjá umfjöllun Telegraph um málið.
Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira