Lífskjör Íslendinga ekki verri í 20 ár Karen Kjartansdóttir skrifar 12. júlí 2012 20:00 Heiðar Már Guðjónsson. Hagfræðinginn Heiðar Má Guðjónsson og peningastefnunefnd Seðlabankans greinir mjög á um hver lífskjör Íslendinga eru, Heiðar segir laun landsmanna hafa hrunið og lífskjör ekki verið verri í 20 ár. Nokkuð er deilt um árangur Íslendinga eftir hrunið. Víða í fjölmiðlum heimsins er talað um íslenska kraftaverið en ekki eru allir jafn trúaðir á það. Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir að peningastefnunefnd Seðlabankans sem geri ráð fyrir að lífskjör á Íslandi séu svipuð því sem var árið 2006 taki ekki tillit til þess hve margt hefur breyst á Íslandi og hve krónan hefur rýrnað mikið. "Það er hægt að sjá ýmislegt út úr núverandi mynd en það er regla að ef að menn ætla að fá út heilbrigða mynd þá þurfa þeir að bera saman eitthvað sem er samkynja, eitthvað sem er að sama eðli, og það hefur svo margt breyst á Íslandi: Fyrir það fyrsta hefur verðgildi krónunnar rýrnað stórkostlega. Þannig að krónan í dag er ekki það sama og hún var fyrir tíu árum síðan. Það er líka hagkerfið sem hefur breyst. Þátttaka erlendra fyrirtækja í hagkerfinu hefur aukist mjög mikið. Þannig að hlutur erlendra aðila í virðisauka hagkerfisins, það er hlutur erlendra aðila í því sem að er framleitt á Íslandi hefur aukist mjög mikið þannig ef að menn horfa bara á heildarframleiðslutölurnar, sem ekki hafa minnkað mikið en hlutur þjóðarinnar - hlutur Íslendinga í þeim hefur minnkað," segir Heiðar. Við útreikninga sína segist Heiðar hafa notað tölur frá Alþjóðabankanum í Washington. "Þannig þetta eru tölur sem eru samræmdar um allan heim. Ef við ætlum að finna það út hvar þjóðin stendur þá þurfum við auðvitað að finna út hvað kemur í hennar hlut en ekki bara það sem framleitt er í hagkerfinu og mikið af því fer eitthvað annað," segir Heiðar. Til að finna út kjör Íslendinga segist hann hafa notast við tölur um laun á Íslandi og svo skuldabyrði heimilanna til að finna út ráðstöfunartekjur, eftir að fólk hefur greitt af húsnæði og helstu fjárfestingum. Þegar það sé gert þurfi að fara um tvo áratugi aftur í tímann til að finna svipuð laun og fólk hefur nú eða um tvo áratugi. "Ef við horfum framhjá þessari aukningu skulda sem hefur verið mjög mikil, sérstaklega síðustu fjögur ár, þarf maður samt að fara meira en tólf ár til að finna hreinlega þjóðartekjur sem eru sambærilegar og þær eru í dag," segir hann. Heiðar segir peningastefnunefnd Seðlabankans nota heildartölur yfir hagkerfið og taki ekki tillit til þess að hlutur erlendra aðila hefur aukist mjög mikið af heildinni. "Þannig það sem kemur í hlut Íslendinga er talsvert minna en var og þess vegna þarf að fara enn aftur í tímann til að finna í raun og veru hvað eftir stendur." Tekið skal fram að hagfræðingar í Seðlabankanum gagnrýna aðferðafræði Heiðars, og við fjöllum nánar um þá gagnrýni í fréttum okkar á morgun. Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Hagfræðinginn Heiðar Má Guðjónsson og peningastefnunefnd Seðlabankans greinir mjög á um hver lífskjör Íslendinga eru, Heiðar segir laun landsmanna hafa hrunið og lífskjör ekki verið verri í 20 ár. Nokkuð er deilt um árangur Íslendinga eftir hrunið. Víða í fjölmiðlum heimsins er talað um íslenska kraftaverið en ekki eru allir jafn trúaðir á það. Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir að peningastefnunefnd Seðlabankans sem geri ráð fyrir að lífskjör á Íslandi séu svipuð því sem var árið 2006 taki ekki tillit til þess hve margt hefur breyst á Íslandi og hve krónan hefur rýrnað mikið. "Það er hægt að sjá ýmislegt út úr núverandi mynd en það er regla að ef að menn ætla að fá út heilbrigða mynd þá þurfa þeir að bera saman eitthvað sem er samkynja, eitthvað sem er að sama eðli, og það hefur svo margt breyst á Íslandi: Fyrir það fyrsta hefur verðgildi krónunnar rýrnað stórkostlega. Þannig að krónan í dag er ekki það sama og hún var fyrir tíu árum síðan. Það er líka hagkerfið sem hefur breyst. Þátttaka erlendra fyrirtækja í hagkerfinu hefur aukist mjög mikið. Þannig að hlutur erlendra aðila í virðisauka hagkerfisins, það er hlutur erlendra aðila í því sem að er framleitt á Íslandi hefur aukist mjög mikið þannig ef að menn horfa bara á heildarframleiðslutölurnar, sem ekki hafa minnkað mikið en hlutur þjóðarinnar - hlutur Íslendinga í þeim hefur minnkað," segir Heiðar. Við útreikninga sína segist Heiðar hafa notað tölur frá Alþjóðabankanum í Washington. "Þannig þetta eru tölur sem eru samræmdar um allan heim. Ef við ætlum að finna það út hvar þjóðin stendur þá þurfum við auðvitað að finna út hvað kemur í hennar hlut en ekki bara það sem framleitt er í hagkerfinu og mikið af því fer eitthvað annað," segir Heiðar. Til að finna út kjör Íslendinga segist hann hafa notast við tölur um laun á Íslandi og svo skuldabyrði heimilanna til að finna út ráðstöfunartekjur, eftir að fólk hefur greitt af húsnæði og helstu fjárfestingum. Þegar það sé gert þurfi að fara um tvo áratugi aftur í tímann til að finna svipuð laun og fólk hefur nú eða um tvo áratugi. "Ef við horfum framhjá þessari aukningu skulda sem hefur verið mjög mikil, sérstaklega síðustu fjögur ár, þarf maður samt að fara meira en tólf ár til að finna hreinlega þjóðartekjur sem eru sambærilegar og þær eru í dag," segir hann. Heiðar segir peningastefnunefnd Seðlabankans nota heildartölur yfir hagkerfið og taki ekki tillit til þess að hlutur erlendra aðila hefur aukist mjög mikið af heildinni. "Þannig það sem kemur í hlut Íslendinga er talsvert minna en var og þess vegna þarf að fara enn aftur í tímann til að finna í raun og veru hvað eftir stendur." Tekið skal fram að hagfræðingar í Seðlabankanum gagnrýna aðferðafræði Heiðars, og við fjöllum nánar um þá gagnrýni í fréttum okkar á morgun.
Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira