Iceland Express segir sig úr Samtökum ferðaþjónustunnar Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 11. júlí 2012 19:00 Iceland Express sagði sig í dag úr Samtökum ferðaþjónustunnar og verkefninu Ísland allt árið í mótmælaskyni. Félagið sakar aðalkeppinautinn, Icelandair, um óeðlileg ítök og áhrif á verkefnið. Verkefninu Ísland allt árið hófst í byrjun október 2011 en markmið verkefnisins er að auka vetrarferðamennsku á Íslandi. Ríkissjóður leggur verkefninu til 300 milljónir króna í þrjú ár gegn sambærilegu mótframlagi frá einkaaðilum. Iceland Express lagði á sínum tíma 20 milljónir króna en ákvað í dag að draga sig með öllu út úr verkefninu. Meðal ástæðna sem gefnar eru upp err að áherslur þess séu aðrar en fyrirtækið getur fallist á og ítök og áhrif Icelandair séu miklu meiri en eðlilegt getur talist. Þá hefur félagið einnig sagt sig úr samtökum ferðaþjónustunnar af sömu ástæðum. „Þetta verkefni er greinilega alveg miðað við áætlanir Icelandair, hvernig á að ráðstafa fé þessa verkefnis miðast við þeirra áætlanir Icelandair, hvernig á að ráðstafa fé þessa verkefnis, miðast algjörlega við þeirra áætlanir og leiðir sem bara þeir eru að fljúga á, við segjum að það eigi að nota þetta fé til að kynna Ísland á þeim stöðum þar sem er samkeppni um farþegana og helst er líklegt að fá fólk yfir vetrartímann," segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express. Þannig hafi Iceland Express unnið að flugi beint frá Akureyri til London í vetur og reynt að fá stuðning við það verkefni. „Og það var ekki hægt að taka neinar ákvarðanir um það, það var ekki hægt að fá neitt markaðsfé í það, þetta snýst því ekki um allt ísland allt árið heldur um Reykjavík allt árið, fyrir aðeins suma," segir Heimir. „Ég held að ríkið verði að skoða það hvernig fé skattborgaranna er notað og hvernig því er beitt, það er ekki hægt að beita því eingöngu í hagsmunum fyrir stærsta aðilann í flugrekstri á Íslandi, við erum næst stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi og við látum ekki bjóða okkur það að við séum að leggja fé inn í verkefni sem hundsar okkar hagsmuni algjörlega," segir Heimir Már. Einar Karl Haraldsson stjórnarformaður Ísland-allt árið sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið að veita meirihluta af markaðsfé verkefnisins í áfangastaði á borð við Þýskaland og Danmörk sem bæði flugfélögin fljúga til. Hann vísar því á bug að ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna Express heldur hafi þvert á móti verið reynt að koma til móts við kröfur forsvarsmanna félagsins við ráðstöfun fjármuna. Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Iceland Express sagði sig í dag úr Samtökum ferðaþjónustunnar og verkefninu Ísland allt árið í mótmælaskyni. Félagið sakar aðalkeppinautinn, Icelandair, um óeðlileg ítök og áhrif á verkefnið. Verkefninu Ísland allt árið hófst í byrjun október 2011 en markmið verkefnisins er að auka vetrarferðamennsku á Íslandi. Ríkissjóður leggur verkefninu til 300 milljónir króna í þrjú ár gegn sambærilegu mótframlagi frá einkaaðilum. Iceland Express lagði á sínum tíma 20 milljónir króna en ákvað í dag að draga sig með öllu út úr verkefninu. Meðal ástæðna sem gefnar eru upp err að áherslur þess séu aðrar en fyrirtækið getur fallist á og ítök og áhrif Icelandair séu miklu meiri en eðlilegt getur talist. Þá hefur félagið einnig sagt sig úr samtökum ferðaþjónustunnar af sömu ástæðum. „Þetta verkefni er greinilega alveg miðað við áætlanir Icelandair, hvernig á að ráðstafa fé þessa verkefnis miðast við þeirra áætlanir Icelandair, hvernig á að ráðstafa fé þessa verkefnis, miðast algjörlega við þeirra áætlanir og leiðir sem bara þeir eru að fljúga á, við segjum að það eigi að nota þetta fé til að kynna Ísland á þeim stöðum þar sem er samkeppni um farþegana og helst er líklegt að fá fólk yfir vetrartímann," segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express. Þannig hafi Iceland Express unnið að flugi beint frá Akureyri til London í vetur og reynt að fá stuðning við það verkefni. „Og það var ekki hægt að taka neinar ákvarðanir um það, það var ekki hægt að fá neitt markaðsfé í það, þetta snýst því ekki um allt ísland allt árið heldur um Reykjavík allt árið, fyrir aðeins suma," segir Heimir. „Ég held að ríkið verði að skoða það hvernig fé skattborgaranna er notað og hvernig því er beitt, það er ekki hægt að beita því eingöngu í hagsmunum fyrir stærsta aðilann í flugrekstri á Íslandi, við erum næst stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi og við látum ekki bjóða okkur það að við séum að leggja fé inn í verkefni sem hundsar okkar hagsmuni algjörlega," segir Heimir Már. Einar Karl Haraldsson stjórnarformaður Ísland-allt árið sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið að veita meirihluta af markaðsfé verkefnisins í áfangastaði á borð við Þýskaland og Danmörk sem bæði flugfélögin fljúga til. Hann vísar því á bug að ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna Express heldur hafi þvert á móti verið reynt að koma til móts við kröfur forsvarsmanna félagsins við ráðstöfun fjármuna.
Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira