Gylfi: Nauðsynlegt að halda áfram Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. júlí 2012 22:18 Gylfi Arnbjörnsson segir nauðsynlegt að halda áfram atvinnuuppbyggingunni. mynd/ pjetur. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, fagnar atvinnuleysistölunum sem Vinnumálastofnun birti í dag. Atvinnuleysið mælist um 4,8% og hefur ekki verið lægra í þrjú og hálft ár. „Það ber bara að fagna því en engu að síður þarf að halda áfram," segir Gylfi. Gylfi segir mikilvægt að fjárfesting aukist og unnið sé að fjölgun starfa. Miðað við mælingar Hagstofunnar sé ekki hægt að fullyrða með vissu að störfum sé að fjölga. „Þess vegna höfum við sagt að auðvitað er það ánægjuefni að atvinnuleysi dragist saman en það þarf enn að auka áherslu á atvinnusköpun, nýfjárfestingu og atvinnuppbyggingu," segir Gylfi. Hann bendir á að Hagstofan mælir atvinnuleysi miðað við fjölda þeirra sem vilja vinna en fá ekki vinnu. Vinnumálastofnun mæli aftur á móti atvinnuleysi út frá því hverjir eiga bótarétt og þeir séu mikið færri. „Og reyndar hafa æði margir verið að missa bótarétt, eru búnir að tæma þau fjögur ár sem þeim er heimilt að vera á bótum og þetta sjáum við á því að ennþá eru ríflega 3% landsmanna sem eru erlendis, mjög margir í Noregi. Ríflega 3% landsmanna hafa hætt á vinnumarkaði," segir Gylfi. Hann telji því að raunatvinnuleysi sé mjög hátt sé tekið mið af þeim sem vildu gjarnan vinna en hafa ekki fundið vinnu. Gylfi bendir á að á þessum tíma árs sé hábjargráðatími. „Ferðaþjónustan er komin á fullt skrið og auðvitað verða til fleiri störf í okkar hagkerfi á þessum tíma, en það eru allar líkur á því að þetta muni aukast aftur þegar fer að hausta og vetra. Þannig að verkefninu er ekkert lokið og þaðan af síður að menn geti sagt að kreppunni sé lokið. Alveg af og frá að svo sé, því miður," segir Gylfi. Þá bendir Gylfi jafnframt á að þótt útlitið sé bjart núna hafi skólafólki ekki alltaf gengið vel að fá vinnu í sumar. „Bæði var dregið saman í unglingavinnunni hjá borginni. Og þetta er bara partur af tekjumyndum hjá fjölskyldum. Það er það að unglingarnir hafi vinnu og þetta mælist ekki einu sinni sem atvinnuleysi vegna þess að þetta fólk flokkast sem skólafólk," segir Gylfi. Hann ítrekar þó að atvinnuleysistölurnar hafi sannarlega verið að lækka og það sé jákvætt skref. En það þurfi að halda áfram. Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, fagnar atvinnuleysistölunum sem Vinnumálastofnun birti í dag. Atvinnuleysið mælist um 4,8% og hefur ekki verið lægra í þrjú og hálft ár. „Það ber bara að fagna því en engu að síður þarf að halda áfram," segir Gylfi. Gylfi segir mikilvægt að fjárfesting aukist og unnið sé að fjölgun starfa. Miðað við mælingar Hagstofunnar sé ekki hægt að fullyrða með vissu að störfum sé að fjölga. „Þess vegna höfum við sagt að auðvitað er það ánægjuefni að atvinnuleysi dragist saman en það þarf enn að auka áherslu á atvinnusköpun, nýfjárfestingu og atvinnuppbyggingu," segir Gylfi. Hann bendir á að Hagstofan mælir atvinnuleysi miðað við fjölda þeirra sem vilja vinna en fá ekki vinnu. Vinnumálastofnun mæli aftur á móti atvinnuleysi út frá því hverjir eiga bótarétt og þeir séu mikið færri. „Og reyndar hafa æði margir verið að missa bótarétt, eru búnir að tæma þau fjögur ár sem þeim er heimilt að vera á bótum og þetta sjáum við á því að ennþá eru ríflega 3% landsmanna sem eru erlendis, mjög margir í Noregi. Ríflega 3% landsmanna hafa hætt á vinnumarkaði," segir Gylfi. Hann telji því að raunatvinnuleysi sé mjög hátt sé tekið mið af þeim sem vildu gjarnan vinna en hafa ekki fundið vinnu. Gylfi bendir á að á þessum tíma árs sé hábjargráðatími. „Ferðaþjónustan er komin á fullt skrið og auðvitað verða til fleiri störf í okkar hagkerfi á þessum tíma, en það eru allar líkur á því að þetta muni aukast aftur þegar fer að hausta og vetra. Þannig að verkefninu er ekkert lokið og þaðan af síður að menn geti sagt að kreppunni sé lokið. Alveg af og frá að svo sé, því miður," segir Gylfi. Þá bendir Gylfi jafnframt á að þótt útlitið sé bjart núna hafi skólafólki ekki alltaf gengið vel að fá vinnu í sumar. „Bæði var dregið saman í unglingavinnunni hjá borginni. Og þetta er bara partur af tekjumyndum hjá fjölskyldum. Það er það að unglingarnir hafi vinnu og þetta mælist ekki einu sinni sem atvinnuleysi vegna þess að þetta fólk flokkast sem skólafólk," segir Gylfi. Hann ítrekar þó að atvinnuleysistölurnar hafi sannarlega verið að lækka og það sé jákvætt skref. En það þurfi að halda áfram.
Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira