Hermann fær fyrsta almennilega sumarfríið í 18 ár BBI skrifar 11. júlí 2012 13:11 Hermann Guðmundsson Mynd/Stefán Karlsson Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1, vissi ekki að til stæði að segja honum upp. Hann fékk uppsagnabréf í morgun. „Það leið ekkert yfir mig," segir hann. „Þetta er bara eitthvað sem allir forstjórar þurfa að búa við. Það eru nýlega búnar að eiga sér stað eignabreytingar í félaginu og þá er þetta alltaf hlutur sem getur fylgt í kjölfarið." Hermann fullyrðir að stjórnendur N1 hafi ekki verið ósáttir við störf hans. „Félagið mun sennilega skila methagnaði bæði í 6 mánaða uppgjöri og 12 mánaða uppgjöri á þessu ári," segir hann og gæti ekki verið ánægðari með hvernig hann skilur við félagið. Fyrir um þrjátíu dögum var gengið frá kaupum Framtakssjóðsins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna á stórum hluta félagsins af Arion banka. Þar með komu nýir eignarhaldsaðilar inn í félagið og þeim fylgja breytingar. Við starfi Hermanns tekur Eggert Benedikt Guðmundsson sem er fráfarandi formaður útgerðarfélagsins HB Granda. Hermann er mjög ánægður með eftirmann sinn. „Þetta er úrvalsmaður," segir hann og telur félagið mjög heppið með mann. Auk forstjóraskiptanna eru fyrirhugaðar breytingar á stjórn félagsins. Á morgun verður haldinn hluthafafundur þar sem breytingar á stjórn verða ræddar. Að sögn Margrétar Guðmundsdóttur, stjórnarmanns félagsins, mun stjórnarformaðurinn Jóhann Hjartarson hætta og Helgi Magnússon, frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna, koma nýr inn. Hermann segir að nú taki við langt og gott sumarfrí í fyrsta sinn í 18 ár. „Ég er mjög kátur með það. Það er ekki hægt að vera á betri stað í heiminum til að taka frí." Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1, vissi ekki að til stæði að segja honum upp. Hann fékk uppsagnabréf í morgun. „Það leið ekkert yfir mig," segir hann. „Þetta er bara eitthvað sem allir forstjórar þurfa að búa við. Það eru nýlega búnar að eiga sér stað eignabreytingar í félaginu og þá er þetta alltaf hlutur sem getur fylgt í kjölfarið." Hermann fullyrðir að stjórnendur N1 hafi ekki verið ósáttir við störf hans. „Félagið mun sennilega skila methagnaði bæði í 6 mánaða uppgjöri og 12 mánaða uppgjöri á þessu ári," segir hann og gæti ekki verið ánægðari með hvernig hann skilur við félagið. Fyrir um þrjátíu dögum var gengið frá kaupum Framtakssjóðsins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna á stórum hluta félagsins af Arion banka. Þar með komu nýir eignarhaldsaðilar inn í félagið og þeim fylgja breytingar. Við starfi Hermanns tekur Eggert Benedikt Guðmundsson sem er fráfarandi formaður útgerðarfélagsins HB Granda. Hermann er mjög ánægður með eftirmann sinn. „Þetta er úrvalsmaður," segir hann og telur félagið mjög heppið með mann. Auk forstjóraskiptanna eru fyrirhugaðar breytingar á stjórn félagsins. Á morgun verður haldinn hluthafafundur þar sem breytingar á stjórn verða ræddar. Að sögn Margrétar Guðmundsdóttur, stjórnarmanns félagsins, mun stjórnarformaðurinn Jóhann Hjartarson hætta og Helgi Magnússon, frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna, koma nýr inn. Hermann segir að nú taki við langt og gott sumarfrí í fyrsta sinn í 18 ár. „Ég er mjög kátur með það. Það er ekki hægt að vera á betri stað í heiminum til að taka frí."
Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira